FH-banarnir nálgast milljarð króna í verðlaunafé fyrir Evrópuævintýrið Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. september 2016 09:45 Leikmenn og þjálfari Dundalk fagna eftir sigurinn í gærkvöldi. vísir/afp Írska liðið Dundalk, sem lagði FH í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar fyrr í sumar, gerði sér lítið fyrir og vann Viðar Örn Kjartansson og félaga í Maccabi Tel Aviv, 1-0, í annarri umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í gærkvöldi. Ævintýri Dundalk ætlar engan endi að taka en írskum fjölmiðlum fannst nógu merkilegt að liðið hefði unnið Íslandsmeistara FH í forkeppninni og gerðu mikið úr því eins og Vísir fjallaði um í sumar. Eftir sigurinn á FH vann Dundalk Íslandsvinina í BATE Borisov og komst þannig í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar gegn Legía Varsjá. Sama hvað gerðist þar var liðið öruggt með sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar þangað sem Dundalk fór eftir tap gegn pólska liðinu.Írarnir fagna sigurmarkinu.vísir/afpGullpottur Dundalk er búið að græða á tá og fingri og má hæglega fullyrða að liðið er orðið það langríkasta á Írlandi. Það nálgast nú einn milljarð króna í tekjur vegna árangurs í forkeppni Meistaradeildarinnar og riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Dundalk fékk 300.000 Evrur eða 39 milljónir króna á núvirði fyrir sigurinn á FH og 51 milljón króna fyrir að leggja BATE. Þá var írska liðið komið í gullpottinn því þó það tapaði fyrir Legía Varsjá fá liðin sem tapa í umspili Meistaradeildarinnar þrjár milljónir evra eða 385 milljónir króna. Írska félagið fékk svo aðrar 2.400.000 milljónir evra fyrir að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar eða 308 milljónir króna. Fyrir það eitt að komast þessa leið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar fékk Dundalk 783 milljónir króna.Formaður Dundalk tók leikinn í stúkunni í Krikanum með sínu fólki og fagnaði vel.vísir/eyþór844 milljónir og telurDundalk náði í stig á útivelli gegn AZ Alkmaar í fyrsta leik liðsins í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en það var fyrsta stigið sem írskt lið fær í riðlakeppninni í sögunni. Stig í riðlakeppni Evrópudeildarinnar gefur 120.000 evrur eða fimmtán milljónir króna. Í gær hafði liðið svo betur gegn Maccabi Tel Avic og fékk fyrir það 360.000 evrur eða 46 milljónir króna. Leikurinn gat ekki einu sinni farið fram á heimavelli Dundalk því hann stenst ekki kröfur UEFA. Liðið hefur spilað á Tallaght-leikvanginum í Dyflinni. Í heildina er Dundalk búið að fá 844 milljónir í verðlaunafé og getur liðið haldið áfram að safna í kassann. Fjórir leikir eru eftir í riðlinum en fyrir sigur í sínum riðli fær Dundalk 64 milljónir króna og 32 milljónir fást fyrir annað sætið. Aðrar 64 milljónir fást fyrir að komast í 32 liða úrslitin. KR var eina liðið sem vann Evrópueinvígi í sumar en FH, Valur og Breiðablik féllu á fyrstu hindrun. Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Tengdar fréttir Stjóri Dundalk kom stuðningsmönnum FH-bananna til bjargar FH-banarnir í Dundalk þreyta frumraun sína í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á morgun þegar þeir mæta hollenska liðinu AZ Alkmaar á útivelli. 14. september 2016 23:30 Dundalk náði jafntefli og Inter tapaði | Úrslit kvöldsins FH-banarnir í Dundalk halda áfram að gera það gott í Evrópukeppni. 15. september 2016 21:15 Ævintýri FH-banana heldur áfram Dundalk frá Írlandi gerði sér lítið fyrir og vann Viðar Örn Kjartansson og félaga á heimavelli. 29. september 2016 21:00 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
Írska liðið Dundalk, sem lagði FH í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar fyrr í sumar, gerði sér lítið fyrir og vann Viðar Örn Kjartansson og félaga í Maccabi Tel Aviv, 1-0, í annarri umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í gærkvöldi. Ævintýri Dundalk ætlar engan endi að taka en írskum fjölmiðlum fannst nógu merkilegt að liðið hefði unnið Íslandsmeistara FH í forkeppninni og gerðu mikið úr því eins og Vísir fjallaði um í sumar. Eftir sigurinn á FH vann Dundalk Íslandsvinina í BATE Borisov og komst þannig í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar gegn Legía Varsjá. Sama hvað gerðist þar var liðið öruggt með sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar þangað sem Dundalk fór eftir tap gegn pólska liðinu.Írarnir fagna sigurmarkinu.vísir/afpGullpottur Dundalk er búið að græða á tá og fingri og má hæglega fullyrða að liðið er orðið það langríkasta á Írlandi. Það nálgast nú einn milljarð króna í tekjur vegna árangurs í forkeppni Meistaradeildarinnar og riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Dundalk fékk 300.000 Evrur eða 39 milljónir króna á núvirði fyrir sigurinn á FH og 51 milljón króna fyrir að leggja BATE. Þá var írska liðið komið í gullpottinn því þó það tapaði fyrir Legía Varsjá fá liðin sem tapa í umspili Meistaradeildarinnar þrjár milljónir evra eða 385 milljónir króna. Írska félagið fékk svo aðrar 2.400.000 milljónir evra fyrir að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar eða 308 milljónir króna. Fyrir það eitt að komast þessa leið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar fékk Dundalk 783 milljónir króna.Formaður Dundalk tók leikinn í stúkunni í Krikanum með sínu fólki og fagnaði vel.vísir/eyþór844 milljónir og telurDundalk náði í stig á útivelli gegn AZ Alkmaar í fyrsta leik liðsins í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en það var fyrsta stigið sem írskt lið fær í riðlakeppninni í sögunni. Stig í riðlakeppni Evrópudeildarinnar gefur 120.000 evrur eða fimmtán milljónir króna. Í gær hafði liðið svo betur gegn Maccabi Tel Avic og fékk fyrir það 360.000 evrur eða 46 milljónir króna. Leikurinn gat ekki einu sinni farið fram á heimavelli Dundalk því hann stenst ekki kröfur UEFA. Liðið hefur spilað á Tallaght-leikvanginum í Dyflinni. Í heildina er Dundalk búið að fá 844 milljónir í verðlaunafé og getur liðið haldið áfram að safna í kassann. Fjórir leikir eru eftir í riðlinum en fyrir sigur í sínum riðli fær Dundalk 64 milljónir króna og 32 milljónir fást fyrir annað sætið. Aðrar 64 milljónir fást fyrir að komast í 32 liða úrslitin. KR var eina liðið sem vann Evrópueinvígi í sumar en FH, Valur og Breiðablik féllu á fyrstu hindrun.
Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Tengdar fréttir Stjóri Dundalk kom stuðningsmönnum FH-bananna til bjargar FH-banarnir í Dundalk þreyta frumraun sína í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á morgun þegar þeir mæta hollenska liðinu AZ Alkmaar á útivelli. 14. september 2016 23:30 Dundalk náði jafntefli og Inter tapaði | Úrslit kvöldsins FH-banarnir í Dundalk halda áfram að gera það gott í Evrópukeppni. 15. september 2016 21:15 Ævintýri FH-banana heldur áfram Dundalk frá Írlandi gerði sér lítið fyrir og vann Viðar Örn Kjartansson og félaga á heimavelli. 29. september 2016 21:00 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
Stjóri Dundalk kom stuðningsmönnum FH-bananna til bjargar FH-banarnir í Dundalk þreyta frumraun sína í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á morgun þegar þeir mæta hollenska liðinu AZ Alkmaar á útivelli. 14. september 2016 23:30
Dundalk náði jafntefli og Inter tapaði | Úrslit kvöldsins FH-banarnir í Dundalk halda áfram að gera það gott í Evrópukeppni. 15. september 2016 21:15
Ævintýri FH-banana heldur áfram Dundalk frá Írlandi gerði sér lítið fyrir og vann Viðar Örn Kjartansson og félaga á heimavelli. 29. september 2016 21:00