Hlakka til að mæta á æfingar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. september 2016 06:00 Elías Már hefur fundið sig vel hjá IFK Gautaborg. vísir/afp Elías Már Ómarsson hefur nýtt tímann vel í Svíþjóð frá því að hann var lánaður til IFK Gautaborgar frá Vålerenga í Noregi í byrjun ágústmánaðar. Elías Már hefur komið við sögu í sjö leikjum, verið byrjunarliðsmaður í sex þeirra og skorað í fjórum þeirra – þar af í síðustu þremur leikjum í röð. Það er greinilegt að honum líður vel á nýjum stað eftir að hafa verið í aukahlutverki með liði sínu í Noregi, sem hann er enn samningsbundinn og verður áfram til loka árs 2017. Þessi 21 árs Keflvíkingur gekk í raðir Vålerenga í ársbyrjun 2015. Fyrsta tímabilið gekk upp og ofan en Elías Már þurfti að bíða lengi eftir að fá tækifæri. Í fyrstu tólf umferðunum fékk hann að spila í samtals 34 mínútur. „Ég fékk svo tækifæri í leik gegn Molde og átti ágætan leik. Svo var ég aftur settur á bekkinn í næsta leik en kom svo aftur inn og skoraði þrjú mörk í tveimur leikjum,“ rifjar Elías Már upp í samtali við Fréttablaðið en eftir það spilaði hann reglulega, þó ýmist sem byrjunarliðsmaður eða varamaður. Lítið betra tók við á tímabilinu sem hófst í vor. Í fyrstu átján umferðunum fékk Elías Már fimm byrjunarliðsleiki. Þegar upp var staðið yfir þessi tvö tímabil hafði hann komið við sögu í 28 leikjum, þar af þrettán sem byrjunarliðsmaður og einungis þrívegis spilaði hann allar 90 mínúturnar. Elías Már hefur nú þegar bætt þann árangur á nokkrum vikum í Svíþjóð enda spilað hverja einustu mínútu í síðustu fjórum leikjum Gautaborgar. Það mátti heyra á Elíasi Má að hann tók því fegins hendi að fá tækifæri annars staðar, þegar IFK Gautaborg lýsti yfir áhuga sínum.Allt verður auðveldara „Mér fannst ég eiga góða leiki með Vålerenga þegar ég fékk að spila en síðan virtist þjálfarinn einfaldlega ekki vilja nota mig,“ segir Elías Már sem játar því að honum sé létt að finna fyrir trausti þjálfara síns í Svíþjóð. „Það gerir allt auðveldara. Maður finnur fyrir meira sjálfstrausti og maður hefur meiri ánægju af því að spila fótbolta. Ég finn aftur fyrir tilhlökkun fyrir æfingar og leiki sem gerist ósjálfrátt þegar manni gengur vel,“ segir Elías Már enn fremur.Vill í Evrópukeppni Sex umferðir eru eftir af tímabilinu í Svíþjóð. Gautaborg hefur aðeins tapað einum af síðustu fimm leikjum sínum og eru í fjórða sæti, fimm stigum á eftir AIK sem er í þriðja sætinu – því síðasta sem veitir þátttökurétt í Evrópukeppni. Elías Már er ánægður með að skora mörk en segir að það séu önnur mikilvægari markmið sem liðið hafi. „Liðið ætlar sér að komast í Evrópukeppni og ég vil hjálpa liðinu til að ná því. Ég hef fundið fyrir mikilli og sterkri liðsheild hér og liðið er eins og ein stór fjölskylda. Það hafa allir verið mjög almennilegir og viljugir að hjálpa hverjir öðrum,“ segir Elías Már. „Það er mikil gleði og samheldni í hópnum og maður finnur það ekki bara á strákunum í hópnum, heldur þjálfaranum og öllum starfsmönnum félagsins.“Pæli bara í fótboltanum Óvíst er hvað tekur við þegar lánssamningurinn við IFK Gautaborg rennur út um áramótin. „Miðað við stöðuna eins og hún er núna þá myndi ég skoða það vandlega að vera hér áfram, stæði það til boða. En ég er ekkert að velta því fyrir mér. Ég vil frekar pæla í fótboltanum og gera enn betri hluti en hingað til. Það er mikilvægast.“ Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Sjá meira
Elías Már Ómarsson hefur nýtt tímann vel í Svíþjóð frá því að hann var lánaður til IFK Gautaborgar frá Vålerenga í Noregi í byrjun ágústmánaðar. Elías Már hefur komið við sögu í sjö leikjum, verið byrjunarliðsmaður í sex þeirra og skorað í fjórum þeirra – þar af í síðustu þremur leikjum í röð. Það er greinilegt að honum líður vel á nýjum stað eftir að hafa verið í aukahlutverki með liði sínu í Noregi, sem hann er enn samningsbundinn og verður áfram til loka árs 2017. Þessi 21 árs Keflvíkingur gekk í raðir Vålerenga í ársbyrjun 2015. Fyrsta tímabilið gekk upp og ofan en Elías Már þurfti að bíða lengi eftir að fá tækifæri. Í fyrstu tólf umferðunum fékk hann að spila í samtals 34 mínútur. „Ég fékk svo tækifæri í leik gegn Molde og átti ágætan leik. Svo var ég aftur settur á bekkinn í næsta leik en kom svo aftur inn og skoraði þrjú mörk í tveimur leikjum,“ rifjar Elías Már upp í samtali við Fréttablaðið en eftir það spilaði hann reglulega, þó ýmist sem byrjunarliðsmaður eða varamaður. Lítið betra tók við á tímabilinu sem hófst í vor. Í fyrstu átján umferðunum fékk Elías Már fimm byrjunarliðsleiki. Þegar upp var staðið yfir þessi tvö tímabil hafði hann komið við sögu í 28 leikjum, þar af þrettán sem byrjunarliðsmaður og einungis þrívegis spilaði hann allar 90 mínúturnar. Elías Már hefur nú þegar bætt þann árangur á nokkrum vikum í Svíþjóð enda spilað hverja einustu mínútu í síðustu fjórum leikjum Gautaborgar. Það mátti heyra á Elíasi Má að hann tók því fegins hendi að fá tækifæri annars staðar, þegar IFK Gautaborg lýsti yfir áhuga sínum.Allt verður auðveldara „Mér fannst ég eiga góða leiki með Vålerenga þegar ég fékk að spila en síðan virtist þjálfarinn einfaldlega ekki vilja nota mig,“ segir Elías Már sem játar því að honum sé létt að finna fyrir trausti þjálfara síns í Svíþjóð. „Það gerir allt auðveldara. Maður finnur fyrir meira sjálfstrausti og maður hefur meiri ánægju af því að spila fótbolta. Ég finn aftur fyrir tilhlökkun fyrir æfingar og leiki sem gerist ósjálfrátt þegar manni gengur vel,“ segir Elías Már enn fremur.Vill í Evrópukeppni Sex umferðir eru eftir af tímabilinu í Svíþjóð. Gautaborg hefur aðeins tapað einum af síðustu fimm leikjum sínum og eru í fjórða sæti, fimm stigum á eftir AIK sem er í þriðja sætinu – því síðasta sem veitir þátttökurétt í Evrópukeppni. Elías Már er ánægður með að skora mörk en segir að það séu önnur mikilvægari markmið sem liðið hafi. „Liðið ætlar sér að komast í Evrópukeppni og ég vil hjálpa liðinu til að ná því. Ég hef fundið fyrir mikilli og sterkri liðsheild hér og liðið er eins og ein stór fjölskylda. Það hafa allir verið mjög almennilegir og viljugir að hjálpa hverjir öðrum,“ segir Elías Már. „Það er mikil gleði og samheldni í hópnum og maður finnur það ekki bara á strákunum í hópnum, heldur þjálfaranum og öllum starfsmönnum félagsins.“Pæli bara í fótboltanum Óvíst er hvað tekur við þegar lánssamningurinn við IFK Gautaborg rennur út um áramótin. „Miðað við stöðuna eins og hún er núna þá myndi ég skoða það vandlega að vera hér áfram, stæði það til boða. En ég er ekkert að velta því fyrir mér. Ég vil frekar pæla í fótboltanum og gera enn betri hluti en hingað til. Það er mikilvægast.“
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Sjá meira