Balenciaga boðar endurkomu axlapúðanna Ritstjórn skrifar 3. október 2016 13:00 Glamour/Getty Það var gaman að sjá sýningu tískuhússins Balenciaga á tískuvikunni í París um helgina en um var að ræða aðra sýningu yfirhönnuðarins Demna Gvasalia undir þessu fornfræga merki. Gvasalia hefur vakið athygli og eftirtekt fyrir eitt heitasta merki síðasta árs, Vétements, en honum tekst á fágaðan máta að blanda saman hátísku og götustísku með nýstárlegum leiðum. Hér eru trendin sett, það er á hreinu. Meðal þess sem Gvasalia setti á tískupallinn voru yfirhafnir með risavöxnum öxlum, stígvél með pinnahælum sem voru samsett við buxurnar, kjólar með klaufum og áberandi mitti. Sýningin snerist að miklu leyti um efni: leður, latex, plast og spandex. Fylgihlutirnir voru á sínum stað og að þessu sinni í stærri kantinum. Sýningin snerist að miklu leyti um að para saman andstæður eins og kristallaðist í hári og förðun fyrirsætanna. Allt mjög minimalíst en neglur fyrirsætnana eldrauðar með demöntum. Heillandi bleikur litur.Skemmtileg litasamsetning. Glamour Tíska Mest lesið Beint af pallinum í París í H&M Glamour Serena Williams á von á sínu fyrsta barni Glamour Beyonce mætt með stelpugengið sitt í nýju herferð Ivy Park Glamour Ashley Graham landar sinni fyrstu Vogue forsíðu Glamour Veittu ósöluhæfum fatnaði nýtt líf Glamour Silfur og gull á Met Gala Glamour Eitt það besta við Óskarinn Glamour ,,Ég elska svart nælon þessa dagana." Glamour Þeir áttu rauða dregilinn Glamour Biðst afsökunar á baðmynd Glamour
Það var gaman að sjá sýningu tískuhússins Balenciaga á tískuvikunni í París um helgina en um var að ræða aðra sýningu yfirhönnuðarins Demna Gvasalia undir þessu fornfræga merki. Gvasalia hefur vakið athygli og eftirtekt fyrir eitt heitasta merki síðasta árs, Vétements, en honum tekst á fágaðan máta að blanda saman hátísku og götustísku með nýstárlegum leiðum. Hér eru trendin sett, það er á hreinu. Meðal þess sem Gvasalia setti á tískupallinn voru yfirhafnir með risavöxnum öxlum, stígvél með pinnahælum sem voru samsett við buxurnar, kjólar með klaufum og áberandi mitti. Sýningin snerist að miklu leyti um efni: leður, latex, plast og spandex. Fylgihlutirnir voru á sínum stað og að þessu sinni í stærri kantinum. Sýningin snerist að miklu leyti um að para saman andstæður eins og kristallaðist í hári og förðun fyrirsætanna. Allt mjög minimalíst en neglur fyrirsætnana eldrauðar með demöntum. Heillandi bleikur litur.Skemmtileg litasamsetning.
Glamour Tíska Mest lesið Beint af pallinum í París í H&M Glamour Serena Williams á von á sínu fyrsta barni Glamour Beyonce mætt með stelpugengið sitt í nýju herferð Ivy Park Glamour Ashley Graham landar sinni fyrstu Vogue forsíðu Glamour Veittu ósöluhæfum fatnaði nýtt líf Glamour Silfur og gull á Met Gala Glamour Eitt það besta við Óskarinn Glamour ,,Ég elska svart nælon þessa dagana." Glamour Þeir áttu rauða dregilinn Glamour Biðst afsökunar á baðmynd Glamour