Sendiherra Íslands gefur danska fótboltalandsliðinu góð ráð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2016 19:15 Vísir/Samsett mynd Íslenska fótboltalandsliðið hefur aldrei verið ofar á FIFA-listanum en þessi misserin og Danir horfa nú öfundaraugum á velgengi íslenska liðsins á meðan danska liðið hrynur niður styrkleikalistann. Ísland var í 27. sæti á síðasta lista, 19 sætum ofar en Danir, en fer væntanlega upp í 21. sæti á næsta lista. Danir detta aftur á móti niður um fjögur sæti eða alla leið í 50. sætið. Danir verða því væntanlega 29 sætum á eftir Íslandi á nýjum FIFA-lista. Politiken fjallar um íslenska landsliðið og ber saman ferðalag Íslands og Danmerkur á FIFA-listanum þar sem Danir hafa farið úr 11. sæti niður í það 50. en Íslendingar úr 112. sæti upp í það 21. Íslenska landsliðið er taplaust á toppi síns riðils í undankeppninni en Danir eru í 4. sæti í sínum riðli og hafa tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum. Benedikt Jónsson, Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn, mætti á leik Dana og Svartfellinga í undankeppni þar sem Danir töpuðu 1-0. Politiken nýtti tækifærið og fékk hans mat á gengi landsliðanna tveggja. „Ég varð fyrir vonbrigðum með leikinn í gær. Kannski er vandamálið að þið einblínið of mikið á of fáa leikmenn. Lýsendurnir tala nánast bara um Christian Eriksen,“ sagði Benedikt Jónsson en hann viðurkenndi um leið að hafa ekki meira vit á fótboltanum en að hafa leikið sér með boltann þegar hann var strákur. Blaðamaður Politiken spurði Benedikt um hvaða ráð hann gæti gefið danska landsliðinu í fótbolta? „Það eru ellefu leikmenn í liði. Íslenska leiðin er að einblína á allt liðið en ekki einstaklingana,“ sagði Benedikt en er hann bjartsýnn á það að Ísland komist á HM í fyrsta sinn? „Það eru bara nokkrir leikir búnir og það er erfitt að spá fyrir um það núna. Það voru samt ekki margir sem bjuggust við því að Ísland kæmist til Frakklands. Þeir eru í erfiðum riðli með Króatíu, Tyrklandi og Úkraínu en af hverju ekki?,“ sagði Benedikt. Það má finna viðtalið við hann og umfjöllunina hér. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tyrkir fengu „mikilvæga kennslustund í fótbolta“ frá Íslandi Tyrkneskir fjölmiðlar heillast af íslenska landsliðinu sem er búið að pakka Tyrkjum saman tvisvar sinnum á tveimur árum. 10. október 2016 09:00 „Hefðum ekki unnið Ísland þó við hefðum spilað til morguns“ Fyrrverandi landsliðsmaður Tyrklands var hrifinn af spilamennsku Íslands en langt frá því að vera sáttur með sína menn. 10. október 2016 08:00 Strákarnir okkar aldrei verið ofar á heimslistanum Íslenska fótboltalandsliðið bætir eigið met frá því eftir EM og er áfram langbesta liðið á Norðurlöndum. 12. október 2016 08:00 Eiður ánægður með strákana en skýtur létt á Alfreð fyrir brasilíska hornfánadansinn "Ég lærði af þeim besta,“ svaraði Alfreð markahæsta leikmanni íslenska landsliðsins frá upphafi. 10. október 2016 09:45 Drillo vill fá Lars til bjargar: „Hann er þjálfarinn sem Noregur þarf á að halda“ Norska landsliðið hefur sjaldan verið verið slakara og er þjálfarinn valtur í sessi. 13. október 2016 09:00 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Espanyol - Real Madrid | Geta unnið fimmta leikinn í röð Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Sjá meira
Íslenska fótboltalandsliðið hefur aldrei verið ofar á FIFA-listanum en þessi misserin og Danir horfa nú öfundaraugum á velgengi íslenska liðsins á meðan danska liðið hrynur niður styrkleikalistann. Ísland var í 27. sæti á síðasta lista, 19 sætum ofar en Danir, en fer væntanlega upp í 21. sæti á næsta lista. Danir detta aftur á móti niður um fjögur sæti eða alla leið í 50. sætið. Danir verða því væntanlega 29 sætum á eftir Íslandi á nýjum FIFA-lista. Politiken fjallar um íslenska landsliðið og ber saman ferðalag Íslands og Danmerkur á FIFA-listanum þar sem Danir hafa farið úr 11. sæti niður í það 50. en Íslendingar úr 112. sæti upp í það 21. Íslenska landsliðið er taplaust á toppi síns riðils í undankeppninni en Danir eru í 4. sæti í sínum riðli og hafa tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum. Benedikt Jónsson, Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn, mætti á leik Dana og Svartfellinga í undankeppni þar sem Danir töpuðu 1-0. Politiken nýtti tækifærið og fékk hans mat á gengi landsliðanna tveggja. „Ég varð fyrir vonbrigðum með leikinn í gær. Kannski er vandamálið að þið einblínið of mikið á of fáa leikmenn. Lýsendurnir tala nánast bara um Christian Eriksen,“ sagði Benedikt Jónsson en hann viðurkenndi um leið að hafa ekki meira vit á fótboltanum en að hafa leikið sér með boltann þegar hann var strákur. Blaðamaður Politiken spurði Benedikt um hvaða ráð hann gæti gefið danska landsliðinu í fótbolta? „Það eru ellefu leikmenn í liði. Íslenska leiðin er að einblína á allt liðið en ekki einstaklingana,“ sagði Benedikt en er hann bjartsýnn á það að Ísland komist á HM í fyrsta sinn? „Það eru bara nokkrir leikir búnir og það er erfitt að spá fyrir um það núna. Það voru samt ekki margir sem bjuggust við því að Ísland kæmist til Frakklands. Þeir eru í erfiðum riðli með Króatíu, Tyrklandi og Úkraínu en af hverju ekki?,“ sagði Benedikt. Það má finna viðtalið við hann og umfjöllunina hér.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tyrkir fengu „mikilvæga kennslustund í fótbolta“ frá Íslandi Tyrkneskir fjölmiðlar heillast af íslenska landsliðinu sem er búið að pakka Tyrkjum saman tvisvar sinnum á tveimur árum. 10. október 2016 09:00 „Hefðum ekki unnið Ísland þó við hefðum spilað til morguns“ Fyrrverandi landsliðsmaður Tyrklands var hrifinn af spilamennsku Íslands en langt frá því að vera sáttur með sína menn. 10. október 2016 08:00 Strákarnir okkar aldrei verið ofar á heimslistanum Íslenska fótboltalandsliðið bætir eigið met frá því eftir EM og er áfram langbesta liðið á Norðurlöndum. 12. október 2016 08:00 Eiður ánægður með strákana en skýtur létt á Alfreð fyrir brasilíska hornfánadansinn "Ég lærði af þeim besta,“ svaraði Alfreð markahæsta leikmanni íslenska landsliðsins frá upphafi. 10. október 2016 09:45 Drillo vill fá Lars til bjargar: „Hann er þjálfarinn sem Noregur þarf á að halda“ Norska landsliðið hefur sjaldan verið verið slakara og er þjálfarinn valtur í sessi. 13. október 2016 09:00 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Espanyol - Real Madrid | Geta unnið fimmta leikinn í röð Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Sjá meira
Tyrkir fengu „mikilvæga kennslustund í fótbolta“ frá Íslandi Tyrkneskir fjölmiðlar heillast af íslenska landsliðinu sem er búið að pakka Tyrkjum saman tvisvar sinnum á tveimur árum. 10. október 2016 09:00
„Hefðum ekki unnið Ísland þó við hefðum spilað til morguns“ Fyrrverandi landsliðsmaður Tyrklands var hrifinn af spilamennsku Íslands en langt frá því að vera sáttur með sína menn. 10. október 2016 08:00
Strákarnir okkar aldrei verið ofar á heimslistanum Íslenska fótboltalandsliðið bætir eigið met frá því eftir EM og er áfram langbesta liðið á Norðurlöndum. 12. október 2016 08:00
Eiður ánægður með strákana en skýtur létt á Alfreð fyrir brasilíska hornfánadansinn "Ég lærði af þeim besta,“ svaraði Alfreð markahæsta leikmanni íslenska landsliðsins frá upphafi. 10. október 2016 09:45
Drillo vill fá Lars til bjargar: „Hann er þjálfarinn sem Noregur þarf á að halda“ Norska landsliðið hefur sjaldan verið verið slakara og er þjálfarinn valtur í sessi. 13. október 2016 09:00