Dagný: Vonandi það sem koma skal í íslenskum kvennafótbolta Anton Ingi Leifsson skrifar 20. september 2016 19:34 Dagný í baráttunni. vísir/ernir Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður Íslands, sagði að það væru blendnar tilfinningar í leikslok, en Ísland tapaði 2-1 fyrir Skotlandi í kvöld. Liðið endaði þó efst í riðlinum og er á leið á EM í Hollandi næsta sumar. „Þetta er mjög skrýtin tilfinning. Þetta er svekkjandi í dag, en við verðum bara að fara í sturtu og skola þetta af okkur í sturtunni og halda áfram að fagna EM-sætinu,” sagði Dagný í leikslok. „Ég veit ekki hvað vantaði uppá. Við vorum skrefinu á eftir í fyrri hálfleik í bæði fyrsta og annan bolta og við áttum mjög erfitt með að spila á samherja.” „Við komum okkur ekkert inn í leikinn fyrr en síðustu tuttugu mínúturnar og það var of seint held ég,” en Ísland fékk á sig fyrsta markið í undankeppninni í leiknum í kvöld. Dagný gerði lítið úr því. „Það er alltaf svekkjandi að fá á sig mark, en við reyndum að stíga upp. Það tók of langan tíma að finna lausnir á þeirra pressu, en þetta var svekkjandi tap.” Fanndís Friðriksdóttir jafnaði fyrir Ísland undir lok fyrri hálfleiks, en liðið náði ekki að fylgja eftir fínni frammistöðu í upphafi síðari hálfleiks. „Við fáum vítið dálítið í andlitið og þetta var ódýrt víti, finnst okkur. Við sköpuðum okkur nokkur hálffæri og við hefðum þurft að gera betur í lokasendingunni og fyrir framan markið,” en saknaði liðið Hörpu Þorsteinsdóttur? „Harpa er auðvitað frábær leikmaður, en við erum með breiðan hóp og það kemur maður í manns stað. Við eigum að geta dílað við þetta án Hörpu.” Mætingin var frábær í kvöld og stemningin mjög góð. „Stemningin var frábær og við erum þakklát fyrir allt fólkið sem kom á völlinn og studdi okkur áfram. Vonandi er þetta það sem koma skal í íslenskum kvennafótbolta og þetta gefur okkur aukakraft, en það var leiðinlegt að geta ekki unnið fyrir framan fólkið,” sagði Dagný. Íslenski boltinn Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Sport Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður Íslands, sagði að það væru blendnar tilfinningar í leikslok, en Ísland tapaði 2-1 fyrir Skotlandi í kvöld. Liðið endaði þó efst í riðlinum og er á leið á EM í Hollandi næsta sumar. „Þetta er mjög skrýtin tilfinning. Þetta er svekkjandi í dag, en við verðum bara að fara í sturtu og skola þetta af okkur í sturtunni og halda áfram að fagna EM-sætinu,” sagði Dagný í leikslok. „Ég veit ekki hvað vantaði uppá. Við vorum skrefinu á eftir í fyrri hálfleik í bæði fyrsta og annan bolta og við áttum mjög erfitt með að spila á samherja.” „Við komum okkur ekkert inn í leikinn fyrr en síðustu tuttugu mínúturnar og það var of seint held ég,” en Ísland fékk á sig fyrsta markið í undankeppninni í leiknum í kvöld. Dagný gerði lítið úr því. „Það er alltaf svekkjandi að fá á sig mark, en við reyndum að stíga upp. Það tók of langan tíma að finna lausnir á þeirra pressu, en þetta var svekkjandi tap.” Fanndís Friðriksdóttir jafnaði fyrir Ísland undir lok fyrri hálfleiks, en liðið náði ekki að fylgja eftir fínni frammistöðu í upphafi síðari hálfleiks. „Við fáum vítið dálítið í andlitið og þetta var ódýrt víti, finnst okkur. Við sköpuðum okkur nokkur hálffæri og við hefðum þurft að gera betur í lokasendingunni og fyrir framan markið,” en saknaði liðið Hörpu Þorsteinsdóttur? „Harpa er auðvitað frábær leikmaður, en við erum með breiðan hóp og það kemur maður í manns stað. Við eigum að geta dílað við þetta án Hörpu.” Mætingin var frábær í kvöld og stemningin mjög góð. „Stemningin var frábær og við erum þakklát fyrir allt fólkið sem kom á völlinn og studdi okkur áfram. Vonandi er þetta það sem koma skal í íslenskum kvennafótbolta og þetta gefur okkur aukakraft, en það var leiðinlegt að geta ekki unnið fyrir framan fólkið,” sagði Dagný.
Íslenski boltinn Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Sport Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Sjá meira