Hörður Björgvin: Aldrei liðið jafn vel Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. október 2016 19:03 Herði Björgvini hefur vegnað vel hjá Bristol City. vísir/hanna „Það er alltaf jafn gaman að koma heim og hitta hópinn og liðsfélagana. Þetta er sterkur hópur og alltaf gaman að spila landsleiki með þeim,“ sagði Hörður Björgvin Magnússon í samtali við Tómas Þór Þórðarson á æfingu íslenska landsliðsins í Egilshöll í kvöld. Þetta er fyrsta æfing liðsins fyrir heimaleikina gegn Finnlandi og Tyrklandi í undankeppni HM 2018. „Ég er búinn að sjá eitthvað af Finnunum og Tyrkjunum. Það vantar einhverja leikmenn hjá þeim eins og hjá okkur. Ég veit að þetta verða erfiðir leikir,“ sagði Hörður um andstæðingana. Varnarmaðurinn gekk í raðir enska B-deildarliðsins Bristol City eftir EM í Frakklandi í sumar. Hörður kann vel við sig hjá félaginu enda hefur það byrjað tímabilið af krafti og situr í 5. sæti B-deildarinnar eftir 11 umferðir. „Mér hefur aldrei liðið jafn vel. Þeir tóku vel á móti mér og þetta var bara eins og að koma heim til sín. Ég held að það sé ástæðan fyrir því að mér og liðinu gengur svona vel, hvað liðsheildin er góð,“ sagði Hörður sem hefur leikið hverja einustu mínútu á tímabilinu og skorað eitt mark. Hann segir að gengi Bristol City sé umfram væntingar. „Það eru mjög margir nýir leikmenn og ekki búist við því að við yrðum í toppsætunum svona snemma. Þetta gengur vel og vonandi höldum við áfram að spila svona.“ Ein stærsta ástæðan fyrir góðu gengi Bristol City er frammistaða framherjans Tammys Abraham. Þessi 19 ára strákur er lánsmaður frá Chelsea og hefur slegið í gegn með Bristol City og skorað átta mörk í deildinni. „Þetta er ótrúlegt. Við misstum okkar markaskorara [Jonathan Kodjia] til Aston Villa. Það var sárt því mér fannst gaman að spila með honum. En við fengum þennan unga og efnilega leikmann, hann skoraði í fyrsta leiknum, öðrum og þriðja og komst í gang,“ sagði Hörður um Abraham sem hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína. Sjálfur segist Hörður aldrei hafa verið betri. „Ég er í toppstandi og mér líður vel, er að spila vel og þjálfarinn er ánægður með sem og stuðningsmennirnir,“ sagði Hörður sem hefur leikið sex A-landsleiki. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Sjá meira
„Það er alltaf jafn gaman að koma heim og hitta hópinn og liðsfélagana. Þetta er sterkur hópur og alltaf gaman að spila landsleiki með þeim,“ sagði Hörður Björgvin Magnússon í samtali við Tómas Þór Þórðarson á æfingu íslenska landsliðsins í Egilshöll í kvöld. Þetta er fyrsta æfing liðsins fyrir heimaleikina gegn Finnlandi og Tyrklandi í undankeppni HM 2018. „Ég er búinn að sjá eitthvað af Finnunum og Tyrkjunum. Það vantar einhverja leikmenn hjá þeim eins og hjá okkur. Ég veit að þetta verða erfiðir leikir,“ sagði Hörður um andstæðingana. Varnarmaðurinn gekk í raðir enska B-deildarliðsins Bristol City eftir EM í Frakklandi í sumar. Hörður kann vel við sig hjá félaginu enda hefur það byrjað tímabilið af krafti og situr í 5. sæti B-deildarinnar eftir 11 umferðir. „Mér hefur aldrei liðið jafn vel. Þeir tóku vel á móti mér og þetta var bara eins og að koma heim til sín. Ég held að það sé ástæðan fyrir því að mér og liðinu gengur svona vel, hvað liðsheildin er góð,“ sagði Hörður sem hefur leikið hverja einustu mínútu á tímabilinu og skorað eitt mark. Hann segir að gengi Bristol City sé umfram væntingar. „Það eru mjög margir nýir leikmenn og ekki búist við því að við yrðum í toppsætunum svona snemma. Þetta gengur vel og vonandi höldum við áfram að spila svona.“ Ein stærsta ástæðan fyrir góðu gengi Bristol City er frammistaða framherjans Tammys Abraham. Þessi 19 ára strákur er lánsmaður frá Chelsea og hefur slegið í gegn með Bristol City og skorað átta mörk í deildinni. „Þetta er ótrúlegt. Við misstum okkar markaskorara [Jonathan Kodjia] til Aston Villa. Það var sárt því mér fannst gaman að spila með honum. En við fengum þennan unga og efnilega leikmann, hann skoraði í fyrsta leiknum, öðrum og þriðja og komst í gang,“ sagði Hörður um Abraham sem hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína. Sjálfur segist Hörður aldrei hafa verið betri. „Ég er í toppstandi og mér líður vel, er að spila vel og þjálfarinn er ánægður með sem og stuðningsmennirnir,“ sagði Hörður sem hefur leikið sex A-landsleiki.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Sjá meira