Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 4-0 | Alvöru EM-veisla í Dalnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. september 2016 20:30 Stelpurnar fagna marki Hallberu Gísladóttur. vísir/anton Ísland hélt upp á sæti sitt í úrslitakeppni EM í Hollandi með því að vinna öruggan 4-0 sigur á Slóveníu í næstsíðasta leik sínum í undankeppninni. Fyrr í dag varð ljóst að Ísland væri öruggt með sæti sitt á EM en það kom í ljós eftir 3-2 sigur Portúgals á Finnlandi. En með sigrinum náði Ísland aftur þriggja stiga forystu á toppi riðilsins með fullt hús stiga. Stelpurnar hafa raunar ekki enn fengið á sig mark. Þær mæta Skotum í lokaleik sínum á Laugardalsvellinum á þriðjudag og dugir þar jafntefli til að tryggja sér toppsætið í riðlinum. Hallbera Guðný Gísladóttir kom Íslandi á bragðið í dag með góðu langskoti en hún lagði svo upp tvö næstu mörk leiksins, bæði fyrir Dagnýju Brynjarsdóttur. Varamaðurinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði svo fjórða og síðasta mark Íslands. Alls lögðu 6037 áhorfendur leið sína í Laugardalinn í kvöld og var áhorfendamet kvennalandsliðsins næstum slegið en það stendur enn í 6647 áhorfendum. Var það sett fyrir fjórum árum er Ísland tryggði sér sæti á EM 2013 með sigri á Úkraínu. Sigurinn var öruggur eins og tölurnar bera með sér. Íslenska byrjaði rólega en eftir að Hallbera skoraði, að vísu heldur óvænt, með háu skoti sem hafnaði í markhorninu jókst sóknarþungi íslenska liðsins hægt og rólega. Dagný skoraði bæði sín mörk með skalla. Það fyrra á 21. mínútu eftir hornspyrnu og það síðara strax á upphafsmínútu síðari hálfleiks. Í öllum þessum þremur mörkum leit Sonja Cevnik, markvörður Slóveníu, heldur illa út. Slóvenar gerðu sig nokkrum sinnum líklega til að skora í leiknum en Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur ekki fengið á sig mark í allri undankeppninni og það breyttist ekki í kvöld. Örlítil værukærð virtist á köflum grípa um sig í varnarleik íslenska liðsins en stelpunum var ekki refsað fyrir það að þessu sinni. Gunnhildur Yrsa átti svo góða innkomu inn á miðjuna og skoraði fjórða mark Íslands, einnig með góðum skalla en nú eftir sendingu Hólmfríðar Magnúsdóttur. Eftir það var það aðeins formsatriði að sigla öruggum sigri í höfn. Slóvenar fengu reyndar algert dauðafæri í uppbótartímanum en Kaja Erzen náði ekki að stýra boltanum í netið þó svo að Guðbjörg hefði verið farin úr markinu. Það virðist einfaldlega skrifað í skýin að Ísland ætli að halda marki sínu hreinu alla undankeppnina. Frábær árangur Íslands staðreynd, enda liðið komið í úrslit þriðja skiptið í röð. Enn og aftur sýndu okkar konur að íslenska liðið er eitt það besta í álfunni.vísir/anton brink Íslenski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Ísland hélt upp á sæti sitt í úrslitakeppni EM í Hollandi með því að vinna öruggan 4-0 sigur á Slóveníu í næstsíðasta leik sínum í undankeppninni. Fyrr í dag varð ljóst að Ísland væri öruggt með sæti sitt á EM en það kom í ljós eftir 3-2 sigur Portúgals á Finnlandi. En með sigrinum náði Ísland aftur þriggja stiga forystu á toppi riðilsins með fullt hús stiga. Stelpurnar hafa raunar ekki enn fengið á sig mark. Þær mæta Skotum í lokaleik sínum á Laugardalsvellinum á þriðjudag og dugir þar jafntefli til að tryggja sér toppsætið í riðlinum. Hallbera Guðný Gísladóttir kom Íslandi á bragðið í dag með góðu langskoti en hún lagði svo upp tvö næstu mörk leiksins, bæði fyrir Dagnýju Brynjarsdóttur. Varamaðurinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði svo fjórða og síðasta mark Íslands. Alls lögðu 6037 áhorfendur leið sína í Laugardalinn í kvöld og var áhorfendamet kvennalandsliðsins næstum slegið en það stendur enn í 6647 áhorfendum. Var það sett fyrir fjórum árum er Ísland tryggði sér sæti á EM 2013 með sigri á Úkraínu. Sigurinn var öruggur eins og tölurnar bera með sér. Íslenska byrjaði rólega en eftir að Hallbera skoraði, að vísu heldur óvænt, með háu skoti sem hafnaði í markhorninu jókst sóknarþungi íslenska liðsins hægt og rólega. Dagný skoraði bæði sín mörk með skalla. Það fyrra á 21. mínútu eftir hornspyrnu og það síðara strax á upphafsmínútu síðari hálfleiks. Í öllum þessum þremur mörkum leit Sonja Cevnik, markvörður Slóveníu, heldur illa út. Slóvenar gerðu sig nokkrum sinnum líklega til að skora í leiknum en Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur ekki fengið á sig mark í allri undankeppninni og það breyttist ekki í kvöld. Örlítil værukærð virtist á köflum grípa um sig í varnarleik íslenska liðsins en stelpunum var ekki refsað fyrir það að þessu sinni. Gunnhildur Yrsa átti svo góða innkomu inn á miðjuna og skoraði fjórða mark Íslands, einnig með góðum skalla en nú eftir sendingu Hólmfríðar Magnúsdóttur. Eftir það var það aðeins formsatriði að sigla öruggum sigri í höfn. Slóvenar fengu reyndar algert dauðafæri í uppbótartímanum en Kaja Erzen náði ekki að stýra boltanum í netið þó svo að Guðbjörg hefði verið farin úr markinu. Það virðist einfaldlega skrifað í skýin að Ísland ætli að halda marki sínu hreinu alla undankeppnina. Frábær árangur Íslands staðreynd, enda liðið komið í úrslit þriðja skiptið í röð. Enn og aftur sýndu okkar konur að íslenska liðið er eitt það besta í álfunni.vísir/anton brink
Íslenski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti