Gylfi: Vorum frábærir í fyrri hálfleik Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 9. október 2016 21:06 Gylfi Þór Sigurðsson átti frábæran leik. vísir/ernir Gylfi Þór Sigurðsson átti að vanda góðan leik á miðjunni fyrir Ísland í kvöld gegn Tyrklandi en nú með nýjan samherja á miðri miðjunni. Aron Einar Gunnarsson fyrirliði var í leikbanni og því lék Birkir Bjarnason með Gylfa á miðri miðjunni og gekk samvinna þeirra mjög vel. „Það var mjög fínt að spila með Birki,“ sagði Gylfi rétt að leiknum loknum. „Við Aron þekkjum hvorn annan gríðarlega vel. Ég reikna með að Aron komi aftur inn í næsta leik og við förum að spila aftur saman en það sýnir breiddina í hópnum að þegar við missum tvo, þrjá leikmenn að þá koma nýir leikmenn inn og þeir standa sig mjög vel.“ Í fyrsta sinn frá því að uppgangur landsliðsins hófst hefur liðið átt í meiðsla vandræðum en þeir leikmenn sem komu inn sýndu að þó nokkur breidd er í íslenska liðinu. „Það er erfitt fyrir þjálfarann að breyta þegar gengur vel og við höfum verið með mjög góða blöndu síðustu ár. Það hafa kannski ekki verið tækifæri til að breyta því við höfum verið að spila vel, bæta okkur og vinna leiki. „Það hefur verið erfitt fyrir strákana á bekknum að bíða en þeir hafa verið mjög þolinmóðir og þegar þeir fá sénsinn í dag eru þeir meira en nógu góðir til að byrja þessa leiki,“ sagði Gylfi. Gylfi var að vonum ánægðu með sigurinn og ekki síst spilamennskuna en Ísland yfirspilaði Tyrkland á löngum köflum í leiknum. „Frábær sigur. Við vorum mikið betri en á móti Finnum, það er á hreinu. „Við vorum frábærir í fyrri hálfleik. Mér fannst við vinna alla bolta, bæði fyrstu boltana og seinni boltana. Við hefðum getað skorað fleiri mörk í fyrri hálfleik en tvö eru nóg og að halda hreinu er frábært,“ sagði Gylfi sem vildi ekki gera lítið úr fyrri leikjum Íslands í keppninni þó þessi hafi verið sá besti til þessa. „Við spiluðum vel í fyrri hálfleik í Úkraínu og sköpuðum fullt af færum en náðum ekki að nýta þau. Það var kannski smá einbeitingarleysi í þeim leik, að klára ekki þann leik. „Við gerðum það sem við þurftum á móti Finnum og vorum frábærir í kvöld. Vonandi heldur það áfram,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson átti að vanda góðan leik á miðjunni fyrir Ísland í kvöld gegn Tyrklandi en nú með nýjan samherja á miðri miðjunni. Aron Einar Gunnarsson fyrirliði var í leikbanni og því lék Birkir Bjarnason með Gylfa á miðri miðjunni og gekk samvinna þeirra mjög vel. „Það var mjög fínt að spila með Birki,“ sagði Gylfi rétt að leiknum loknum. „Við Aron þekkjum hvorn annan gríðarlega vel. Ég reikna með að Aron komi aftur inn í næsta leik og við förum að spila aftur saman en það sýnir breiddina í hópnum að þegar við missum tvo, þrjá leikmenn að þá koma nýir leikmenn inn og þeir standa sig mjög vel.“ Í fyrsta sinn frá því að uppgangur landsliðsins hófst hefur liðið átt í meiðsla vandræðum en þeir leikmenn sem komu inn sýndu að þó nokkur breidd er í íslenska liðinu. „Það er erfitt fyrir þjálfarann að breyta þegar gengur vel og við höfum verið með mjög góða blöndu síðustu ár. Það hafa kannski ekki verið tækifæri til að breyta því við höfum verið að spila vel, bæta okkur og vinna leiki. „Það hefur verið erfitt fyrir strákana á bekknum að bíða en þeir hafa verið mjög þolinmóðir og þegar þeir fá sénsinn í dag eru þeir meira en nógu góðir til að byrja þessa leiki,“ sagði Gylfi. Gylfi var að vonum ánægðu með sigurinn og ekki síst spilamennskuna en Ísland yfirspilaði Tyrkland á löngum köflum í leiknum. „Frábær sigur. Við vorum mikið betri en á móti Finnum, það er á hreinu. „Við vorum frábærir í fyrri hálfleik. Mér fannst við vinna alla bolta, bæði fyrstu boltana og seinni boltana. Við hefðum getað skorað fleiri mörk í fyrri hálfleik en tvö eru nóg og að halda hreinu er frábært,“ sagði Gylfi sem vildi ekki gera lítið úr fyrri leikjum Íslands í keppninni þó þessi hafi verið sá besti til þessa. „Við spiluðum vel í fyrri hálfleik í Úkraínu og sköpuðum fullt af færum en náðum ekki að nýta þau. Það var kannski smá einbeitingarleysi í þeim leik, að klára ekki þann leik. „Við gerðum það sem við þurftum á móti Finnum og vorum frábærir í kvöld. Vonandi heldur það áfram,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Sjá meira