Gutti, Gutti Óttar Guðmundsson skrifar 15. október 2016 07:00 Frægasta barnakvæði liðinnar aldar voru Guttavísur eftir Stefán Jónsson. Þær fjölluðu um hrakfallabálkinn Gutta sem aldrei hlýddi foreldrum sínum, reif nýja jakkann sinn og datt beint á nefið. Mamma hans Gutta ákallaði almættið yfir þeirri mæðu að eiga svona börn. Gutti var dæmigert barn sem fór sínar eigin leiðir og kannaði heiminn á eigin forsendum. Hann var reyndar lítið frábrugðinn öllum hinum því að líf barna einkenndist af allt of mikilli athafnasemi og frjálsræði. En nú er öldin önnur. Síminn og spjaldtölvan hafa blessunarlega tekið við uppeldi barnanna. Í öllum stórmörkuðum má sjá börn í kerrum og vögnum, starandi alsæl á æpadd-skjáinn meðan mamma og pabbi geta verslað í friði. Heima fyrir þurfa börnin ekki að láta sér leiðast. Þau geta setið fyrir framan sjónvarpið eða tölvuna fleiri klukkustundir á dag og notið barnaefnis og spennandi tölvuleikja. Þau þurfa ekkert að reyna á litla kollinn sinn því að þau eru viðtakendur upplýsinga eða áreitis án nokkurrar eigin þátttöku. Eldri börn geta unað sér við hvert myndbandið á fætur öðru á Youtube og þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af líðandi stund. Enginn þarf að óttast fótboltameiðsl því að börnin eyða meiri tíma í fótboltaleikjum á tölvunni en nokkru sinni á vellinum sjálfum. Barnið verður altalandi á enska tungu sem verður tamari en móðurmálið. Foreldrar þurfa ekki að pirrast á barnsgráti og væli því að tölvan er besti huggari sem völ er á. Þetta er stórkostlegasta tilraun í barnauppeldi í sögu þjóðarinnar. Er enskumælandi tölva betri uppalandi en foreldrar og afi og amma? Nú er bara að sjá hvernig til tekst en svör fáum við ekki fyrr en eftir 20 til 30 ár.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun
Frægasta barnakvæði liðinnar aldar voru Guttavísur eftir Stefán Jónsson. Þær fjölluðu um hrakfallabálkinn Gutta sem aldrei hlýddi foreldrum sínum, reif nýja jakkann sinn og datt beint á nefið. Mamma hans Gutta ákallaði almættið yfir þeirri mæðu að eiga svona börn. Gutti var dæmigert barn sem fór sínar eigin leiðir og kannaði heiminn á eigin forsendum. Hann var reyndar lítið frábrugðinn öllum hinum því að líf barna einkenndist af allt of mikilli athafnasemi og frjálsræði. En nú er öldin önnur. Síminn og spjaldtölvan hafa blessunarlega tekið við uppeldi barnanna. Í öllum stórmörkuðum má sjá börn í kerrum og vögnum, starandi alsæl á æpadd-skjáinn meðan mamma og pabbi geta verslað í friði. Heima fyrir þurfa börnin ekki að láta sér leiðast. Þau geta setið fyrir framan sjónvarpið eða tölvuna fleiri klukkustundir á dag og notið barnaefnis og spennandi tölvuleikja. Þau þurfa ekkert að reyna á litla kollinn sinn því að þau eru viðtakendur upplýsinga eða áreitis án nokkurrar eigin þátttöku. Eldri börn geta unað sér við hvert myndbandið á fætur öðru á Youtube og þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af líðandi stund. Enginn þarf að óttast fótboltameiðsl því að börnin eyða meiri tíma í fótboltaleikjum á tölvunni en nokkru sinni á vellinum sjálfum. Barnið verður altalandi á enska tungu sem verður tamari en móðurmálið. Foreldrar þurfa ekki að pirrast á barnsgráti og væli því að tölvan er besti huggari sem völ er á. Þetta er stórkostlegasta tilraun í barnauppeldi í sögu þjóðarinnar. Er enskumælandi tölva betri uppalandi en foreldrar og afi og amma? Nú er bara að sjá hvernig til tekst en svör fáum við ekki fyrr en eftir 20 til 30 ár.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun