Tveir óveiddir stórlaxar ennþá í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 14. október 2016 08:33 Lax þreyttur á Rangárflúðum Mynd: West Rangá FB Ytri Rangá er komin í heildarveiði uppá 9.126 laxa og endar líklega í 9.300 löxum sem er feyknaveiði og gerir þetta að einu besta sumrinu í ánni. Veðrið síðustu tvo daga hefur sett nokkuð strik í reikninginn enda ringdi óskaplega á landinu öllu og veðrið þannig að það voru fáir sem treystu sér í að standa vaktina við bakkann. Það er veitt í sex daga til viðbótar eða til 20. október og ef veðrið helst skikkanlegt getur veiðin verið ágæt því það er ennþá nóg af laxi í ánni. Stærsti laxinn í sumar er 104 sm lax sem veiddist á Gutlfossbreiðu en hann er ekki eini stórlaxinn sem liggur í Ytri Rangá á þessu hausti. Það er vitað um tvo laxa sem eru óveiddir og flokkast undir að vera sannkallaðir stórlaxar á alla mælikvarða. Annar er 114 sm og hinn 120 sm sem myndi þá jafna stærsta laxinn í sumar ef hann þá veiðist. Þeir hafa lítið verið að sýna sig en annar þeirra sást þó vel þegar hann var að komast upp laxastigann við Ægissíðufoss og höfðu vitni sem sú hann fara upp það á orði að stiginn hefði bara verið á mörkunum við að vera af lítill fyrir hann. Laxateljarinn tekur svo stafræna skuggamynd af löxum sem þar fara í gegn svo upplýsingar um lengd liggja fyrir. Það er því spurning hvort þessir tveir höfðingjar eigi eftir að veiðast í sumar en það hlýtur jafnframt að vera hvatning fyrir þá sem eiga eftir að skjótast í Ytri Rangá næstu daga að vita af þeim óveiddum ennþá. Mest lesið Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði "Dæmdur til að veiða aldrei lax framar" Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði 22 punda lax úr Jöklu Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði
Ytri Rangá er komin í heildarveiði uppá 9.126 laxa og endar líklega í 9.300 löxum sem er feyknaveiði og gerir þetta að einu besta sumrinu í ánni. Veðrið síðustu tvo daga hefur sett nokkuð strik í reikninginn enda ringdi óskaplega á landinu öllu og veðrið þannig að það voru fáir sem treystu sér í að standa vaktina við bakkann. Það er veitt í sex daga til viðbótar eða til 20. október og ef veðrið helst skikkanlegt getur veiðin verið ágæt því það er ennþá nóg af laxi í ánni. Stærsti laxinn í sumar er 104 sm lax sem veiddist á Gutlfossbreiðu en hann er ekki eini stórlaxinn sem liggur í Ytri Rangá á þessu hausti. Það er vitað um tvo laxa sem eru óveiddir og flokkast undir að vera sannkallaðir stórlaxar á alla mælikvarða. Annar er 114 sm og hinn 120 sm sem myndi þá jafna stærsta laxinn í sumar ef hann þá veiðist. Þeir hafa lítið verið að sýna sig en annar þeirra sást þó vel þegar hann var að komast upp laxastigann við Ægissíðufoss og höfðu vitni sem sú hann fara upp það á orði að stiginn hefði bara verið á mörkunum við að vera af lítill fyrir hann. Laxateljarinn tekur svo stafræna skuggamynd af löxum sem þar fara í gegn svo upplýsingar um lengd liggja fyrir. Það er því spurning hvort þessir tveir höfðingjar eigi eftir að veiðast í sumar en það hlýtur jafnframt að vera hvatning fyrir þá sem eiga eftir að skjótast í Ytri Rangá næstu daga að vita af þeim óveiddum ennþá.
Mest lesið Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði "Dæmdur til að veiða aldrei lax framar" Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði 22 punda lax úr Jöklu Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði