Finnar í viðræðum við eina aðra þjóð: „Fundurinn með Íslandi mjög áhugaverður“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. september 2016 09:00 Strákarnir okkar vilja spila í Helsinki. vísir/bára dröfn Finnska körfuboltasambandið er í viðræðum við eina aðra þjóð fyrir utan Ísland er varðar samstarf við Finnana á EM 2017 í körfubolta, en einn riðilinn verður spilaður í Helsinki. Mótið hefst 30. ágúst á næsta ári og verður Ísland þar á meðal þátttökuþjóða annað Evrópumótið í röð. Eins og Vísir hefur greint frá vill Körfuknattleikssamband Íslands að strákarnir okkar spili í Helsinki því það telur sig geta komið með 2.000-3.000 stuðningsmenn til Finnlands. Ekki síst vegna þess að 2. september, sama dag og Ísland spilar annan leik sinn í riðlinum, á íslenska karlalandsliðið í fótboltaleik gegn Finnum í undankeppni HM 2018 í Tampere sem er í tveggja klukkustunda fjarlægð frá Helsinki.KKÍ telur sig geta komið með 2-3 þúsund stuðningsmenn til Helsinki.vísir/bára dröfnLítur vel út Forsvarsmenn KKÍ funduðu með finnska körfuboltasambandinu á mánudaginn en eftir fundinn sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, við vísi að hann væri jákvæður fyrir góðri niðurstöðu og að hann telur Ísland vera kost númer eitt hjá Finnunum. „Ég má ekki segja of mikið en við erum í viðræðum og þetta lítur vel út. Við erum ekkert búnir að ákveða. Það eru aðrir kostir í stöðunni en fundurinn gekk mjög vel og var mjög áhugaverður,“ segir Ari Tammivaara, viðburðastjóri finnska körfuboltasambandsins, í samtali við Vísi í morgun. Hann er einn af þeim sem tekur endanlega ákvörðun en hún þarf að liggja fyrir 21. október. Tammivaara staðfestir við Vísi að Finnar eru aðeins í viðræðum við eina þjóð fyrir utan Ísland og eru möguleikar KKÍ því ágætir á að komast í samstarf við Finnana. Það getur skipt íslenska liðið miklu máli, ekki bara upp á stuðning heldur getur samstarfsaðili gestgjafa haft áhrif á ýmsa hluti er varðar skipulagningu mótsins.Finnar eru í viðræðum við eina aðra þjóð.vísir/bára dröfnKörfuboltafagnaður Tammivaara er sjálfur mjög hrifinn af því að fá Ísland til liðs við Finnland í Helsinki. Hugmynd KKÍ um svokallað „Fan Zone“ sem íslenska sambandinu fannst vanta í Berlín fyrir ári síðan er eitthvað sem honum líst vel á. „Ísland er með lista af hugmyndum sem eru margar góðar. Þeir vilja til dæmis byggja upp svona Fan Zone eins og við gerðum með Frökkunum í Lille í fyrra,“ segir Tammivaara. „Það væri alveg frábært því ég tel að finnskir og íslenskir stuðningsmenn gætu verið alveg frábærir saman og virkilega notið körfuboltahátíðarinnar, en ekki bara farið að sjá sín lið.“ „Hvorki Finnar né Íslendingar eru þekktir sem einhverjar bullur. Þetta yrði bara fallegur körfuboltafagnaður og því áhugaverður vinkill hjá íslenska sambandinu. Við viljum meira en bara samstarf, við viljum geta glaðst saman með þeim sem við verðum í samstarfi við,“ segir Ari Tammivaara. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Ísland í neðsta styrkleikaflokki Ísland verður í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM 2017 í körfubolta 22. nóvember næstkomandi. 22. september 2016 14:06 Ísland kemur til greina sem félagi Finnlands á EM og spilar þá í Helsinki KKÍ fundar með finnska körfuboltasambandinu í næstu viku en mikilvægt er fyrir íslenska sambandið að ná samningum. 20. september 2016 14:02 Fundurinn í Finnlandi: Eina vandamálið er að fótboltinn og karfan spila sama dag Formaður Körfuknattleikssambands Íslands er bjartsýnn eftir fund með finnska sambandinu í Helsinki í dag. 27. september 2016 12:30 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
Finnska körfuboltasambandið er í viðræðum við eina aðra þjóð fyrir utan Ísland er varðar samstarf við Finnana á EM 2017 í körfubolta, en einn riðilinn verður spilaður í Helsinki. Mótið hefst 30. ágúst á næsta ári og verður Ísland þar á meðal þátttökuþjóða annað Evrópumótið í röð. Eins og Vísir hefur greint frá vill Körfuknattleikssamband Íslands að strákarnir okkar spili í Helsinki því það telur sig geta komið með 2.000-3.000 stuðningsmenn til Finnlands. Ekki síst vegna þess að 2. september, sama dag og Ísland spilar annan leik sinn í riðlinum, á íslenska karlalandsliðið í fótboltaleik gegn Finnum í undankeppni HM 2018 í Tampere sem er í tveggja klukkustunda fjarlægð frá Helsinki.KKÍ telur sig geta komið með 2-3 þúsund stuðningsmenn til Helsinki.vísir/bára dröfnLítur vel út Forsvarsmenn KKÍ funduðu með finnska körfuboltasambandinu á mánudaginn en eftir fundinn sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, við vísi að hann væri jákvæður fyrir góðri niðurstöðu og að hann telur Ísland vera kost númer eitt hjá Finnunum. „Ég má ekki segja of mikið en við erum í viðræðum og þetta lítur vel út. Við erum ekkert búnir að ákveða. Það eru aðrir kostir í stöðunni en fundurinn gekk mjög vel og var mjög áhugaverður,“ segir Ari Tammivaara, viðburðastjóri finnska körfuboltasambandsins, í samtali við Vísi í morgun. Hann er einn af þeim sem tekur endanlega ákvörðun en hún þarf að liggja fyrir 21. október. Tammivaara staðfestir við Vísi að Finnar eru aðeins í viðræðum við eina þjóð fyrir utan Ísland og eru möguleikar KKÍ því ágætir á að komast í samstarf við Finnana. Það getur skipt íslenska liðið miklu máli, ekki bara upp á stuðning heldur getur samstarfsaðili gestgjafa haft áhrif á ýmsa hluti er varðar skipulagningu mótsins.Finnar eru í viðræðum við eina aðra þjóð.vísir/bára dröfnKörfuboltafagnaður Tammivaara er sjálfur mjög hrifinn af því að fá Ísland til liðs við Finnland í Helsinki. Hugmynd KKÍ um svokallað „Fan Zone“ sem íslenska sambandinu fannst vanta í Berlín fyrir ári síðan er eitthvað sem honum líst vel á. „Ísland er með lista af hugmyndum sem eru margar góðar. Þeir vilja til dæmis byggja upp svona Fan Zone eins og við gerðum með Frökkunum í Lille í fyrra,“ segir Tammivaara. „Það væri alveg frábært því ég tel að finnskir og íslenskir stuðningsmenn gætu verið alveg frábærir saman og virkilega notið körfuboltahátíðarinnar, en ekki bara farið að sjá sín lið.“ „Hvorki Finnar né Íslendingar eru þekktir sem einhverjar bullur. Þetta yrði bara fallegur körfuboltafagnaður og því áhugaverður vinkill hjá íslenska sambandinu. Við viljum meira en bara samstarf, við viljum geta glaðst saman með þeim sem við verðum í samstarfi við,“ segir Ari Tammivaara.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Ísland í neðsta styrkleikaflokki Ísland verður í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM 2017 í körfubolta 22. nóvember næstkomandi. 22. september 2016 14:06 Ísland kemur til greina sem félagi Finnlands á EM og spilar þá í Helsinki KKÍ fundar með finnska körfuboltasambandinu í næstu viku en mikilvægt er fyrir íslenska sambandið að ná samningum. 20. september 2016 14:02 Fundurinn í Finnlandi: Eina vandamálið er að fótboltinn og karfan spila sama dag Formaður Körfuknattleikssambands Íslands er bjartsýnn eftir fund með finnska sambandinu í Helsinki í dag. 27. september 2016 12:30 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
Ísland í neðsta styrkleikaflokki Ísland verður í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM 2017 í körfubolta 22. nóvember næstkomandi. 22. september 2016 14:06
Ísland kemur til greina sem félagi Finnlands á EM og spilar þá í Helsinki KKÍ fundar með finnska körfuboltasambandinu í næstu viku en mikilvægt er fyrir íslenska sambandið að ná samningum. 20. september 2016 14:02
Fundurinn í Finnlandi: Eina vandamálið er að fótboltinn og karfan spila sama dag Formaður Körfuknattleikssambands Íslands er bjartsýnn eftir fund með finnska sambandinu í Helsinki í dag. 27. september 2016 12:30