5 gamlir Lamborghini til sölu á hálfan milljarð Finnur Thorlacius skrifar 28. september 2016 10:03 Lamborghini Miura P400S. Á þennan bíl setur Adam verðmiðann 1.400.000 dollara, eða um 161 milljón króna. Grínistinn, leikstjórinn, kvikmyndaframleiðandinn og bílasafnarinn Adam Carolla hefur greinilega fengið leið á Lamborghini fornbílasafni sínu eða er einfaldlega fjárvana. Hann hefur nú sett 5 bíla safn af gömlum Lamborghini bílum sínum á sölu og eru þeir með verðmiða frá 40 til 161.000 milljón krónur hver, samtals uppá um hálfan milljarð króna. Þarna er um að ræða bíla eins og 1965 árgerðina af Lamborghini 350GT, 1968 og 1969 árgerðirnar af Lamborghini Islero og 1969 og 1970 árgerðirnar af Lamborghini Miura P400S, sem eru þeirra dýrastir. Það þarf djúpa vasa til að krækja í þessa bíla, en sagan segir hinsvegar að verðmæti þeirra gæti aukist með árunum, svo ef til vill er hér um gott tækifæri á fjárfestingu að ræða.Líka Lamborghini Miura P400S og sami verðmiði, 161 milljónir króna.Lamborghini Islero árgerð 1969 á 40 milljónir króna.Lamborghini Islero árgerð 1968 á 44 milljónir króna.Lamborghini 350GT árgerð 1965 á 92 milljónir króna. Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent
Grínistinn, leikstjórinn, kvikmyndaframleiðandinn og bílasafnarinn Adam Carolla hefur greinilega fengið leið á Lamborghini fornbílasafni sínu eða er einfaldlega fjárvana. Hann hefur nú sett 5 bíla safn af gömlum Lamborghini bílum sínum á sölu og eru þeir með verðmiða frá 40 til 161.000 milljón krónur hver, samtals uppá um hálfan milljarð króna. Þarna er um að ræða bíla eins og 1965 árgerðina af Lamborghini 350GT, 1968 og 1969 árgerðirnar af Lamborghini Islero og 1969 og 1970 árgerðirnar af Lamborghini Miura P400S, sem eru þeirra dýrastir. Það þarf djúpa vasa til að krækja í þessa bíla, en sagan segir hinsvegar að verðmæti þeirra gæti aukist með árunum, svo ef til vill er hér um gott tækifæri á fjárfestingu að ræða.Líka Lamborghini Miura P400S og sami verðmiði, 161 milljónir króna.Lamborghini Islero árgerð 1969 á 40 milljónir króna.Lamborghini Islero árgerð 1968 á 44 milljónir króna.Lamborghini 350GT árgerð 1965 á 92 milljónir króna.
Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent