Villandi skjáskot tekur ekki af vafa um hvort markið var löglegt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. október 2016 22:15 Skjáskotið sem gengur um á netinu og virðist sýna boltann vel fyrir innan línuna. Boltinn er þó í loftinu og engin leið að fullyrða að hann sé inni. Fjölmargir Íslendingar deila nú á Facebook og Twitter skjáskoti af sigurmarki Íslands í kvöld sannfærðir um að boltinn sé inni. Svo virðist sem boltinn liggi á grasinu vel fyrir innan línuna en þar með er ekki öll sagan sögð. Skjáskotið er nefnilega blekkjandi. Það er tekið úr myndbroti, úr sjónarhorni einnar myndavélar á Laugardalsvelli í kvöld, sem fer einnig sem eldur í sinu um samfélagsmiðla. Þar má glögglega sjá að þegar skjáskotið er tekið er boltinn í loftinu, ekki á grasinu. Vera má að boltinn sé kominn yfir línuna en engin leið er að fullyrða um það. Hafa verður í huga að allur boltinn verður að vera kominn yfir línuna. Myndin hér að neðan útskýrir það betur.Þjálfari Finna, Hans Backe, var afar ósáttur með dómara leiksins og taldi markið ólöglegt. Svo virtist sem hann hefði talið um rangstöðu að ræða í aðdragandanum, Ragnar hefði notað hendina og svo hefði Alfreð sparkað boltanum úr höndum markvarðar Finna. Norski dómarinn virðist hins vegar hafa dæmt markið þegar Ragnar setti boltann í átt að marki, hvort sem boltinn fór yfir línuna eða ekki. Líklega mun aldrei fást fullkomlega úr því skorið hvort mark Íslands var löglegt eða ekki. En eins og Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari komst að orði á blaðamannafundi í kvöld: „Mér er í rauninni alveg sama, hvort markið hafi verið löglegt og hvað Backe segir.“ Líklega taka flestir Íslendingar undir með Eyjapeyjanum.Uppfært klukkan 09:05Nýtt sjónarhorn virðist sýna að boltinn hafi aldrei allur farið yfir marklínuna. Sjá hér. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Lukas Hradecky: Fjárans skandall Lukas Hradecky markvörður finnska landsliðsins í fótbolta var allt annað en ánægður með sigurmark Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:37 Ragnar: Tek markið 100% á mig Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var himinlifandi með 3-2 sigurinn gegn Finnum í kvöld og segir að sigurmarkið hafi 100% verið hans. 6. október 2016 21:27 Heimir: Alveg sama hvort markið hafi verið ólöglegt eða hvað Backe segir "Þetta er ofboðslegur léttir,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og hrósaði karakter sinna manna. 6. október 2016 21:30 Þjálfari Finna um sigurmark Íslendinga: „Þetta er hneyksli“ Hans Backe þjálfari finnska karlalandsliðsins í knattspyrnu var vægast sagt ósáttur við dómgæsluna í þriðja marki Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:09 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Sjá meira
Fjölmargir Íslendingar deila nú á Facebook og Twitter skjáskoti af sigurmarki Íslands í kvöld sannfærðir um að boltinn sé inni. Svo virðist sem boltinn liggi á grasinu vel fyrir innan línuna en þar með er ekki öll sagan sögð. Skjáskotið er nefnilega blekkjandi. Það er tekið úr myndbroti, úr sjónarhorni einnar myndavélar á Laugardalsvelli í kvöld, sem fer einnig sem eldur í sinu um samfélagsmiðla. Þar má glögglega sjá að þegar skjáskotið er tekið er boltinn í loftinu, ekki á grasinu. Vera má að boltinn sé kominn yfir línuna en engin leið er að fullyrða um það. Hafa verður í huga að allur boltinn verður að vera kominn yfir línuna. Myndin hér að neðan útskýrir það betur.Þjálfari Finna, Hans Backe, var afar ósáttur með dómara leiksins og taldi markið ólöglegt. Svo virtist sem hann hefði talið um rangstöðu að ræða í aðdragandanum, Ragnar hefði notað hendina og svo hefði Alfreð sparkað boltanum úr höndum markvarðar Finna. Norski dómarinn virðist hins vegar hafa dæmt markið þegar Ragnar setti boltann í átt að marki, hvort sem boltinn fór yfir línuna eða ekki. Líklega mun aldrei fást fullkomlega úr því skorið hvort mark Íslands var löglegt eða ekki. En eins og Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari komst að orði á blaðamannafundi í kvöld: „Mér er í rauninni alveg sama, hvort markið hafi verið löglegt og hvað Backe segir.“ Líklega taka flestir Íslendingar undir með Eyjapeyjanum.Uppfært klukkan 09:05Nýtt sjónarhorn virðist sýna að boltinn hafi aldrei allur farið yfir marklínuna. Sjá hér.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Lukas Hradecky: Fjárans skandall Lukas Hradecky markvörður finnska landsliðsins í fótbolta var allt annað en ánægður með sigurmark Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:37 Ragnar: Tek markið 100% á mig Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var himinlifandi með 3-2 sigurinn gegn Finnum í kvöld og segir að sigurmarkið hafi 100% verið hans. 6. október 2016 21:27 Heimir: Alveg sama hvort markið hafi verið ólöglegt eða hvað Backe segir "Þetta er ofboðslegur léttir,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og hrósaði karakter sinna manna. 6. október 2016 21:30 Þjálfari Finna um sigurmark Íslendinga: „Þetta er hneyksli“ Hans Backe þjálfari finnska karlalandsliðsins í knattspyrnu var vægast sagt ósáttur við dómgæsluna í þriðja marki Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:09 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Sjá meira
Lukas Hradecky: Fjárans skandall Lukas Hradecky markvörður finnska landsliðsins í fótbolta var allt annað en ánægður með sigurmark Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:37
Ragnar: Tek markið 100% á mig Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var himinlifandi með 3-2 sigurinn gegn Finnum í kvöld og segir að sigurmarkið hafi 100% verið hans. 6. október 2016 21:27
Heimir: Alveg sama hvort markið hafi verið ólöglegt eða hvað Backe segir "Þetta er ofboðslegur léttir,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og hrósaði karakter sinna manna. 6. október 2016 21:30
Þjálfari Finna um sigurmark Íslendinga: „Þetta er hneyksli“ Hans Backe þjálfari finnska karlalandsliðsins í knattspyrnu var vægast sagt ósáttur við dómgæsluna í þriðja marki Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:09