Síðasti Holden bíll Ford framleiddur í Ástralíu Finnur Thorlacius skrifar 7. október 2016 15:23 Síðasti Holden Falcon bíllinn kominn af færibandinu. Mikil tímamót urðu í ástralskri bílaframleiðslu í dag þegar síðasti Holden bíllinn rann af færibandinu þar í landi og endar með því 91 árs bílaframleiðsla Ford í landinu, en Ford á Holden. Þessi bíll var 4.356.628 Holden bíllinn sem smíðaður var í Broadmeadows verksmiðju Holden sem opnaði árið 1959 og hefur því starfað óslitið í 57 ár. Aðallega hafa verið smíðaðar þar margar kynslóðir Holden Falcon bíla og því átti það vel við að síðasti bíllinn var einmitt af þeirri gerð. Segja má að endalok smíðinnar í Ástralíu sé vegna “World car”-stefnu Ford en þar sem Ástralía er fremur smár bílamarkaður gat Ford ekki réttlætt kostnaðinn við smíði bíls sem á svo til ekkert sameiginlegt með öðrum Ford bílum um allan heim og er aðeins seldur á þröngum bílamarkaði í Ástralíu. Það verður Ford Mondeo, smíðaður á Spáni, sem kemur til með að leysa Holden Falcon bílinn af hólmi í Ástralíu, en Mondeo er aðeins minni bíll en Falcon. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent
Mikil tímamót urðu í ástralskri bílaframleiðslu í dag þegar síðasti Holden bíllinn rann af færibandinu þar í landi og endar með því 91 árs bílaframleiðsla Ford í landinu, en Ford á Holden. Þessi bíll var 4.356.628 Holden bíllinn sem smíðaður var í Broadmeadows verksmiðju Holden sem opnaði árið 1959 og hefur því starfað óslitið í 57 ár. Aðallega hafa verið smíðaðar þar margar kynslóðir Holden Falcon bíla og því átti það vel við að síðasti bíllinn var einmitt af þeirri gerð. Segja má að endalok smíðinnar í Ástralíu sé vegna “World car”-stefnu Ford en þar sem Ástralía er fremur smár bílamarkaður gat Ford ekki réttlætt kostnaðinn við smíði bíls sem á svo til ekkert sameiginlegt með öðrum Ford bílum um allan heim og er aðeins seldur á þröngum bílamarkaði í Ástralíu. Það verður Ford Mondeo, smíðaður á Spáni, sem kemur til með að leysa Holden Falcon bílinn af hólmi í Ástralíu, en Mondeo er aðeins minni bíll en Falcon.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent