Akureyri vann fyrsta sigur sinn í Olís-deild karla 32-29 á Selfossi í dag en á sama tíma unnu Valsmenn annan leik sinn í röð.
Akureyringar voru án stiga eftir fjórar umferðir en náðu loksins að kreista fram sigur í dag. Andri Snær Stefánsson fór á kostum í liði Akureyringa með ellefu mörk en í liði Selfyssinga var Elvar Örn Jónsson markahæstur með sjö mörk.
Valsmenn unnu annan leik sinn í röð í Olís-deild karla á Seltjarnarnesi en leiknum lauk með 26-23 sigri Vals. Eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjum tímabilsins eru Valsmenn nú búnir að vinna tvo leiki í röð.
Í Eyjum lentu heimakonur í töluverðum vandræðum gegn stigalausum Selfyssingum en náðu að kreista fram sigur.
ÍBV leiddi 15-13 í hálfleik og náði að halda forskotinu allt til loka án þess að ná að hrista Selfyssinga almennilega frá sér.
Ester Óskarsdóttir var atkvæðamest með átta mörk en Sandra Erlingsdóttir og Karólína Bæhrenz Lárusdóttir bættu við sjö mörkum. Í liði Selfyssinga var Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir markahæst með ellefu mörk.
Þá komust Haukakonur aftur á sigurbraut með fjögurra marka sigri á ríkjandi Íslandsmeisturunum í Gróttu á Seltjarnarnesi.
Grótta leiddi 15-13 í hálfleik en Haukakonur náðu að snúa leiknum sér í hag í seinni hálfleik.
Maria Ines Da Silve Pereira var markahæst í liði Haukakvenna með tíu mörk en Lovísa Thompson var atkvæðamest hjá Gróttu með sjö mörk.
Fyrsti sigur Akureyringa | ÍBV og Haukar með sigra
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið

„Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“
Körfubolti





„Ég hef hluti að gera hér“
Körfubolti


Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum
Handbolti


Fleiri fréttir
