Avaldsnes setti pressu á topplið Lilleström með því að landa þremur mikilvægum stigum á móti Kolbotn í norsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í dag.
Norski landsliðsframherjinn Elise Thorsnes skoraði eina mark leiksins strax á 26. mínútu en íslenska landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir bjó markið til fyrir hana.
Hólmfríður Magnúsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir léku allan leikinn með liði Avaldsnes, Þórunn Helga inn á þriggja manna miðju og Hólmfríður út á kanti.
Hólmfríður Magnúsdóttir hefur skorað fimm deildarmörk á tímabilinu en hefur einnig verið dugleg að leggja upp mörk fyrir liðsfélaga sína.
Þetta var sjötti deildarsigur Avaldsnes í röð en liðið náði að rífa sig upp eftir að hafa fengið slæma útreið á móti franska liðinu Lyon í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Avaldsnes er nú einu stigi á eftir toppliði Lilleström en norsku meistararnir eiga leik inni seinna í dag.
Hólmfríður lagði upp mikilvægt sigurmark
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti


Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn

Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn



