Margrét Lára: Við höfum spilað frábærlega Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. september 2016 06:00 Margrét Lára á æfingu íslenska landsliðsins. Vísir/Eyþór „Liðið er mjög vel stemmt og allir með báða fætur á jörðinni. Við erum mjög einbeittar á það sem þarf að gera,“ segir markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir en hún verður væntanlega á sínum stað í íslenska landsliðinu í kvöld er það mætir Slóveníu í undankeppni EM. Þetta er næstsíðasti leikur íslenska liðsins í undankeppninni en það er á toppi síns riðils með fullt hús eftir sex leiki. Stelpurnar hafa skorað 29 mörk í þessum sex leikjum og ekki fengið eitt einasta mark á sig. Magnaður árangur. Staðan fyrir leik kvöldsins er því einföld. Vinni stelpurnar leikinn, eða geri jafntefli, þá eru þær komnar á EM. Í ljósi þess að íslenska liðið vann fyrri rimmuna 6-0 ytra er gerð sú krafa til liðsins að það klári dæmið í kvöld.Engar áhyggjur af vanmati „Freyr þjálfari leggur línurnar og hópurinn fylgir því sem hann vill að við gerum. Það má ekkert gleyma sér í þessu. Það er ekkert gefið og minni spámennirnir eru alltaf að verða sterkari. Við verðum að hafa varann á. Ég hef engar áhyggjur af því að það verði eitthvert vanmat þó að við höfum unnið þær stórt úti. Við höfum lært að það er ekkert gefið í þessu,“ segir Margrét Lára alvarleg og augljóslega ekkert kæruleysi í gangi. „Við viljum líka halda áfram að bæta okkar leik. Ég held að það verði ekkert stress í okkur. Við vitum hvað þarf til að vinna þessa leiki og við ætlum að fara eftir þeirri uppskrift sem fyrir okkur er lögð. Við verðum að halda grunnþáttunum í lagi. Baráttunni, stemningunni og gæðunum sem eru komin inn í okkar leik.“Mikilvægt að halda hreinu Markadrottningin reynda segir að liðið sé ekki bara að einblína á EM-sætið heldur skipti máli að vinna riðilinn. Þá þarf að klára þennan leik og leikinn gegn Skotum næstkomandi þriðjudag. „Við gerum þá kröfu til okkar að klára þetta dæmi. Við erum búnar að spila frábærlega í þessari keppni. Það er mikilvægt að halda markinu hreinu því við höfum þá trú að við skorum alltaf.“ Margrét Lára varð þrítug fyrr á árinu og það eru liðin heil þrettán ár síðan hún spilaði sinn fyrsta landsleik. Landsleikirnir eru nú orðnir 108 og landsliðsmörkin 77. Hún segir erfitt að bera saman kynslóðirnar sem hún hefur leikið með hjá landsliðinu.Það er pressa á liðinu „Ég ber rosalega mikla virðingu fyrir öðrum leikmönnum og þeim þjálfurum sem ég hef haft hjá landsliðinu. Það hafa allir lagt hönd á plóginn við að byggja upp kvennaknattspyrnuna. Fyrsti árgangurinn sem ég var með var að ryðja brautina. Sá næsti var að viðhalda árangrinum og nú er okkar að fara með liðið enn lengra. Maður finnur fyrir því núna að það er pressa á þessu liði að ná árangri á meðan það var frábært að komast á EM á sínum tíma. Þetta er tíðarandinn sem breytist,“ segir Margrét Lára og hún er ánægð með þróunina. Liðið sé sífellt að færa sig tröppu ofar. „Það er ekkert sjálfgefið. Það tókst með því að þær sem ruddu brautina héldu nógu lengi áfram svo keflið færist hægt og rólega á milli leikmanna. Síðan hefur KSÍ sett mun meiri pening í liðið. Við erum að fá mun fleiri leiki en áður og annað í þeim dúr,“ segir landsliðsfyrirliðinn og bætir við að það sé líka lykilatriði að liðið sé með góða þjálfara. „Við erum með heimsklassaþjálfarateymi. Þeir gætu verið að þjálfa hvaða karlalið á Íslandi sem er en KSÍ gerir greinilega það vel við þá að þeir velji frekar að þjálfa landsliðið. Svo held ég að þeir hafi mjög gaman af því líka. Það skiptir máli að landsliðsþjálfarastaða sé ekki aukastarf. Svona staða á að vera aðalstarf og þar hefur KSÍ gert mjög vel.“ Eins og áður segir er Margrét Lára búin að vera lengi í eldlínunni. Meiðsli hafa plagað hana mikið síðustu ár og því er eðlilegt að spyrja hvort EM næsta sumar verði hennar svanasöngur með landsliðinu, að því gefnu að liðið komist þangað.Í basli í tæpan áratug „Auðvitað læðast að manni hugsanir um það. Sérstaklega þar sem ég hef verið meiðslapési. Ég hef verið í bölvuðu basli í átta eða níu ár. Það er farið að taka sinn toll af mér. Ef ég væri með hinn fullkomna líkama þá væri ég til í að spila fyrir landsliðið þar til ég verð fertug. Ég er aftur á móti á þeim stað að ég tek bara eitt ár í einu og vil ekki vera með neinar yfirlýsingar. EM á næsta ári gæti orðið það stærsta sem ég hef gert á ferlinum og ég er 120 prósent til í það verkefni.“ EM 2017 í Hollandi Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Sjá meira
„Liðið er mjög vel stemmt og allir með báða fætur á jörðinni. Við erum mjög einbeittar á það sem þarf að gera,“ segir markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir en hún verður væntanlega á sínum stað í íslenska landsliðinu í kvöld er það mætir Slóveníu í undankeppni EM. Þetta er næstsíðasti leikur íslenska liðsins í undankeppninni en það er á toppi síns riðils með fullt hús eftir sex leiki. Stelpurnar hafa skorað 29 mörk í þessum sex leikjum og ekki fengið eitt einasta mark á sig. Magnaður árangur. Staðan fyrir leik kvöldsins er því einföld. Vinni stelpurnar leikinn, eða geri jafntefli, þá eru þær komnar á EM. Í ljósi þess að íslenska liðið vann fyrri rimmuna 6-0 ytra er gerð sú krafa til liðsins að það klári dæmið í kvöld.Engar áhyggjur af vanmati „Freyr þjálfari leggur línurnar og hópurinn fylgir því sem hann vill að við gerum. Það má ekkert gleyma sér í þessu. Það er ekkert gefið og minni spámennirnir eru alltaf að verða sterkari. Við verðum að hafa varann á. Ég hef engar áhyggjur af því að það verði eitthvert vanmat þó að við höfum unnið þær stórt úti. Við höfum lært að það er ekkert gefið í þessu,“ segir Margrét Lára alvarleg og augljóslega ekkert kæruleysi í gangi. „Við viljum líka halda áfram að bæta okkar leik. Ég held að það verði ekkert stress í okkur. Við vitum hvað þarf til að vinna þessa leiki og við ætlum að fara eftir þeirri uppskrift sem fyrir okkur er lögð. Við verðum að halda grunnþáttunum í lagi. Baráttunni, stemningunni og gæðunum sem eru komin inn í okkar leik.“Mikilvægt að halda hreinu Markadrottningin reynda segir að liðið sé ekki bara að einblína á EM-sætið heldur skipti máli að vinna riðilinn. Þá þarf að klára þennan leik og leikinn gegn Skotum næstkomandi þriðjudag. „Við gerum þá kröfu til okkar að klára þetta dæmi. Við erum búnar að spila frábærlega í þessari keppni. Það er mikilvægt að halda markinu hreinu því við höfum þá trú að við skorum alltaf.“ Margrét Lára varð þrítug fyrr á árinu og það eru liðin heil þrettán ár síðan hún spilaði sinn fyrsta landsleik. Landsleikirnir eru nú orðnir 108 og landsliðsmörkin 77. Hún segir erfitt að bera saman kynslóðirnar sem hún hefur leikið með hjá landsliðinu.Það er pressa á liðinu „Ég ber rosalega mikla virðingu fyrir öðrum leikmönnum og þeim þjálfurum sem ég hef haft hjá landsliðinu. Það hafa allir lagt hönd á plóginn við að byggja upp kvennaknattspyrnuna. Fyrsti árgangurinn sem ég var með var að ryðja brautina. Sá næsti var að viðhalda árangrinum og nú er okkar að fara með liðið enn lengra. Maður finnur fyrir því núna að það er pressa á þessu liði að ná árangri á meðan það var frábært að komast á EM á sínum tíma. Þetta er tíðarandinn sem breytist,“ segir Margrét Lára og hún er ánægð með þróunina. Liðið sé sífellt að færa sig tröppu ofar. „Það er ekkert sjálfgefið. Það tókst með því að þær sem ruddu brautina héldu nógu lengi áfram svo keflið færist hægt og rólega á milli leikmanna. Síðan hefur KSÍ sett mun meiri pening í liðið. Við erum að fá mun fleiri leiki en áður og annað í þeim dúr,“ segir landsliðsfyrirliðinn og bætir við að það sé líka lykilatriði að liðið sé með góða þjálfara. „Við erum með heimsklassaþjálfarateymi. Þeir gætu verið að þjálfa hvaða karlalið á Íslandi sem er en KSÍ gerir greinilega það vel við þá að þeir velji frekar að þjálfa landsliðið. Svo held ég að þeir hafi mjög gaman af því líka. Það skiptir máli að landsliðsþjálfarastaða sé ekki aukastarf. Svona staða á að vera aðalstarf og þar hefur KSÍ gert mjög vel.“ Eins og áður segir er Margrét Lára búin að vera lengi í eldlínunni. Meiðsli hafa plagað hana mikið síðustu ár og því er eðlilegt að spyrja hvort EM næsta sumar verði hennar svanasöngur með landsliðinu, að því gefnu að liðið komist þangað.Í basli í tæpan áratug „Auðvitað læðast að manni hugsanir um það. Sérstaklega þar sem ég hef verið meiðslapési. Ég hef verið í bölvuðu basli í átta eða níu ár. Það er farið að taka sinn toll af mér. Ef ég væri með hinn fullkomna líkama þá væri ég til í að spila fyrir landsliðið þar til ég verð fertug. Ég er aftur á móti á þeim stað að ég tek bara eitt ár í einu og vil ekki vera með neinar yfirlýsingar. EM á næsta ári gæti orðið það stærsta sem ég hef gert á ferlinum og ég er 120 prósent til í það verkefni.“
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Sjá meira