Einkunnir Íslands gegn Finnlandi: Gylfi bestur 6. október 2016 20:54 Íslenska karlalandsliðið vann rosalegan 3-2 sigur á Finnlandi í fyrsta heimaleik sínum í undankeppni fyrir HM sem fer fram í Rússlandi sumarið 2018. Teemu Pukki kom Finnum yfir á 21. mínútu, en Kári Árnason jafnaði metin með skalla eftir hornspyrnu á 37. mínútu. Staðan var þó ekki lengi jöfn því einungis tveimur mínútum síðar komust Finnarnir aftur yfir með marki Robin Lod. Lokamínúturnar voru rosalegar. Alfreð jafnaði metin í uppbótartíma og Ragnar Sigurðsson tryggði svo sigurinn í blálokin. Lokatölur 3-2. Gylfi Sigurðsson var valinn maður leiksins að mati Vísis og Fréttablaðsins, en einkunnagjöfina má sjá hér að neðan.Einkunnir Íslands gegn Finnlandi:Ögmundur Kristinsson, markvörður 5 Gat lítið gert í mörkunum en ver því miður sjaldan neitt aukalega þegar hann fær tækifærið líkt og í kvöld.Vörnin sem fyrr óörugg með hann í markinu.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 4 Vissi ekki alveg hvað hann átti að gera án þess að vera með mann á sér. Gleymdi sér að horfa á boltann í fyrra markinu og gerði afskaplega lítið fyrir sóknarleikinn.Kári Árnason, miðvörður 7 Hefur spilað betur og vantaði meiri árásargirni á boltann eins og í marki númer tvö. Skoraði fyrsta markið, fiskaði vítið og lagði upp sigurmarkið. Þvílík ógn í sóknarleik okkar.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 Eins og Kári ólíkur sjálfum sér í fyrri hálfleik en betri í þeim síðari þó lítið hafi verið að gera hjá varnarlínunni. Leysti það sem kom vel og átti stóran þátt í sigurmarkinu, skoraði það jafnvel en það á eftir að koma í ljós.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Í svona leik þarf Ari Freyr að skila miklu betra framlagi fyrir sóknarleikinn en það vantaði. Þessi annars frábæri spyrnumaður átti marga slaka krossa í dag.Jóhann Berg Guðmundsson, vinstri kantmaður 6 Var mjög sprækur í fyrri hálfleik, alltaf tilbúinn að búa eitthvað til og taka hlaup. Sterkur líka í loftinu. Hélt því áfram í seinni en vantaði upp á síðustu sendingu.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 7 Barðist eins og ljón að vanda en sendingarnar í fyrri hálfleik ekki alveg nógu góðar. Það skánaði í síðari hálfleik þar sem hann fór að dreifa spilinu betur gegn afturliggjandi Finnum.Gylfi Sigurðsson, miðjumaður 7 Besti maður vallarins eins og svo oft áður. Aðeins of margar hælspyrnur í fyrri hálfleik en gæðin óumdeild. Vítaspyrna í slána og skot í stöngina. Menn verða ekki mikið óheppnari en það. Lagði upp seinna jöfnunarmarkið með frábærri sendingu.Birkir Bjarnason, hægri kantmaður 5 Stundum á þessi frábæri leikmaður það til að hverfa algjörlega í leikjum. Hann hjálpaði Birki Má lítið í varnarleiknum í fyrri hálfleik og bauð upp á lítið í sókninni.Björn Bergmann Sigurðarson, framherji 4 Fínasta tilraun hjá Heimi með Björn Bergmann en þrátt fyrir fína byrjun týndist Skagamaðurinn algjörlega. Nýtti líkamlegan styrk sinn illa og virtist ekki ráða við verkefnið.Alfreð Finnbogason, framherji 6 Tengdi sóknarleikinn ekki nógu vel við miðjuna og átti í miklum erfiðleikum með að skapa sér einhver þangað til í lokin. Þá sáum við markaskorarann í essinu sínu skoraði jöfnunarmarkið og var í eldlínunni undir lokin.Varamenn:Viðar Örn Kartansson - (Kom inn á fyrir Björn Bergmann Sigurðarson á 75. mínútu) Spilaði ekki nógu mikið til þess að fá einkunn.Theodór Elmar Bjarnason- (Kom inn á Birki Má Sævarsson á 89. mínútu) Spilaði ekki nógu mikið til þess að fá einkunn. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Ísland - Finnland 3-2 | Stórkostleg endurkoma í uppbótartíma í Laugardalnum Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM á Laugardalsvellinum 6. október 2016 20:45 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið vann rosalegan 3-2 sigur á Finnlandi í fyrsta heimaleik sínum í undankeppni fyrir HM sem fer fram í Rússlandi sumarið 2018. Teemu Pukki kom Finnum yfir á 21. mínútu, en Kári Árnason jafnaði metin með skalla eftir hornspyrnu á 37. mínútu. Staðan var þó ekki lengi jöfn því einungis tveimur mínútum síðar komust Finnarnir aftur yfir með marki Robin Lod. Lokamínúturnar voru rosalegar. Alfreð jafnaði metin í uppbótartíma og Ragnar Sigurðsson tryggði svo sigurinn í blálokin. Lokatölur 3-2. Gylfi Sigurðsson var valinn maður leiksins að mati Vísis og Fréttablaðsins, en einkunnagjöfina má sjá hér að neðan.Einkunnir Íslands gegn Finnlandi:Ögmundur Kristinsson, markvörður 5 Gat lítið gert í mörkunum en ver því miður sjaldan neitt aukalega þegar hann fær tækifærið líkt og í kvöld.Vörnin sem fyrr óörugg með hann í markinu.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 4 Vissi ekki alveg hvað hann átti að gera án þess að vera með mann á sér. Gleymdi sér að horfa á boltann í fyrra markinu og gerði afskaplega lítið fyrir sóknarleikinn.Kári Árnason, miðvörður 7 Hefur spilað betur og vantaði meiri árásargirni á boltann eins og í marki númer tvö. Skoraði fyrsta markið, fiskaði vítið og lagði upp sigurmarkið. Þvílík ógn í sóknarleik okkar.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 Eins og Kári ólíkur sjálfum sér í fyrri hálfleik en betri í þeim síðari þó lítið hafi verið að gera hjá varnarlínunni. Leysti það sem kom vel og átti stóran þátt í sigurmarkinu, skoraði það jafnvel en það á eftir að koma í ljós.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Í svona leik þarf Ari Freyr að skila miklu betra framlagi fyrir sóknarleikinn en það vantaði. Þessi annars frábæri spyrnumaður átti marga slaka krossa í dag.Jóhann Berg Guðmundsson, vinstri kantmaður 6 Var mjög sprækur í fyrri hálfleik, alltaf tilbúinn að búa eitthvað til og taka hlaup. Sterkur líka í loftinu. Hélt því áfram í seinni en vantaði upp á síðustu sendingu.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 7 Barðist eins og ljón að vanda en sendingarnar í fyrri hálfleik ekki alveg nógu góðar. Það skánaði í síðari hálfleik þar sem hann fór að dreifa spilinu betur gegn afturliggjandi Finnum.Gylfi Sigurðsson, miðjumaður 7 Besti maður vallarins eins og svo oft áður. Aðeins of margar hælspyrnur í fyrri hálfleik en gæðin óumdeild. Vítaspyrna í slána og skot í stöngina. Menn verða ekki mikið óheppnari en það. Lagði upp seinna jöfnunarmarkið með frábærri sendingu.Birkir Bjarnason, hægri kantmaður 5 Stundum á þessi frábæri leikmaður það til að hverfa algjörlega í leikjum. Hann hjálpaði Birki Má lítið í varnarleiknum í fyrri hálfleik og bauð upp á lítið í sókninni.Björn Bergmann Sigurðarson, framherji 4 Fínasta tilraun hjá Heimi með Björn Bergmann en þrátt fyrir fína byrjun týndist Skagamaðurinn algjörlega. Nýtti líkamlegan styrk sinn illa og virtist ekki ráða við verkefnið.Alfreð Finnbogason, framherji 6 Tengdi sóknarleikinn ekki nógu vel við miðjuna og átti í miklum erfiðleikum með að skapa sér einhver þangað til í lokin. Þá sáum við markaskorarann í essinu sínu skoraði jöfnunarmarkið og var í eldlínunni undir lokin.Varamenn:Viðar Örn Kartansson - (Kom inn á fyrir Björn Bergmann Sigurðarson á 75. mínútu) Spilaði ekki nógu mikið til þess að fá einkunn.Theodór Elmar Bjarnason- (Kom inn á Birki Má Sævarsson á 89. mínútu) Spilaði ekki nógu mikið til þess að fá einkunn.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Ísland - Finnland 3-2 | Stórkostleg endurkoma í uppbótartíma í Laugardalnum Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM á Laugardalsvellinum 6. október 2016 20:45 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Ísland - Finnland 3-2 | Stórkostleg endurkoma í uppbótartíma í Laugardalnum Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM á Laugardalsvellinum 6. október 2016 20:45