Hrúturinn í stofunni Frosti Logason skrifar 22. september 2016 07:00 Forystuhrúturinn Villingur frá Grafarbakka var í fréttum fyrr í þessari viku. Villingur er tólf vetra gamall og í miklu uppáhaldi hjá eiganda sínum. Hann leyfir börnum að sitja á baki sér eins og besti reiðhestur. Villingur er lánsamur hrútur. Ólíkt flestum einstaklingum af hans kyni endar hann nefnilega ekki í kælum matvöruverslana eða á matseðlum fínna veitingahúsa þetta haustið. Lambakjöt er af mörgum talið vera hinn eini sanni þjóðarréttur Íslendinga. Mér heyrist hins vegar á öllu að þessi blessaða sauðfjárrækt standi einhverra hluta vegna ekki undir sér. Þjóðarrétturinn kostar ríkissjóð milljarða á ári en við botnum ekkert í af hverju. Er það vegna þess að allt sem er hollt á að vera dýrt? Mikil kjötneysla tengist reyndar auknum líkum á krabbameini. Á vef landlæknis er mælt með að neysla á rauðu kjöti sé takmörkuð við 500 grömm á viku. Sérstaklega skal takmarka neyslu á unnum kjötvörum. Það er nú ekki hollara en það. Landsmenn ættu því í mesta lagi að borða tvær kjötmáltíðir á viku og smávegis af kjötáleggi. Samkvæmt landlækni. Þótt ótrúlegt megi virðast þekki ég fólk sem borðar ekki kjöt. Hef jafnvel heyrt af fólki sem aldrei hefur lagt það sér til munns. Samt er það hraust og langlíft, fær minna af hjarta- og æðasjúkdómum. Það væri kannski ráð að einhverjir bændur breyttu fjárhúsum sínum í gistiheimili fyrir ferðamenn. Slíkt þarf ekki að niðurgreiða úr ríkissjóði. Við hin gætum svo borðað meira af grænmeti. Jafnvel haft það innflutt, ódýrt og gott.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun
Forystuhrúturinn Villingur frá Grafarbakka var í fréttum fyrr í þessari viku. Villingur er tólf vetra gamall og í miklu uppáhaldi hjá eiganda sínum. Hann leyfir börnum að sitja á baki sér eins og besti reiðhestur. Villingur er lánsamur hrútur. Ólíkt flestum einstaklingum af hans kyni endar hann nefnilega ekki í kælum matvöruverslana eða á matseðlum fínna veitingahúsa þetta haustið. Lambakjöt er af mörgum talið vera hinn eini sanni þjóðarréttur Íslendinga. Mér heyrist hins vegar á öllu að þessi blessaða sauðfjárrækt standi einhverra hluta vegna ekki undir sér. Þjóðarrétturinn kostar ríkissjóð milljarða á ári en við botnum ekkert í af hverju. Er það vegna þess að allt sem er hollt á að vera dýrt? Mikil kjötneysla tengist reyndar auknum líkum á krabbameini. Á vef landlæknis er mælt með að neysla á rauðu kjöti sé takmörkuð við 500 grömm á viku. Sérstaklega skal takmarka neyslu á unnum kjötvörum. Það er nú ekki hollara en það. Landsmenn ættu því í mesta lagi að borða tvær kjötmáltíðir á viku og smávegis af kjötáleggi. Samkvæmt landlækni. Þótt ótrúlegt megi virðast þekki ég fólk sem borðar ekki kjöt. Hef jafnvel heyrt af fólki sem aldrei hefur lagt það sér til munns. Samt er það hraust og langlíft, fær minna af hjarta- og æðasjúkdómum. Það væri kannski ráð að einhverjir bændur breyttu fjárhúsum sínum í gistiheimili fyrir ferðamenn. Slíkt þarf ekki að niðurgreiða úr ríkissjóði. Við hin gætum svo borðað meira af grænmeti. Jafnvel haft það innflutt, ódýrt og gott.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun