110 sm lax bættist í bókina í Nesi Karl Lúðvíksson skrifar 17. september 2016 12:00 Það er heldur betur líf við árnar þessa dagana en góðar fréttir hafa borist úr ánum á vesturlandi loksins þegar það ringdi. Það hefur hækkað vel í ánum og það er að skila sér í haustskoti sem búið er að bíða eftir. Veiðin í tölum hefur þó verið ansi róleg á norður og norðausturlandi en í þyngdum er það allt annað mál. Hver stórlaxinn á eftir öðrum er tekinn á land og ennþá eru metin að falla samanber 110 sm laxinn sem veiddist í Vatnsdalsá. Laxá í Aðaldal hefur átt frábært sumar og Nessvæðið er þar engin undanskilda. Heildarveiðin þar í sumar er komin yfir 600 laxa sem er besta veiði á svæðinu síðan 1979. Það hafa fleiri 100 sm og stærri laxar verið dregnir á bakkann en nokrru sinni fyrr og eftirspurnin eftir dögum orðinn þannig að færri komast líklega að næsta sumar en vilja. Nú bættist nýr veiðimaður í 20 punda klúbbinn á Nesi þegar Björn K Rúnarsson landaði 110 sm laxi í Oddhyl. Eins og sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni er þetta dæmigerður stórlax úr nesi. Þykkur og mikill. Þessi er líklega nálægt því að slíta 30 pundin og er einn af stærstu löxunum sem veiðst hefur í sumar. Við óskum veiðimanni til lukku með laxinn. Mest lesið Róleg veiði en stórir laxar í Vatnsdalnum Veiði Það er ennþá líf í Kleifarvatni Veiði 4 laxar á land opnunardaginn í Ytri Rangá Veiði Nóg af laxi en vantar bara vatn Veiði Norðurá opnar á morgun Veiði Búið að opna fyrir úthlutun til félagsmanna SVFR Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Laxá í Kjós og Bugða í sparifötin: Lax í mörgum hyljum Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Frábær veiði í Breiðdalsá og Hrútafjarðará að fara í gang Veiði
Það er heldur betur líf við árnar þessa dagana en góðar fréttir hafa borist úr ánum á vesturlandi loksins þegar það ringdi. Það hefur hækkað vel í ánum og það er að skila sér í haustskoti sem búið er að bíða eftir. Veiðin í tölum hefur þó verið ansi róleg á norður og norðausturlandi en í þyngdum er það allt annað mál. Hver stórlaxinn á eftir öðrum er tekinn á land og ennþá eru metin að falla samanber 110 sm laxinn sem veiddist í Vatnsdalsá. Laxá í Aðaldal hefur átt frábært sumar og Nessvæðið er þar engin undanskilda. Heildarveiðin þar í sumar er komin yfir 600 laxa sem er besta veiði á svæðinu síðan 1979. Það hafa fleiri 100 sm og stærri laxar verið dregnir á bakkann en nokrru sinni fyrr og eftirspurnin eftir dögum orðinn þannig að færri komast líklega að næsta sumar en vilja. Nú bættist nýr veiðimaður í 20 punda klúbbinn á Nesi þegar Björn K Rúnarsson landaði 110 sm laxi í Oddhyl. Eins og sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni er þetta dæmigerður stórlax úr nesi. Þykkur og mikill. Þessi er líklega nálægt því að slíta 30 pundin og er einn af stærstu löxunum sem veiðst hefur í sumar. Við óskum veiðimanni til lukku með laxinn.
Mest lesið Róleg veiði en stórir laxar í Vatnsdalnum Veiði Það er ennþá líf í Kleifarvatni Veiði 4 laxar á land opnunardaginn í Ytri Rangá Veiði Nóg af laxi en vantar bara vatn Veiði Norðurá opnar á morgun Veiði Búið að opna fyrir úthlutun til félagsmanna SVFR Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Laxá í Kjós og Bugða í sparifötin: Lax í mörgum hyljum Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Frábær veiði í Breiðdalsá og Hrútafjarðará að fara í gang Veiði