Ari Eldjárn og Björn Bragi spenntir fyrir tveggja manna sýningu Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 22. september 2016 12:00 „Þetta er eitthvað sem okkur hefur langað að gera í svolítinn tíma,“ segir Björn Bragi Arnarsson uppistandari en þeir Ari Eldjárn munu ferðast um landið næstu tvo mánuði með nýja uppistandssýningu. Strákarnir eru báðir hluti af stærri hópi sem kallar sig Mið-Ísland en þeir hafa slegið í gegn síðastliðin ár. Hver ætli sé ástæðan fyrir því að þeir eru aðeins tveir að leggja land undir fót? „Við höfum báðir uppistand að atvinnu og erum yfirleitt að mæta og taka 15-20 mínútur hverju sinni þegar við erum að skemmta á hvers kyns viðburðum. Þess á milli erum við að sýna með bræðrum okkar úr Mið-Íslandi, sem ég held að sé óhætt að segja að sé það skemmtilegasta sem við gerum. Okkur langaði hins vegar að prófa að gera tveggja manna sýningu, þar sem mæðir meira á hvorum okkar og við tökum í raun hvor sinn hálfleikinn af uppistandi,“ segir Björn Bragi.Þeir félagar vinna vel saman að hans sögn. „Við Ari erum auðvitað nánir vinir og vinnum auk þess frábærlega saman. Við gerum mikið af því að semja grín saman og erum spenntir fyrir því að prófa að taka svona tveggja manna sýningu,“ segir Björn Bragi. Grínhópurinn Mið-Ísland er þó hvergi nærri hættur. Þvert á móti verður hópurinn með sýningu í Hofi á Akureyri 30. september og tilraunasýningu í Þjóðleikhúskjallaranum í byrjun október, þar sem strákarnir prófa nýtt efni fyrir komandi vetur. Sýning þeirra Björns Braga og Ara hefur fengið heitið Á tæpasta vaði og er um að ræða tæplega tveggja tíma sýningu með hléi. „Við verðum með fullt af nýju efni í bland við eitthvað eldra sem við höfum ekki flutt áður á þeim stöðum sem við ætlum að sýna á,“ segir Björn Bragi. Áætlað er að fara af stað í byrjun október og mun fyrsti áfangastaðurinn vera Þorlákshöfn.„Það er alltaf sérstök stemning þegar við förum út fyrir borgarmörkin og höldum sýningar. Við hlökkum mikið til,“ segir Björn Bragi. Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Þetta er eitthvað sem okkur hefur langað að gera í svolítinn tíma,“ segir Björn Bragi Arnarsson uppistandari en þeir Ari Eldjárn munu ferðast um landið næstu tvo mánuði með nýja uppistandssýningu. Strákarnir eru báðir hluti af stærri hópi sem kallar sig Mið-Ísland en þeir hafa slegið í gegn síðastliðin ár. Hver ætli sé ástæðan fyrir því að þeir eru aðeins tveir að leggja land undir fót? „Við höfum báðir uppistand að atvinnu og erum yfirleitt að mæta og taka 15-20 mínútur hverju sinni þegar við erum að skemmta á hvers kyns viðburðum. Þess á milli erum við að sýna með bræðrum okkar úr Mið-Íslandi, sem ég held að sé óhætt að segja að sé það skemmtilegasta sem við gerum. Okkur langaði hins vegar að prófa að gera tveggja manna sýningu, þar sem mæðir meira á hvorum okkar og við tökum í raun hvor sinn hálfleikinn af uppistandi,“ segir Björn Bragi.Þeir félagar vinna vel saman að hans sögn. „Við Ari erum auðvitað nánir vinir og vinnum auk þess frábærlega saman. Við gerum mikið af því að semja grín saman og erum spenntir fyrir því að prófa að taka svona tveggja manna sýningu,“ segir Björn Bragi. Grínhópurinn Mið-Ísland er þó hvergi nærri hættur. Þvert á móti verður hópurinn með sýningu í Hofi á Akureyri 30. september og tilraunasýningu í Þjóðleikhúskjallaranum í byrjun október, þar sem strákarnir prófa nýtt efni fyrir komandi vetur. Sýning þeirra Björns Braga og Ara hefur fengið heitið Á tæpasta vaði og er um að ræða tæplega tveggja tíma sýningu með hléi. „Við verðum með fullt af nýju efni í bland við eitthvað eldra sem við höfum ekki flutt áður á þeim stöðum sem við ætlum að sýna á,“ segir Björn Bragi. Áætlað er að fara af stað í byrjun október og mun fyrsti áfangastaðurinn vera Þorlákshöfn.„Það er alltaf sérstök stemning þegar við förum út fyrir borgarmörkin og höldum sýningar. Við hlökkum mikið til,“ segir Björn Bragi.
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira