Eftirspurn eftir stjórnmálaflokkum Helga Vala Helgadóttir skrifar 3. október 2016 00:00 Eftir fjórar vikur göngum við til þingkosninga. Það er alltaf hátíðleg stund en því miður þá er eitt að þvælast fyrir mér nú í aðdraganda kosninga, nefnilega flokkafjöldinn. Hvernig stendur á þessu offramboði á stjórnmálaflokkum? Hvernig má það vera að 330 þúsund manna þjóð þarf að velja á milli að minnsta kosti 13 flokka með tæplega 1.700 frambjóðendur sem allir telja sig hafa það sem þarf til að stjórna landinu? Hvernig má það vera að allt það fólk sem nú hefur ákveðið að það vilji ráða sig í vinnu hjá okkur geti alls ekki fundið sig í neinum hinna tólf flokkanna? Nú hef ég stundum talað um að Íslendingar séu svolítið eins og unglingurinn, sem horfir á heiminn dulítið út frá eigin þörfum. Vil ég biðja alla unglinga afsökunar á þessum alhæfingum en held samt áfram. Getur verið að þessi „íslenski unglingur“ eigi erfitt með málamiðlun sé ekki fallist á allar hans kröfur og hugmyndir? Getur verið að þess vegna sé rokið til og nýr flokkur stofnaður um leið og fólk er ekki sammála um alla hluti? Lýðræðið er afar mikilvægt en þegar við kjósum á milli níu forsetaframbjóðenda og 13 stjórnmálaflokka til þings á sama árinu þá fer ég að efast um gæði lýðræðisins. Við beitingu lýðræðis þarf nefnilega stundum að gera málamiðlun. Hér ríkir meirihlutaræði á þingi en stundum væri ef til vill betra að við þyrftum oftar að huga að afstöðu og rökum minnihlutans og finna málamiðlun. Hugsum um það.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun
Eftir fjórar vikur göngum við til þingkosninga. Það er alltaf hátíðleg stund en því miður þá er eitt að þvælast fyrir mér nú í aðdraganda kosninga, nefnilega flokkafjöldinn. Hvernig stendur á þessu offramboði á stjórnmálaflokkum? Hvernig má það vera að 330 þúsund manna þjóð þarf að velja á milli að minnsta kosti 13 flokka með tæplega 1.700 frambjóðendur sem allir telja sig hafa það sem þarf til að stjórna landinu? Hvernig má það vera að allt það fólk sem nú hefur ákveðið að það vilji ráða sig í vinnu hjá okkur geti alls ekki fundið sig í neinum hinna tólf flokkanna? Nú hef ég stundum talað um að Íslendingar séu svolítið eins og unglingurinn, sem horfir á heiminn dulítið út frá eigin þörfum. Vil ég biðja alla unglinga afsökunar á þessum alhæfingum en held samt áfram. Getur verið að þessi „íslenski unglingur“ eigi erfitt með málamiðlun sé ekki fallist á allar hans kröfur og hugmyndir? Getur verið að þess vegna sé rokið til og nýr flokkur stofnaður um leið og fólk er ekki sammála um alla hluti? Lýðræðið er afar mikilvægt en þegar við kjósum á milli níu forsetaframbjóðenda og 13 stjórnmálaflokka til þings á sama árinu þá fer ég að efast um gæði lýðræðisins. Við beitingu lýðræðis þarf nefnilega stundum að gera málamiðlun. Hér ríkir meirihlutaræði á þingi en stundum væri ef til vill betra að við þyrftum oftar að huga að afstöðu og rökum minnihlutans og finna málamiðlun. Hugsum um það.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun