Sigmundur Davíð Gunnlaugsson laut í lægra haldi fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni í kjöri til formanns flokksins. Sigurður Ingi Jóhannsson tryggði sér formannssætið með 52 prósentum atkvæða. Lilja Dögg Alfreðsdóttir var kjörin varaformaður flokksins og Jón Björn Hákonarson ritari.
Tístarar hafa farið mikinn vegna atburða dagsins en fráfarandi formaður flokksins, Sigmundur Davíð, hefur verið sérlega mikið á milli tannanna á þeim. Þá hefur einnig verið tíst um frammíköll sem bárust úr salnum er Eygló Harðardóttir tilkynnti að hún hygðist draga framboð sitt til baka.
Ennþá í sjokki yfir 'KJAFTÆÐI, ÞÚ ERT ÖMURLEG“ framíkallinu í ræðunni hennar Eyglóar #framsókn
— Ingileif Fridriks (@ingileiff) October 2, 2016
Ég er svo spennt að heyra hvaða samsæri Sigmundur Davíð telur þetta vera gegn sér. #framsókn
— Brynhildur Bollad. (@brynhildurbolla) October 2, 2016
"Sigmundur Davíð yfirgaf stóra sal Háskólabíós þegar Sigurður Ingi bað gesti um að standa upp og taka höndum saman." #úff #framsókn
— Helgi Seljan (@helgiseljan) October 2, 2016
Ég þarf að fara niðrá slysó að láta dæla upp úr mér Þórðargleðinni. #framsókn
— Haukur Viðar (@hvalfredsson) October 2, 2016
Vonandi mun Sigmundur núna geta einbeitt sér að snappinu #framsókn
— Hjálmar Örn Jóhannss (@hjammi) October 2, 2016