Fótbolti

Zidane: Vandamál okkar eru andleg

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Zinedine Zidane.
Zinedine Zidane. vísir/getty
Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, segir að það sé tómt rugl að lið hans sé ekki í nægilegu góðu formi.

Real Madrid byrjaði leiktíðina með miklum látum. Vann fyrstu sex leiki sína en hefur nú gert fjögur jafntefli í röð. Það hefur ekki gerst í rúman áratug.

Fyrrum þjálfari Real, Fabio Capello, segir að ástæðan fyrir þessu slaka gengi í síðustu leikjum sé sú að Cristiano Ronaldo sé einfaldlega ekki í nógu góðu formi. Því er Zidane ekki sammála.

„Við erum að leita að lausn á okkar vandamáli. Þetta er flókið vandamál en það er andlegt en ekki líkamlegt,“ sagði Zidane.

„Ég er búinn að tala við leikmenn um að þurfa að breyta liðinu reglulega. Það er mikilvægt því það þurfa allir leikmenn að vera í spilformi. Það er eðlilegt og gott að Cristiano reiðist er ég tek hann af velli. Hann vill alltaf spila og hjálpa liðinu en það getur enginn spilað 90 mínútur í 60 leikjum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×