Minni vélar ekki svarið við lægri eyðslu Finnur Thorlacius skrifar 17. október 2016 10:02 Volkswagen er einn þeirra bílaframleiðenda sem ætla að stækka sprengirými í bílum sínum og fyrir vikið eyða þeir minna eldsneyti. Á síðustu árum hafa bílaframleiðendur sett sífellt minni vélar í bíla sína í því augnamiði að minnka eyðslu þeirra og mengun. Svo virðist þó vera að ákveðnum punkti sé náð í þeim fræðum því nú heyrast fréttir af því að sumir þeirra hyggist snúa við þessari þróun og útbúa bíla sína með stærri vélum. Ástæða þess er sú að þessar smáu vélar virðast margar hverjar menga meira en en stærri vélar í sömu bílum. Renault-Nissan ætlar sem dæmi að stækka 1,6 lítra R9M dísilvél sína um 10% og hætta framleiðslu hinnar smáu 0,9 lítra H4Bt bensínvélar, en hún hefur bæði þótt eyða of miklu eldsneyti og menga óhóflega. Í stað þessarar vélar kemur vél með stærra sprengirými sem mengar minna og eyðir minna eldsneyti. Það er því ekki allt fengið með því að minnka bílvélar og svarið við eldsneytissparnaði og minni mengun er ekki endilega fólgin í því að minnka sprengirými vélanna. Renault, General Motors og Volkswagen munu öll hætta framleiðslu á minnstu vélargerðum sínum á næstu 3 árum. GM ætlar að hætta framleiðslu á 1,2 lítra dísilvél sinni og Volkswagen mun skipta út 1,4 lítra og þriggja strokka vélinni í Volkswagen Polo og í hennar stað kemur fjögurra strokka 1,6 lítra vél. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent
Á síðustu árum hafa bílaframleiðendur sett sífellt minni vélar í bíla sína í því augnamiði að minnka eyðslu þeirra og mengun. Svo virðist þó vera að ákveðnum punkti sé náð í þeim fræðum því nú heyrast fréttir af því að sumir þeirra hyggist snúa við þessari þróun og útbúa bíla sína með stærri vélum. Ástæða þess er sú að þessar smáu vélar virðast margar hverjar menga meira en en stærri vélar í sömu bílum. Renault-Nissan ætlar sem dæmi að stækka 1,6 lítra R9M dísilvél sína um 10% og hætta framleiðslu hinnar smáu 0,9 lítra H4Bt bensínvélar, en hún hefur bæði þótt eyða of miklu eldsneyti og menga óhóflega. Í stað þessarar vélar kemur vél með stærra sprengirými sem mengar minna og eyðir minna eldsneyti. Það er því ekki allt fengið með því að minnka bílvélar og svarið við eldsneytissparnaði og minni mengun er ekki endilega fólgin í því að minnka sprengirými vélanna. Renault, General Motors og Volkswagen munu öll hætta framleiðslu á minnstu vélargerðum sínum á næstu 3 árum. GM ætlar að hætta framleiðslu á 1,2 lítra dísilvél sinni og Volkswagen mun skipta út 1,4 lítra og þriggja strokka vélinni í Volkswagen Polo og í hennar stað kemur fjögurra strokka 1,6 lítra vél.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent