Sala stjórnarmanns á bréfum í Icelandair Group á föstudag er harðlega gagnrýnd af Svanhildi Nönnu Vigfúsdóttur fjárfesti. Þetta kemur fram í aðsendri grein sem birtist í Markaðnum í dag.
Svanhildur segir í harðorðri grein að sala Katrínar Olgu Jóhannesdóttur á bréfum í félaginu skömmu áður en uppgjörstímabili lauk sé til marks um að hún láti eigin hagsmuni ganga fyrir hagsmunum fyrirtækisins.
Greinina má lesa hér: Ábyrgð stjórnarmanna
Svanhildur segir að salan sé til marks um að góðir stjórnarhættir séu ekki hafðir að leiðarljósi og Katrín Olga eigi að vita betur en svo að selja á síðasta degi uppgjörstímabils.
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
