Bílasala í Evrópu jókst um 7,3% í september Finnur Thorlacius skrifar 14. október 2016 11:50 Bílaumferð á Spáni. Góð bílasala í Evrópu á árinu hélt áfram í nýliðnum september og seldust 7,3% fleiri bílar en í sama mánuði í fyrra. Næstum allir bílaframleiðendur juku sölu sína, þó ekki Peugeot-Citroën og Volkswagen heldur áfram að tapa markaðshlutdeild. Heildarsala í álfunni nam 1.496 þúsund bílum, en salan í fyrra var 1.395 þúsund bílar, eða aukning um 101.000 bíla. Langur vegur er milli gengi franska bílasmiðsins Renault, sem náði 19% aukningu í september og Peugeot-Citroën sem upplifði 5,8% samdrátt. Mikil sala í Renault Captur, Kadjar, Talisman og Espace var helsta ástæðan fyrir frábærri sölu bíla Renault. Sala Fiat-Chrysler jókst um 14% en sala Opel/Vauxhall jókst aðeins um 3,9%. Sala Volkswagen bílafjölskyldunnar jókst um 5,6%, en Skoda náði mestri aukningu, eða 8,9%, Audi 8,5% og Porsche 8,4%. Volkswagen bílar náðu hinsvegar aðeins 3,8% aukningu. Kia gekk best meðal asísku framleiðendanna og var með 12% aukningu, Toyota 7,6% og Nissan 3,2%. Sala bíla í Evrópu á fyrstu 9 mánuðum ársins er nú 7,7% meiri en í fyrra og stendur nú í 11,6 milljón bílum. Sala bíla í álfunni hefur verið með ágætum allt frá áriunu 2013, eftir samdráttarskeið frá hruni. Mest aukning í bílasölu í september varð á Ítalíu, eða 17% og 14% á Spáni og 9,4% í Þýskalandi. Aðeins varð þó 2,5% aukning í Frakklandi og 1,6% í Bretlandi. Aukning í bílasölu hér á landi í september varð þó meiri en í öllum þessum löndum. Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Vonskuveður framundan Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent
Góð bílasala í Evrópu á árinu hélt áfram í nýliðnum september og seldust 7,3% fleiri bílar en í sama mánuði í fyrra. Næstum allir bílaframleiðendur juku sölu sína, þó ekki Peugeot-Citroën og Volkswagen heldur áfram að tapa markaðshlutdeild. Heildarsala í álfunni nam 1.496 þúsund bílum, en salan í fyrra var 1.395 þúsund bílar, eða aukning um 101.000 bíla. Langur vegur er milli gengi franska bílasmiðsins Renault, sem náði 19% aukningu í september og Peugeot-Citroën sem upplifði 5,8% samdrátt. Mikil sala í Renault Captur, Kadjar, Talisman og Espace var helsta ástæðan fyrir frábærri sölu bíla Renault. Sala Fiat-Chrysler jókst um 14% en sala Opel/Vauxhall jókst aðeins um 3,9%. Sala Volkswagen bílafjölskyldunnar jókst um 5,6%, en Skoda náði mestri aukningu, eða 8,9%, Audi 8,5% og Porsche 8,4%. Volkswagen bílar náðu hinsvegar aðeins 3,8% aukningu. Kia gekk best meðal asísku framleiðendanna og var með 12% aukningu, Toyota 7,6% og Nissan 3,2%. Sala bíla í Evrópu á fyrstu 9 mánuðum ársins er nú 7,7% meiri en í fyrra og stendur nú í 11,6 milljón bílum. Sala bíla í álfunni hefur verið með ágætum allt frá áriunu 2013, eftir samdráttarskeið frá hruni. Mest aukning í bílasölu í september varð á Ítalíu, eða 17% og 14% á Spáni og 9,4% í Þýskalandi. Aðeins varð þó 2,5% aukning í Frakklandi og 1,6% í Bretlandi. Aukning í bílasölu hér á landi í september varð þó meiri en í öllum þessum löndum.
Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Vonskuveður framundan Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent