Apar á Alþingi Sif Sigmarsdóttir skrifar 24. september 2016 07:00 Hvað gerist ef við fyllum Alþingishúsið af öpum? (Nei, þetta er ekki samlíking). Veruleiki okkar mannanna er tvískiptur. Annars vegar samanstendur hann af hinu áþreifanlega, kaffibollanum í lúkunum á okkur, pappírnum í Fréttablaðinu fyrir framan okkur, stólsessunni undir afturendanum á okkur; hins vegar af sameiginlegum hugarburði mannkynsins. Fyrir 70.000 árum átti sér stað atburður sem olli því að homo sapiens þróaðist úr því að vera lítilfjörlegt spendýr, í vægðarlausan drottnara jarðarinnar. Stökkbreyting varð í heila mannsins. Í kjölfarið tóku tungumálahæfileikar tegundarinnar óvæntum framförum. Í stað þess að tjá sig aðeins um það sem við blasti í raunheimum – tré, steina, vatnsból og ljón sem lágu í leyni – fór maðurinn að geta tjáð sig um hluti sem ekki voru til í alvörunni.Bananar í himnaríki Hvað eiga guð, peningar og lýðræði sameiginlegt? Sagnfræðingurinn og metsöluhöfundurinn Yuval Noah Harari varpar ljósi á spurninguna í nýjustu bók sinni. Samkvæmt Harari ræður maðurinn ríkjum á jörðinni vegna þess að hann er eina dýrategundin sem getur unnið saman í stórum hóp. Þúsundir, jafnvel milljónir einstaklinga geta sameinast um eitt og sama markmið og náð því. Sá eiginleiki sem gerir okkur mönnunum samstarfið kleift telur Harari vera hæfileika okkar til að tala um það sem ekki er til. Tökum guð sem dæmi. Okkur tækist aldrei að sannfæra apa um að afhenda okkur banana með því að lofa honum hundrað banönum í himnaríki að lífinu loknu. Og peningar: Peningar eru aðeins mýta sem við sameinumst um að trúa á. Api léti aldrei banana af hendi fyrir pappírssnefil með mynd af Jóni Sigurðssyni. Sama gildir um stjórnarfar.Jafnrétti er hugarburður Hammúrabí, sjötti konungur Babýlon til forna, fór fyrir samfélagi sem byggt var upp eins og píramídi hvað varðaði réttindi og völd; konungurinn var efstur, þrælarnir neðstir. Landsfeður Bandaríkjanna komu hins vegar á fót samfélagi þar sem frelsi og jafnrétti lágu til grundvallar. Það sem tryggði tilvist þessara tveggja ólíku samfélaga var trú þegnanna á skáldaðar grundvallarhugmyndir; annars vegar á söguna um að konungurinn væri rétthærri en óbreyttur bóndi og hins vegar söguna um að allir væru jafnir. Án sagnaheimsins um peninga, lög, mannréttindi og þjóðríki væru stór samfélög homo sapiens óstarfhæf. Aðrar dýrategundir geta unnið saman undir ákveðnum kringumstæðum en slíkt samstarf er takmarkað og einskorðast við litla hópa. Ef við fylltum Alþingishúsið af öpum færi allt í bál og brand. Undanfarið hefur þó læðst að manni sá grunur að þótt við fylltum Alþingishúsið af öpum breytti það nákvæmlega engu.„Computer says no“ Á Alþingi eru samdar sögur, lög og leikreglur sem eiga að tryggja að samfélag 330.000 einstaklinga á eyju norður í Atlantshafi gangi snurðulaust fyrir sig. Síðustu misseri hafa verið uppi háværar kröfur um að þeim „sögum“ sem liggja til grundvallar íslensku samfélagi verði breytt; sögum eins og stjórnarskránni, fiskveiðistjórnunarkerfinu, skattheimtu, fjárframlögum til heilbrigðiskerfisins – já, og landbúnaðarkerfinu. Umdeildir búvörusamningar voru samþykktir á Alþingi á dögunum. Aðeins nítján þingmenn greiddu með þeim atkvæði. Flestir hinna sátu hjá eða skrópuðu. Margir hafa furðað sig á því hvers vegna þeir sem voru á móti samningunum greiddu einfaldlega ekki atkvæði gegn þeim. Skýringar þingmanna hafa verið loðnar smjörklípur, Létt og laggott í loppunum á ketti með hárlos. Þær hljómuðu einhvern veginn svona: Annað var ekki hægt, „computer says no“, klínum því á kerfið, #ekkiméraðkenna. Ef hugmyndaflug lýðræðislega kjörinna fulltrúa okkar er af svo skornum skammti að það er á við apa er það okkar kjósenda að hrista hressilega upp í mýtunni sem er hið háa Alþingi. Mýturnar eiga að þjóna mönnunum, ekki öfugt. Kosningar verða haldnar 29. október. Gleymum ekki að kjósa!Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Hvað gerist ef við fyllum Alþingishúsið af öpum? (Nei, þetta er ekki samlíking). Veruleiki okkar mannanna er tvískiptur. Annars vegar samanstendur hann af hinu áþreifanlega, kaffibollanum í lúkunum á okkur, pappírnum í Fréttablaðinu fyrir framan okkur, stólsessunni undir afturendanum á okkur; hins vegar af sameiginlegum hugarburði mannkynsins. Fyrir 70.000 árum átti sér stað atburður sem olli því að homo sapiens þróaðist úr því að vera lítilfjörlegt spendýr, í vægðarlausan drottnara jarðarinnar. Stökkbreyting varð í heila mannsins. Í kjölfarið tóku tungumálahæfileikar tegundarinnar óvæntum framförum. Í stað þess að tjá sig aðeins um það sem við blasti í raunheimum – tré, steina, vatnsból og ljón sem lágu í leyni – fór maðurinn að geta tjáð sig um hluti sem ekki voru til í alvörunni.Bananar í himnaríki Hvað eiga guð, peningar og lýðræði sameiginlegt? Sagnfræðingurinn og metsöluhöfundurinn Yuval Noah Harari varpar ljósi á spurninguna í nýjustu bók sinni. Samkvæmt Harari ræður maðurinn ríkjum á jörðinni vegna þess að hann er eina dýrategundin sem getur unnið saman í stórum hóp. Þúsundir, jafnvel milljónir einstaklinga geta sameinast um eitt og sama markmið og náð því. Sá eiginleiki sem gerir okkur mönnunum samstarfið kleift telur Harari vera hæfileika okkar til að tala um það sem ekki er til. Tökum guð sem dæmi. Okkur tækist aldrei að sannfæra apa um að afhenda okkur banana með því að lofa honum hundrað banönum í himnaríki að lífinu loknu. Og peningar: Peningar eru aðeins mýta sem við sameinumst um að trúa á. Api léti aldrei banana af hendi fyrir pappírssnefil með mynd af Jóni Sigurðssyni. Sama gildir um stjórnarfar.Jafnrétti er hugarburður Hammúrabí, sjötti konungur Babýlon til forna, fór fyrir samfélagi sem byggt var upp eins og píramídi hvað varðaði réttindi og völd; konungurinn var efstur, þrælarnir neðstir. Landsfeður Bandaríkjanna komu hins vegar á fót samfélagi þar sem frelsi og jafnrétti lágu til grundvallar. Það sem tryggði tilvist þessara tveggja ólíku samfélaga var trú þegnanna á skáldaðar grundvallarhugmyndir; annars vegar á söguna um að konungurinn væri rétthærri en óbreyttur bóndi og hins vegar söguna um að allir væru jafnir. Án sagnaheimsins um peninga, lög, mannréttindi og þjóðríki væru stór samfélög homo sapiens óstarfhæf. Aðrar dýrategundir geta unnið saman undir ákveðnum kringumstæðum en slíkt samstarf er takmarkað og einskorðast við litla hópa. Ef við fylltum Alþingishúsið af öpum færi allt í bál og brand. Undanfarið hefur þó læðst að manni sá grunur að þótt við fylltum Alþingishúsið af öpum breytti það nákvæmlega engu.„Computer says no“ Á Alþingi eru samdar sögur, lög og leikreglur sem eiga að tryggja að samfélag 330.000 einstaklinga á eyju norður í Atlantshafi gangi snurðulaust fyrir sig. Síðustu misseri hafa verið uppi háværar kröfur um að þeim „sögum“ sem liggja til grundvallar íslensku samfélagi verði breytt; sögum eins og stjórnarskránni, fiskveiðistjórnunarkerfinu, skattheimtu, fjárframlögum til heilbrigðiskerfisins – já, og landbúnaðarkerfinu. Umdeildir búvörusamningar voru samþykktir á Alþingi á dögunum. Aðeins nítján þingmenn greiddu með þeim atkvæði. Flestir hinna sátu hjá eða skrópuðu. Margir hafa furðað sig á því hvers vegna þeir sem voru á móti samningunum greiddu einfaldlega ekki atkvæði gegn þeim. Skýringar þingmanna hafa verið loðnar smjörklípur, Létt og laggott í loppunum á ketti með hárlos. Þær hljómuðu einhvern veginn svona: Annað var ekki hægt, „computer says no“, klínum því á kerfið, #ekkiméraðkenna. Ef hugmyndaflug lýðræðislega kjörinna fulltrúa okkar er af svo skornum skammti að það er á við apa er það okkar kjósenda að hrista hressilega upp í mýtunni sem er hið háa Alþingi. Mýturnar eiga að þjóna mönnunum, ekki öfugt. Kosningar verða haldnar 29. október. Gleymum ekki að kjósa!Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun