Eftir nákvæmlega viku, eða 14.október, er bleiki dagurinn. Þá er fólk hvatt til þess að klæðast bleiku fötunum sínum. Það er því ekki seinna vænna að leita sér af innblæstri og við tókum saman nokkur af okkar uppáhalds bleiku dressum frá tískuvikunum.
Við hvetjum fólk einnig til þess að kaupa bleiku slaufuna en hún fæst í öllum helstu verslunum. Með því að kaupa bleiku slaufuna styrkir þú endurnýjun á tækjum til skipulagðrar leitar að brjóstakrabbameini.







