Lífið

Umtalaðasta fasteign landsins: Sjöundi áratugurinn til sölu á 180 milljónir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eign á besta stað.
Eign á besta stað. vísir
Nú fyrir helgi kom inn ný eign á fasteignavef Vísis. Um er að ræða einbýlishús við Fjólugötu sem 101 Reykjavík er með á söluskrá. Söluverðið er 180 milljónir en húsið var byggt árið 1960.

Á myndunum að dæma virðist það vera í upprunalegri mynd og er þörf á einhverjum endurbótum.

Fasteignamat eignarinnar er 144 milljónir en brunabótamatið er 63 milljónir. Eignin er 250 fermetrar að stærð og er mikið verið að vinna með stíl frá sjöunda áratuginum.

Húsið er nánast allt veggfóðrað og er eins og að ganga inn í tímavél að skoða myndir innan úr því. Mikið hefur verið rætt og ritað um eignina á samfélagsmiðum um helgina en hér að neðan má sjá nokkrar vel valdar myndir innan úr húsinu.

Hægt er að sjá myndirnar í fullri stærð á Fasteignavef Vísis með því að smella hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×