Umfjöllun og myndir: Ísland - Tyrkland 2-0 | Strákarnir hver öðrum betri í sannfærandi sigri Smári Jökull Jónsson á Laugardalsvelli skrifar 9. október 2016 20:30 Íslensku strákarnir fagna marki Theodórs Elmars. vísir/ernir Karlalandslið Íslands vann frábæran sigur á Tyrkjum í undankeppni heimsmeistaramótsins á Laugardalsvellinum í kvöld. Lokatölur urðu 2-0 og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik. Frammistaða Íslands í kvöld var frábær og sigurinn fyllilega sanngjarn. Íslenska liðið kom mikið grimmara til leiks undan vindinum og baráttan var til fyrirmyndar með fyrirliðann Gylfa Sigurðsson úti um allan völl, drífandi sína menn áfram. Tyrkir virtust ekki kunna við íslenska haustveðrið því þeir komust varla í sókn og voru undir í flestum návígjum. Fyrsta alvöru færið kom á 12.mínútu þegar Alfreð Finnbogason var allt í einu einn á auðum sjó við vítateiginn. Alfreð var hins vegar allt of lengi að athafna sig, reyndi að leika á varnarmann Tyrkja og færið rann út í sandinn.vísir/vilhelmKærkomið sjálfsmark Jóhann Berg Guðmundsson var frábær á hægri kantinum í fyrri hálfleik og hann sýndi hvað eftir annað frábær tilþrif. Sá eini af Tyrkjunum sem sýndi eitthvað sóknarlega var Emre Mor, „Litli Messi“, en augljóst er að hann býr yfir miklum hæfileikum. Hann komst hins vegar lítið áleiðis gegn íslensku vörninni. Á 42. mínútu kom fyrsta markið. Gylfi og Jóhann Berg spiluðu frábærlega saman á hægri kantinum og Jóhann kom boltanum til Theódórs Elmars Bjarnasonar fyrir utan teiginn. Theódór Elmar átti skot sem fór í varnarmann Tyrkja, breytti um stefnu og endaði í netinu. Sjálfsmark og Ísland komið yfir. Tveimur mínútum síðar dró svo aftur til tíðinda. Miðvörðurinn Kári Árnason átti skalla úr vörninni yfir alla leikmenn Tyrkja og skyndilega var Alfreð kominn einn í gegn. Í þetta sinn var hann ekkert að hika og kláraði færið frábærlega, tók boltann á lofti og Babacan í marki Tyrklands átti ekki möguleika.Gríðarleg vinnusemi um allan völl Seinni hálfleikur hófst á svipaðan hátt og sá fyrri. Íslendingar voru mikið grimmari og maður sá langar leiðir hversu mikið íslensku leikmennina langaði að vinna tyrkneska liðið Tyrkir voru búnir að gera allar þrjár skiptingar sínar eftir 67 mínútur en það breytti engu. Vinnusemin í íslenska liðinu var frábær og tyrknesku leikmennirnir fengu engan frið til að skapa sér færi þegar þeir voru með boltann. Síðustu mínútur leiksins voru fremur tíðindalitlar og 2-0 sigur Íslands staðreynd sem þar með eru komnir með 7 stig í riðlinum og eru jafnir Króötum að stigum í tveimur efstu sætum riðilsins. Króatar þó með betri markatölu. Úkraínumenn hafa fimm stig eftir sigur á Kósóvó í dag en Tyrkir eru með 2 stig í fjórða sætinu.vísir/andri marinóTheodór Elmar fagnar fyrsta markinu.vísir/andri marinóvísir/anton brinkÞað var mikil stemmning á Laugardalsvellinum í kvöld.vísir/andri marinó HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti Fleiri fréttir „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Sjá meira
Karlalandslið Íslands vann frábæran sigur á Tyrkjum í undankeppni heimsmeistaramótsins á Laugardalsvellinum í kvöld. Lokatölur urðu 2-0 og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik. Frammistaða Íslands í kvöld var frábær og sigurinn fyllilega sanngjarn. Íslenska liðið kom mikið grimmara til leiks undan vindinum og baráttan var til fyrirmyndar með fyrirliðann Gylfa Sigurðsson úti um allan völl, drífandi sína menn áfram. Tyrkir virtust ekki kunna við íslenska haustveðrið því þeir komust varla í sókn og voru undir í flestum návígjum. Fyrsta alvöru færið kom á 12.mínútu þegar Alfreð Finnbogason var allt í einu einn á auðum sjó við vítateiginn. Alfreð var hins vegar allt of lengi að athafna sig, reyndi að leika á varnarmann Tyrkja og færið rann út í sandinn.vísir/vilhelmKærkomið sjálfsmark Jóhann Berg Guðmundsson var frábær á hægri kantinum í fyrri hálfleik og hann sýndi hvað eftir annað frábær tilþrif. Sá eini af Tyrkjunum sem sýndi eitthvað sóknarlega var Emre Mor, „Litli Messi“, en augljóst er að hann býr yfir miklum hæfileikum. Hann komst hins vegar lítið áleiðis gegn íslensku vörninni. Á 42. mínútu kom fyrsta markið. Gylfi og Jóhann Berg spiluðu frábærlega saman á hægri kantinum og Jóhann kom boltanum til Theódórs Elmars Bjarnasonar fyrir utan teiginn. Theódór Elmar átti skot sem fór í varnarmann Tyrkja, breytti um stefnu og endaði í netinu. Sjálfsmark og Ísland komið yfir. Tveimur mínútum síðar dró svo aftur til tíðinda. Miðvörðurinn Kári Árnason átti skalla úr vörninni yfir alla leikmenn Tyrkja og skyndilega var Alfreð kominn einn í gegn. Í þetta sinn var hann ekkert að hika og kláraði færið frábærlega, tók boltann á lofti og Babacan í marki Tyrklands átti ekki möguleika.Gríðarleg vinnusemi um allan völl Seinni hálfleikur hófst á svipaðan hátt og sá fyrri. Íslendingar voru mikið grimmari og maður sá langar leiðir hversu mikið íslensku leikmennina langaði að vinna tyrkneska liðið Tyrkir voru búnir að gera allar þrjár skiptingar sínar eftir 67 mínútur en það breytti engu. Vinnusemin í íslenska liðinu var frábær og tyrknesku leikmennirnir fengu engan frið til að skapa sér færi þegar þeir voru með boltann. Síðustu mínútur leiksins voru fremur tíðindalitlar og 2-0 sigur Íslands staðreynd sem þar með eru komnir með 7 stig í riðlinum og eru jafnir Króötum að stigum í tveimur efstu sætum riðilsins. Króatar þó með betri markatölu. Úkraínumenn hafa fimm stig eftir sigur á Kósóvó í dag en Tyrkir eru með 2 stig í fjórða sætinu.vísir/andri marinóTheodór Elmar fagnar fyrsta markinu.vísir/andri marinóvísir/anton brinkÞað var mikil stemmning á Laugardalsvellinum í kvöld.vísir/andri marinó
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti Fleiri fréttir „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn