Nál, vinir og heimagert húðflúr Stefán Þór Hjartarson skrifar 14. september 2016 10:00 Gréta Þorkelsdóttir hefur verið dugleg við að pota á sig tattúum. Vísir/GVA Stick and poke er tegund húðflúrs sem hefur orðið nokkuð áberandi upp á síðkastið en aðferðin er þó ævagömul og einföld. Með stick and poke má með nokkuð auðveldum máta koma hugmynd að einföldu húðflúri á húðina strax og án nokkurra málalenginga. „Ég hafði alltaf teiknað tattúin mín og svo fengið aðra til að útfæra þau á mig, en svo fattaði ég að stick and poke leit ekkert út fyrir að vera erfitt, ég gæti pottþétt alveg gert það sjálf. Af nálinni stafaði ekki sama hætta og alvara og af vélinni. Vinkona mín átti græjurnar og hún kenndi mér. Svo gerði ég það bara. Einfaldari leið,“ segir Gréta Þorkelsdóttir, grafískur hönnuður.Hamborgari og tönn, af hverju ekki? Fréttablaðið/GVA„Hugmynd getur strax orðið að veruleika. Ég byrjaði á nokkrum táknum á puttunum og stól á ökklanum. Svo hamborgara. Svo tönn. Ég vaknaði um daginn og hugsaði: „Mig langar í prentara á fótinn,“ þannig að ég teiknaði prentara og setti hann bara á fótinn. Svo hugsaði ég: „mig langar í pappír sem er á leiðinni í prentarann!“ og bætti því við. Af hverju ekki?“ svarar Gréta Þorkelsdóttir, grafískur hönnuður sem hefur verið að prófa sig áfram með stick and poke, þegar hún er spurð að því hvernig hún hafi leiðst út í þessa tegund húðflúrs. Eru margir að gera þetta á Íslandi? „Ég veit um nokkra en ekki hver útbreiðslan er í öðrum hópum.“Gréta byrjaði á nokkrum táknum á fingurna. Fréttablaðið/GVAEr fagurfræðileg ástæða fyrir því að fólk fær sér þessa týpu af tattúi frekar en á stofu/gert með vél?„Ég held að það sé gert af mörgum mismunandi ástæðum og að fagurfræðin spili inn í það. En þessi aðferð er klárlega hrárri. Þetta getur líka verið miklu óformlegra og persónulegra, að teikna upp vinatattú og gera það á hvort annað. Það er ekki hljóð úr neinni vél eða neitt óþægilegt í umhverfinu. Bara nál, vinir og kannski skemmtileg bíómynd sem er horft á á meðan.“ Er ekki drullustressandi að teikna á skinnið á einhverjum? „Það var alveg smá stressandi fyrst, en ekki lengur. Svo er líka málið að gera bara það sem maður treystir sér til – þetta þarf ekki að vera fullkomið.“Gréta er með prentara á fætinum, en hún vaknaði einn morguninn með þá hugmynd og réðst strax í að flúra prentarann á sig. Fréttablaðið/GVASpurð hvort heilbrigðiseftirlitið hafi eitthvað skipt sér af hló Gréta bara, hvernig sem svo má skilja það.Shitty city er nafnlaus nálari sem gaf Fréttablaðinu leyfi til að nota myndir af verkum sínum. Mynd/Shitty CityMynd/Shitty CityMynd/Shitty City Húðflúr Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Stick and poke er tegund húðflúrs sem hefur orðið nokkuð áberandi upp á síðkastið en aðferðin er þó ævagömul og einföld. Með stick and poke má með nokkuð auðveldum máta koma hugmynd að einföldu húðflúri á húðina strax og án nokkurra málalenginga. „Ég hafði alltaf teiknað tattúin mín og svo fengið aðra til að útfæra þau á mig, en svo fattaði ég að stick and poke leit ekkert út fyrir að vera erfitt, ég gæti pottþétt alveg gert það sjálf. Af nálinni stafaði ekki sama hætta og alvara og af vélinni. Vinkona mín átti græjurnar og hún kenndi mér. Svo gerði ég það bara. Einfaldari leið,“ segir Gréta Þorkelsdóttir, grafískur hönnuður.Hamborgari og tönn, af hverju ekki? Fréttablaðið/GVA„Hugmynd getur strax orðið að veruleika. Ég byrjaði á nokkrum táknum á puttunum og stól á ökklanum. Svo hamborgara. Svo tönn. Ég vaknaði um daginn og hugsaði: „Mig langar í prentara á fótinn,“ þannig að ég teiknaði prentara og setti hann bara á fótinn. Svo hugsaði ég: „mig langar í pappír sem er á leiðinni í prentarann!“ og bætti því við. Af hverju ekki?“ svarar Gréta Þorkelsdóttir, grafískur hönnuður sem hefur verið að prófa sig áfram með stick and poke, þegar hún er spurð að því hvernig hún hafi leiðst út í þessa tegund húðflúrs. Eru margir að gera þetta á Íslandi? „Ég veit um nokkra en ekki hver útbreiðslan er í öðrum hópum.“Gréta byrjaði á nokkrum táknum á fingurna. Fréttablaðið/GVAEr fagurfræðileg ástæða fyrir því að fólk fær sér þessa týpu af tattúi frekar en á stofu/gert með vél?„Ég held að það sé gert af mörgum mismunandi ástæðum og að fagurfræðin spili inn í það. En þessi aðferð er klárlega hrárri. Þetta getur líka verið miklu óformlegra og persónulegra, að teikna upp vinatattú og gera það á hvort annað. Það er ekki hljóð úr neinni vél eða neitt óþægilegt í umhverfinu. Bara nál, vinir og kannski skemmtileg bíómynd sem er horft á á meðan.“ Er ekki drullustressandi að teikna á skinnið á einhverjum? „Það var alveg smá stressandi fyrst, en ekki lengur. Svo er líka málið að gera bara það sem maður treystir sér til – þetta þarf ekki að vera fullkomið.“Gréta er með prentara á fætinum, en hún vaknaði einn morguninn með þá hugmynd og réðst strax í að flúra prentarann á sig. Fréttablaðið/GVASpurð hvort heilbrigðiseftirlitið hafi eitthvað skipt sér af hló Gréta bara, hvernig sem svo má skilja það.Shitty city er nafnlaus nálari sem gaf Fréttablaðinu leyfi til að nota myndir af verkum sínum. Mynd/Shitty CityMynd/Shitty CityMynd/Shitty City
Húðflúr Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira