Umfjöllun og myndir: Ísland - Tyrkland 2-0 | Strákarnir hver öðrum betri í sannfærandi sigri Smári Jökull Jónsson á Laugardalsvelli skrifar 9. október 2016 20:30 Íslensku strákarnir fagna marki Theodórs Elmars. vísir/ernir Karlalandslið Íslands vann frábæran sigur á Tyrkjum í undankeppni heimsmeistaramótsins á Laugardalsvellinum í kvöld. Lokatölur urðu 2-0 og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik. Frammistaða Íslands í kvöld var frábær og sigurinn fyllilega sanngjarn. Íslenska liðið kom mikið grimmara til leiks undan vindinum og baráttan var til fyrirmyndar með fyrirliðann Gylfa Sigurðsson úti um allan völl, drífandi sína menn áfram. Tyrkir virtust ekki kunna við íslenska haustveðrið því þeir komust varla í sókn og voru undir í flestum návígjum. Fyrsta alvöru færið kom á 12.mínútu þegar Alfreð Finnbogason var allt í einu einn á auðum sjó við vítateiginn. Alfreð var hins vegar allt of lengi að athafna sig, reyndi að leika á varnarmann Tyrkja og færið rann út í sandinn.vísir/vilhelmKærkomið sjálfsmark Jóhann Berg Guðmundsson var frábær á hægri kantinum í fyrri hálfleik og hann sýndi hvað eftir annað frábær tilþrif. Sá eini af Tyrkjunum sem sýndi eitthvað sóknarlega var Emre Mor, „Litli Messi“, en augljóst er að hann býr yfir miklum hæfileikum. Hann komst hins vegar lítið áleiðis gegn íslensku vörninni. Á 42. mínútu kom fyrsta markið. Gylfi og Jóhann Berg spiluðu frábærlega saman á hægri kantinum og Jóhann kom boltanum til Theódórs Elmars Bjarnasonar fyrir utan teiginn. Theódór Elmar átti skot sem fór í varnarmann Tyrkja, breytti um stefnu og endaði í netinu. Sjálfsmark og Ísland komið yfir. Tveimur mínútum síðar dró svo aftur til tíðinda. Miðvörðurinn Kári Árnason átti skalla úr vörninni yfir alla leikmenn Tyrkja og skyndilega var Alfreð kominn einn í gegn. Í þetta sinn var hann ekkert að hika og kláraði færið frábærlega, tók boltann á lofti og Babacan í marki Tyrklands átti ekki möguleika.Gríðarleg vinnusemi um allan völl Seinni hálfleikur hófst á svipaðan hátt og sá fyrri. Íslendingar voru mikið grimmari og maður sá langar leiðir hversu mikið íslensku leikmennina langaði að vinna tyrkneska liðið Tyrkir voru búnir að gera allar þrjár skiptingar sínar eftir 67 mínútur en það breytti engu. Vinnusemin í íslenska liðinu var frábær og tyrknesku leikmennirnir fengu engan frið til að skapa sér færi þegar þeir voru með boltann. Síðustu mínútur leiksins voru fremur tíðindalitlar og 2-0 sigur Íslands staðreynd sem þar með eru komnir með 7 stig í riðlinum og eru jafnir Króötum að stigum í tveimur efstu sætum riðilsins. Króatar þó með betri markatölu. Úkraínumenn hafa fimm stig eftir sigur á Kósóvó í dag en Tyrkir eru með 2 stig í fjórða sætinu.vísir/andri marinóTheodór Elmar fagnar fyrsta markinu.vísir/andri marinóvísir/anton brinkÞað var mikil stemmning á Laugardalsvellinum í kvöld.vísir/andri marinó HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Karlalandslið Íslands vann frábæran sigur á Tyrkjum í undankeppni heimsmeistaramótsins á Laugardalsvellinum í kvöld. Lokatölur urðu 2-0 og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik. Frammistaða Íslands í kvöld var frábær og sigurinn fyllilega sanngjarn. Íslenska liðið kom mikið grimmara til leiks undan vindinum og baráttan var til fyrirmyndar með fyrirliðann Gylfa Sigurðsson úti um allan völl, drífandi sína menn áfram. Tyrkir virtust ekki kunna við íslenska haustveðrið því þeir komust varla í sókn og voru undir í flestum návígjum. Fyrsta alvöru færið kom á 12.mínútu þegar Alfreð Finnbogason var allt í einu einn á auðum sjó við vítateiginn. Alfreð var hins vegar allt of lengi að athafna sig, reyndi að leika á varnarmann Tyrkja og færið rann út í sandinn.vísir/vilhelmKærkomið sjálfsmark Jóhann Berg Guðmundsson var frábær á hægri kantinum í fyrri hálfleik og hann sýndi hvað eftir annað frábær tilþrif. Sá eini af Tyrkjunum sem sýndi eitthvað sóknarlega var Emre Mor, „Litli Messi“, en augljóst er að hann býr yfir miklum hæfileikum. Hann komst hins vegar lítið áleiðis gegn íslensku vörninni. Á 42. mínútu kom fyrsta markið. Gylfi og Jóhann Berg spiluðu frábærlega saman á hægri kantinum og Jóhann kom boltanum til Theódórs Elmars Bjarnasonar fyrir utan teiginn. Theódór Elmar átti skot sem fór í varnarmann Tyrkja, breytti um stefnu og endaði í netinu. Sjálfsmark og Ísland komið yfir. Tveimur mínútum síðar dró svo aftur til tíðinda. Miðvörðurinn Kári Árnason átti skalla úr vörninni yfir alla leikmenn Tyrkja og skyndilega var Alfreð kominn einn í gegn. Í þetta sinn var hann ekkert að hika og kláraði færið frábærlega, tók boltann á lofti og Babacan í marki Tyrklands átti ekki möguleika.Gríðarleg vinnusemi um allan völl Seinni hálfleikur hófst á svipaðan hátt og sá fyrri. Íslendingar voru mikið grimmari og maður sá langar leiðir hversu mikið íslensku leikmennina langaði að vinna tyrkneska liðið Tyrkir voru búnir að gera allar þrjár skiptingar sínar eftir 67 mínútur en það breytti engu. Vinnusemin í íslenska liðinu var frábær og tyrknesku leikmennirnir fengu engan frið til að skapa sér færi þegar þeir voru með boltann. Síðustu mínútur leiksins voru fremur tíðindalitlar og 2-0 sigur Íslands staðreynd sem þar með eru komnir með 7 stig í riðlinum og eru jafnir Króötum að stigum í tveimur efstu sætum riðilsins. Króatar þó með betri markatölu. Úkraínumenn hafa fimm stig eftir sigur á Kósóvó í dag en Tyrkir eru með 2 stig í fjórða sætinu.vísir/andri marinóTheodór Elmar fagnar fyrsta markinu.vísir/andri marinóvísir/anton brinkÞað var mikil stemmning á Laugardalsvellinum í kvöld.vísir/andri marinó
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti