Leik Manchester City og Borussia Mönchengladbach í C-riðli Meistaradeildar Evrópu hefur verið frestað vegna veðurs.
Mikil rigning er í Manchester, svo mikil að leikurinn getur ekki farið fram.
Reynt verður að spila leikinn á morgun.
Barcelona og Celtic mætast í hinum leik kvöldsins í C-riðli.
Leikurinn hefst klukkan 18:45 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 HD.
Leik Man City og Mönchengladbach frestað vegna rigningar | Myndir
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar









