Gylfi: Mikill heiður að leiða liðið út Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 8. október 2016 12:07 Gylfi skýtur í átt að marki Finnlands á fimmtudaginn vísir/anton Gylfi Þór Sigurðsson mun leiða íslenska landsliðið út á Laugardalsvöll sem fyrirliði annað kvöld þegar Ísland tekur á móti Tyrklandi. Gylfi verður fyrirliði í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar sem tekur út leikbann. „Það er mikill heiður að fá að leiða liðið út. Þetta er mitt fyrsta skipti. Það er eitthvað sem maður dreymdi um þegar maður var lítill,“ sagði Gylfi á blaðamannafundi í morgun. „Mitt helsta markmið er ekkert að vera fyrirliði hjá liði. Það er ekki það sem ég hugsa um en ég er mjög stoltur að vera fyrirliði núna og það verður sérstök stund fyrir mig á morgun að leiða liðið út.“ Gylfi og Aron hafa myndað öflugt teymi inn á miðri miðju Íslands en Gylfi óttast ekki að hann nái ekki samskonar tengslum við hvern þann sem kemur inn í liði fyrir Aron. „Hver sem kemur inn á miðja miðjuna þá þekki ég hann mjög vel og er búinn að spila með honum í mörg ár. „Það er þægilegt að hafa Aron til að bakka mann upp þegar maður fer fram á við. En ég veit að ef Aron fer fram þá sit ég og ég býst við því að sá sem kemur inn sinni meira varnarhlutverki en ég á morgun. Við þekkjumst allir vel í hópnum þannig að það verður ekkert vesen,“ sagði miðjumaðurinn öflugi. Ísland vann Finnland á fimmtudaginn og sagði Gylfa þrjá daga vera nægan tíma á milli leikja til að jafna sig. „Mér líður vel. Við erum vanir þessu flestir, að spila með stuttu millibili. Við fáum tvo heila daga til að jafna okkur sem er nóg. Það er fínt að spila á þriðja degi. Fyrir utan þá sem fengu högg í síðasta leik þá eru allir í toppmálum,“ sagði Gylfi sem býst við allt öðruvísi leik en á fimmtudaginn gegn Finnlandi. „Já, þeir eru bæði betri tæknilega og með betri leikmenn. Þeir koma örugglega hingað til að sækja þrjú stig. Þeir munu sækja meira en Finnarnir gerðu. Ég býst við að Tyrkirnir komi hingað til að sækja þrjú stig, sem gæti hjálpað okkur. „Þetta verður samt sem áður mjög erfiður leikur. Við verðum að spila mjög góðan fótbolta og mjög vel til að ná í þrjú stig,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson mun leiða íslenska landsliðið út á Laugardalsvöll sem fyrirliði annað kvöld þegar Ísland tekur á móti Tyrklandi. Gylfi verður fyrirliði í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar sem tekur út leikbann. „Það er mikill heiður að fá að leiða liðið út. Þetta er mitt fyrsta skipti. Það er eitthvað sem maður dreymdi um þegar maður var lítill,“ sagði Gylfi á blaðamannafundi í morgun. „Mitt helsta markmið er ekkert að vera fyrirliði hjá liði. Það er ekki það sem ég hugsa um en ég er mjög stoltur að vera fyrirliði núna og það verður sérstök stund fyrir mig á morgun að leiða liðið út.“ Gylfi og Aron hafa myndað öflugt teymi inn á miðri miðju Íslands en Gylfi óttast ekki að hann nái ekki samskonar tengslum við hvern þann sem kemur inn í liði fyrir Aron. „Hver sem kemur inn á miðja miðjuna þá þekki ég hann mjög vel og er búinn að spila með honum í mörg ár. „Það er þægilegt að hafa Aron til að bakka mann upp þegar maður fer fram á við. En ég veit að ef Aron fer fram þá sit ég og ég býst við því að sá sem kemur inn sinni meira varnarhlutverki en ég á morgun. Við þekkjumst allir vel í hópnum þannig að það verður ekkert vesen,“ sagði miðjumaðurinn öflugi. Ísland vann Finnland á fimmtudaginn og sagði Gylfa þrjá daga vera nægan tíma á milli leikja til að jafna sig. „Mér líður vel. Við erum vanir þessu flestir, að spila með stuttu millibili. Við fáum tvo heila daga til að jafna okkur sem er nóg. Það er fínt að spila á þriðja degi. Fyrir utan þá sem fengu högg í síðasta leik þá eru allir í toppmálum,“ sagði Gylfi sem býst við allt öðruvísi leik en á fimmtudaginn gegn Finnlandi. „Já, þeir eru bæði betri tæknilega og með betri leikmenn. Þeir koma örugglega hingað til að sækja þrjú stig. Þeir munu sækja meira en Finnarnir gerðu. Ég býst við að Tyrkirnir komi hingað til að sækja þrjú stig, sem gæti hjálpað okkur. „Þetta verður samt sem áður mjög erfiður leikur. Við verðum að spila mjög góðan fótbolta og mjög vel til að ná í þrjú stig,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti