Ekki verið að pota og klípa í stelpurnar Sara McMahon skrifar 10. september 2016 07:00 Manuela Ósk Harðardóttir hefur staðið í ströngu við að skipuleggja Miss Universe fegurðarsamkeppnina sem fram fer á mánudag. Sjálf mun hún svo flytja til Los Angeles strax í október. Vísir/Stefán Fyrirgefðu hvað ég er sein! Ég er ein að snúast í þessu öllu,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir er hún hittir blaðamann í fundarherbergi á Hótel Þingholti. Tilefnið er Miss Universe fegurðarsamkeppnin sem fram fer í Gamla bíói á mánudagskvöld, en uppselt er á keppnina sem verður mikið sjónarspil. Miss Universe er alþjóðleg fegurðarsamkeppni sem var lengi í eigu forsetaframbjóðandans og viðskiptajöfursins Donalds Trump en er nú í eigu umboðsskrifstofunnar IMG Models. Að sögn Manuelu er töluverður munur á framkvæmd Miss Universe og Ungfrú Ísland og ber þá helst að nefna að engar kröfur eru gerðar til keppenda um hæð eða þyngd. „Þegar ég tók þátt í Ungfrú Ísland árið 2002 var meiri fókus á útlit en er í dag. Við erum komin á annan stað núna, eða það vona ég í það minnsta. Við erum ekki að pota og klípa í stelpurnar og heimta að þær missi svo og svo mörg kíló, eins og var gert við mig,“ útskýrir hún. Upphafið að ævintýrinu hófst í desember á síðasta ári þegar Manuelu var boðið út á Miss Universe keppnina í Las Vegas. „Þar, ótrúlegt en satt, mundi fólk eftir mér frá því að ég keppti. Ég fékk nefnilega hræðilega matareitrun fyrir keppnina og margir stóðu í þeirri trú að mér hefði verið byrlað eitur því við stúlkurnar borðuðum allar sama matinn og alltaf bara á hótelinu en ég var sú eina sem veiktist. Ég held að saga mín hafi verið notuð sem dæmi um hvernig megi bregðast við ófyrirséðum vandamálum. En þar sem sagt bera þeir hugmyndina undir mig því þeir vildu endilega fá Ísland aftur inn í Miss Universe keppnina,“ útskýrir hún. Manuela tók góðan tíma í að íhuga tilboðið og í mars ákvað hún loks að slá til. Líkt og áður hefur komið fram eru engar útlitskröfur gerðar til keppenda, einu kröfurnar, segir Manuela, eru þær að keppendur skulu vera á milli 18 og 27 ára, barnlausar og ógiftar. Þó mega stúlkurnar eiga kærasta. „Ástæðan fyrir því er sú að það er gríðarlega mikil vinna sem tekur við hjá Miss Universe. Það er mikið um ferðalög og annað slíkt og þá þykir best að þær sé frekar óbundnar.“ Mikill fjöldi kvenna sótti um þátttöku í keppninni en 21 stúlka mun keppa um titilinn á mánudag. Það mikilvægasta, segir Manuela, var að velja fjölbreyttan en góðan hóp stúlkna sem „myndi smella saman því það mikilvægasta sem ég fékk úr þátttöku minni í Ungfrú Ísland var vináttan. Ég eignaðist mínar bestu og traustustu vinkonur þar.“ Valið á íslenskri Miss Universe fer þannig fram að tíu stúlkur fara áfram í forval, þá er þeim fækkað niður í fimm og sigurvegarinn valinn úr þeim hópi. Nýkrýndur sigurvegari flýgur svo til Bandaríkjanna strax á fimmtudag þar sem við tekur þriggja vikna langt ferðalag um landið. Aðalkeppni Miss Universe fer svo fram á Filippseyjum þann 30. janúar. Og tækifærin sem koma í kjölfarið eru mörg, að sögn Manuelu. Þar á meðal er skólastyrkur til náms í Bandaríkjunum og öflugt tengslanet. „Ef maður skoðar söguna, þá fara fyrrum Miss Universe fæstar í fyrirsætustörf heldur þeim mun oftar í framhaldsnám. Flestar nýta skólastyrkinn vel og starfa sem læknar eða viðskiptafræðingar í dag.“ Sjálf flytur Manuela til Los Angeles í byrjun október þar sem hún mun hefja framhaldsnám. Námið tvinnar saman markaðsfræði og notkun samfélagsmiðla, en lokaritgerð Manuelu frá LHÍ fjallaði einmitt um samfélagsmiðla og tísku. Hvað tekur við að náminu loknu segir Manuela algjörlega óráðið, það fari svolítið eftir tilboðunum sem bjóðast. „Ég er með þá reglu að segja já við öllum tækifærum. Ég hef nefnilega komist að því í gegnum árin að ég get allt og það er ekkert sem heftir mig,“ segir hún að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Miss Universe Iceland Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
Fyrirgefðu hvað ég er sein! Ég er ein að snúast í þessu öllu,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir er hún hittir blaðamann í fundarherbergi á Hótel Þingholti. Tilefnið er Miss Universe fegurðarsamkeppnin sem fram fer í Gamla bíói á mánudagskvöld, en uppselt er á keppnina sem verður mikið sjónarspil. Miss Universe er alþjóðleg fegurðarsamkeppni sem var lengi í eigu forsetaframbjóðandans og viðskiptajöfursins Donalds Trump en er nú í eigu umboðsskrifstofunnar IMG Models. Að sögn Manuelu er töluverður munur á framkvæmd Miss Universe og Ungfrú Ísland og ber þá helst að nefna að engar kröfur eru gerðar til keppenda um hæð eða þyngd. „Þegar ég tók þátt í Ungfrú Ísland árið 2002 var meiri fókus á útlit en er í dag. Við erum komin á annan stað núna, eða það vona ég í það minnsta. Við erum ekki að pota og klípa í stelpurnar og heimta að þær missi svo og svo mörg kíló, eins og var gert við mig,“ útskýrir hún. Upphafið að ævintýrinu hófst í desember á síðasta ári þegar Manuelu var boðið út á Miss Universe keppnina í Las Vegas. „Þar, ótrúlegt en satt, mundi fólk eftir mér frá því að ég keppti. Ég fékk nefnilega hræðilega matareitrun fyrir keppnina og margir stóðu í þeirri trú að mér hefði verið byrlað eitur því við stúlkurnar borðuðum allar sama matinn og alltaf bara á hótelinu en ég var sú eina sem veiktist. Ég held að saga mín hafi verið notuð sem dæmi um hvernig megi bregðast við ófyrirséðum vandamálum. En þar sem sagt bera þeir hugmyndina undir mig því þeir vildu endilega fá Ísland aftur inn í Miss Universe keppnina,“ útskýrir hún. Manuela tók góðan tíma í að íhuga tilboðið og í mars ákvað hún loks að slá til. Líkt og áður hefur komið fram eru engar útlitskröfur gerðar til keppenda, einu kröfurnar, segir Manuela, eru þær að keppendur skulu vera á milli 18 og 27 ára, barnlausar og ógiftar. Þó mega stúlkurnar eiga kærasta. „Ástæðan fyrir því er sú að það er gríðarlega mikil vinna sem tekur við hjá Miss Universe. Það er mikið um ferðalög og annað slíkt og þá þykir best að þær sé frekar óbundnar.“ Mikill fjöldi kvenna sótti um þátttöku í keppninni en 21 stúlka mun keppa um titilinn á mánudag. Það mikilvægasta, segir Manuela, var að velja fjölbreyttan en góðan hóp stúlkna sem „myndi smella saman því það mikilvægasta sem ég fékk úr þátttöku minni í Ungfrú Ísland var vináttan. Ég eignaðist mínar bestu og traustustu vinkonur þar.“ Valið á íslenskri Miss Universe fer þannig fram að tíu stúlkur fara áfram í forval, þá er þeim fækkað niður í fimm og sigurvegarinn valinn úr þeim hópi. Nýkrýndur sigurvegari flýgur svo til Bandaríkjanna strax á fimmtudag þar sem við tekur þriggja vikna langt ferðalag um landið. Aðalkeppni Miss Universe fer svo fram á Filippseyjum þann 30. janúar. Og tækifærin sem koma í kjölfarið eru mörg, að sögn Manuelu. Þar á meðal er skólastyrkur til náms í Bandaríkjunum og öflugt tengslanet. „Ef maður skoðar söguna, þá fara fyrrum Miss Universe fæstar í fyrirsætustörf heldur þeim mun oftar í framhaldsnám. Flestar nýta skólastyrkinn vel og starfa sem læknar eða viðskiptafræðingar í dag.“ Sjálf flytur Manuela til Los Angeles í byrjun október þar sem hún mun hefja framhaldsnám. Námið tvinnar saman markaðsfræði og notkun samfélagsmiðla, en lokaritgerð Manuelu frá LHÍ fjallaði einmitt um samfélagsmiðla og tísku. Hvað tekur við að náminu loknu segir Manuela algjörlega óráðið, það fari svolítið eftir tilboðunum sem bjóðast. „Ég er með þá reglu að segja já við öllum tækifærum. Ég hef nefnilega komist að því í gegnum árin að ég get allt og það er ekkert sem heftir mig,“ segir hún að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Miss Universe Iceland Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira