Steven Davis kom Norður-Írum á bragðið af vítapunktinum á 26. mínútu og þannig var staðan allt þar til ellefu mínútur voru til leiksloka. Þá skoraði Kyle Lafferty.
Fimm mínútum fyrir leiklok skoraði Jamie Ward áður en Lafferty skoraði annað mark sitt á síðustu mínútu leiksins.
Norður-Írland er með 4 stig eftir tvo leiki en San Marino er án stiga.
Fedor Cernych kom Litháum yfir á 59. mínútu en James McArthur bjargaði andliti Skota einni mínútu fyrir leikslok.
England er því eitt með fullt hús stiga í efsta sæti riðilsins en Skotalnd og Slóvenía koma þar á eftir með 4 stig. Litháen er með 2 stig og Slóvakía án stiga.