Þunglyndur, latur pirraður, bjartsýnn Jónas Sen skrifar 20. september 2016 13:30 Frábært var að hlýða á leik systkinanna Christian og Tönju. Tónlist Sinfóníutónleikar Verk eftir: Brahms, Nielsen og Pál ísólfsson. Einleikarar: Christian og Tanja Tetzlaff. Stjórnandi: Osmo Vänskä. Eldborg í Hörpu Fimmtudaginn 15. september Páll Ísólfsson er frekar vanræktur í tónlistarlífinu nú til dags. Því hlýnaði manni um hjartarætur að hann ætti fyrsta verkið á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið. Það var svokölluð Lýrísk svíta sem samanstóð af fjórum köflum. Ég þekkti þrjá þeirra sem píanóverk, Intermezzo op. 5 nr. 1-3. Þeir eru með því besta sem Páll samdi. Laglínurnar eru unaður áheyrnar. Það er einhver stemning í þeim sem ómögulegt er að lýsa. Í sinfónískum búningi er Lýríska svítan nokkuð hátíðlegri, en fjörið er þó aldrei langt undan. Hljómsveitin lék hana af alúð undir kraftmikilli stjórn Osmo Vänskä. Laglínurnar voru útfærðar af smekkvísi og fallegri mýkt sem fór tónlistinni einkar vel. Næst á dagskrá var konsert fyrir fiðlu og selló eftir Brahms. Það er fremur þungmelt tónlist. Ólíkt hinni lagrænu svítu Páls er fátt um virkilega grípandi stef í tónsmíðinni. Það er helst lokaþátturinn sem maður getur flautað við uppvaskið ef þannig stendur á. Samt var gaman að hlusta á tónleikunum, og skrifast það að mestu á einleikarana, systkinin Christian og Tönju Tetzlaff. Þau eru heimsfræg og var auðheyrt af hverju. Fiðluleikurinn var í senn nákvæmur og tilfinningaþrunginn. Tæknileg atriði voru eins og best verður á kosið, en tæknin þvældist aldrei fyrir. Fiðlarinn gat gert allt sem hann vildi, enda voru ástríðurnar í tónlistinni óheftar og hamslausar. Sömu sögu er að segja um sellóleikarann. Hljómurinn í sellóinu var svo safaríkur að frábært var á að hlýða. Eftir hlé var á dagskránni hin svokallaða Skapgerðarsinfónía eftir Carl Nielsen. Kaflarnir eru fjórir og eru þeir innblásnir af eldgömlu sálfræðilíkani. Þar er manninum skipt í fjórar grunnskapgerðir; bjartsýnu týpuna, þá skapbráðu, þunglyndu eða afslöppuðu. Kaflar sinfóníunnar voru því ólíkir og skemmtilega mikil breidd var í tónmálinu. Vänskä naut þess greinilega að miðla hinum mismunandi persónueinkennum til áheyrenda. Tónlistin lék í höndunum á honum. Hljómsveitin spilaði af glæsibrag, túlkunin einkenndist af snerpu og hárfínum tímasetningum. Spilamennskan var auk þess sérlega samtaka og pottþétt. Strengirnir voru fallega djúsí, hornablásturinn ákaflega samhljómandi og glitrandi, tréblásararnir hver öðrum betri. Þannig mætti áfram telja. Enda æptu áheyrendur af hrifningu í lokin.Niðurstaða: Líflegir tónleikar með flottri tónlist og mögnuðum einleikurum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. september 2016. Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónlist Sinfóníutónleikar Verk eftir: Brahms, Nielsen og Pál ísólfsson. Einleikarar: Christian og Tanja Tetzlaff. Stjórnandi: Osmo Vänskä. Eldborg í Hörpu Fimmtudaginn 15. september Páll Ísólfsson er frekar vanræktur í tónlistarlífinu nú til dags. Því hlýnaði manni um hjartarætur að hann ætti fyrsta verkið á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið. Það var svokölluð Lýrísk svíta sem samanstóð af fjórum köflum. Ég þekkti þrjá þeirra sem píanóverk, Intermezzo op. 5 nr. 1-3. Þeir eru með því besta sem Páll samdi. Laglínurnar eru unaður áheyrnar. Það er einhver stemning í þeim sem ómögulegt er að lýsa. Í sinfónískum búningi er Lýríska svítan nokkuð hátíðlegri, en fjörið er þó aldrei langt undan. Hljómsveitin lék hana af alúð undir kraftmikilli stjórn Osmo Vänskä. Laglínurnar voru útfærðar af smekkvísi og fallegri mýkt sem fór tónlistinni einkar vel. Næst á dagskrá var konsert fyrir fiðlu og selló eftir Brahms. Það er fremur þungmelt tónlist. Ólíkt hinni lagrænu svítu Páls er fátt um virkilega grípandi stef í tónsmíðinni. Það er helst lokaþátturinn sem maður getur flautað við uppvaskið ef þannig stendur á. Samt var gaman að hlusta á tónleikunum, og skrifast það að mestu á einleikarana, systkinin Christian og Tönju Tetzlaff. Þau eru heimsfræg og var auðheyrt af hverju. Fiðluleikurinn var í senn nákvæmur og tilfinningaþrunginn. Tæknileg atriði voru eins og best verður á kosið, en tæknin þvældist aldrei fyrir. Fiðlarinn gat gert allt sem hann vildi, enda voru ástríðurnar í tónlistinni óheftar og hamslausar. Sömu sögu er að segja um sellóleikarann. Hljómurinn í sellóinu var svo safaríkur að frábært var á að hlýða. Eftir hlé var á dagskránni hin svokallaða Skapgerðarsinfónía eftir Carl Nielsen. Kaflarnir eru fjórir og eru þeir innblásnir af eldgömlu sálfræðilíkani. Þar er manninum skipt í fjórar grunnskapgerðir; bjartsýnu týpuna, þá skapbráðu, þunglyndu eða afslöppuðu. Kaflar sinfóníunnar voru því ólíkir og skemmtilega mikil breidd var í tónmálinu. Vänskä naut þess greinilega að miðla hinum mismunandi persónueinkennum til áheyrenda. Tónlistin lék í höndunum á honum. Hljómsveitin spilaði af glæsibrag, túlkunin einkenndist af snerpu og hárfínum tímasetningum. Spilamennskan var auk þess sérlega samtaka og pottþétt. Strengirnir voru fallega djúsí, hornablásturinn ákaflega samhljómandi og glitrandi, tréblásararnir hver öðrum betri. Þannig mætti áfram telja. Enda æptu áheyrendur af hrifningu í lokin.Niðurstaða: Líflegir tónleikar með flottri tónlist og mögnuðum einleikurum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. september 2016.
Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira