Venjan er að börn leiði leikmenn inn á völlinn fyrir fótboltaleiki en AIK lét þess í stað elstu félagsmennina fylgja leikmönnunum inn á völlinn.
Fremstur í flokki fór hinn 86 ára gamli Lennart Johansson, fyrrum forseti UEFA.
Landsliðsmaðurinn Haukur Heiðar leikur með AIK en hann var ekki í byrjunarliðinu um helgina. AIK vann leikinn gegn Gefle með einu marki gegn engu.