700 hestafla Porsche Panamera E-Hybrid í París Finnur Thorlacius skrifar 20. september 2016 14:49 Porsche Panmera E-Hybrid. Porsche mun frumsýna kynslóð númer tvö af Panamera á bílasýningunni í París. Ein eftirtektarverðasta gerðin af þessum magnaða bíl sem afhjúpuð verður þar, er Panamera í Plug–In Hybrid útfærslu. Hann er með fjórhjóladrifi, 50 km drægi og sameinaða krafta upp á 700 hestöfl. Hybrid lausnin frá Porsche er rómuð fyrir að sameina afl og aksturseiginleika og hefur sannað yfirburði sína m.a. með sigrum 919 Hybrid bílanna í Le Mans þolaksturkeppninni árin 2015 og 2016. Í fréttatilkynningu segir að þegar Panamera kom fyrst fram á sínum tíma hafi framleiðandinn skilgreint hann sem nýja vídd í flokki lúxusbíla.“Menn höfðu ekki séð jafn magnaða sporteiginleika í svo stórum lúxusbíl áður,“ segir Thomas Már Gregers, sölustjóri Porsche á Íslandi. „Eitt af markmiðum Porsche að baki Panamera var að allir í bílnum, hvar sem þeir sitja, fái jafn stóran hlut í óviðjafnanlegri akstursánægju og ég leyfi mér að fullyrða að það hefur gengið eftir.“ segir Thomas. Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent
Porsche mun frumsýna kynslóð númer tvö af Panamera á bílasýningunni í París. Ein eftirtektarverðasta gerðin af þessum magnaða bíl sem afhjúpuð verður þar, er Panamera í Plug–In Hybrid útfærslu. Hann er með fjórhjóladrifi, 50 km drægi og sameinaða krafta upp á 700 hestöfl. Hybrid lausnin frá Porsche er rómuð fyrir að sameina afl og aksturseiginleika og hefur sannað yfirburði sína m.a. með sigrum 919 Hybrid bílanna í Le Mans þolaksturkeppninni árin 2015 og 2016. Í fréttatilkynningu segir að þegar Panamera kom fyrst fram á sínum tíma hafi framleiðandinn skilgreint hann sem nýja vídd í flokki lúxusbíla.“Menn höfðu ekki séð jafn magnaða sporteiginleika í svo stórum lúxusbíl áður,“ segir Thomas Már Gregers, sölustjóri Porsche á Íslandi. „Eitt af markmiðum Porsche að baki Panamera var að allir í bílnum, hvar sem þeir sitja, fái jafn stóran hlut í óviðjafnanlegri akstursánægju og ég leyfi mér að fullyrða að það hefur gengið eftir.“ segir Thomas.
Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent