Sendiherra Íslands gefur danska fótboltalandsliðinu góð ráð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2016 19:15 Vísir/Samsett mynd Íslenska fótboltalandsliðið hefur aldrei verið ofar á FIFA-listanum en þessi misserin og Danir horfa nú öfundaraugum á velgengi íslenska liðsins á meðan danska liðið hrynur niður styrkleikalistann. Ísland var í 27. sæti á síðasta lista, 19 sætum ofar en Danir, en fer væntanlega upp í 21. sæti á næsta lista. Danir detta aftur á móti niður um fjögur sæti eða alla leið í 50. sætið. Danir verða því væntanlega 29 sætum á eftir Íslandi á nýjum FIFA-lista. Politiken fjallar um íslenska landsliðið og ber saman ferðalag Íslands og Danmerkur á FIFA-listanum þar sem Danir hafa farið úr 11. sæti niður í það 50. en Íslendingar úr 112. sæti upp í það 21. Íslenska landsliðið er taplaust á toppi síns riðils í undankeppninni en Danir eru í 4. sæti í sínum riðli og hafa tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum. Benedikt Jónsson, Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn, mætti á leik Dana og Svartfellinga í undankeppni þar sem Danir töpuðu 1-0. Politiken nýtti tækifærið og fékk hans mat á gengi landsliðanna tveggja. „Ég varð fyrir vonbrigðum með leikinn í gær. Kannski er vandamálið að þið einblínið of mikið á of fáa leikmenn. Lýsendurnir tala nánast bara um Christian Eriksen,“ sagði Benedikt Jónsson en hann viðurkenndi um leið að hafa ekki meira vit á fótboltanum en að hafa leikið sér með boltann þegar hann var strákur. Blaðamaður Politiken spurði Benedikt um hvaða ráð hann gæti gefið danska landsliðinu í fótbolta? „Það eru ellefu leikmenn í liði. Íslenska leiðin er að einblína á allt liðið en ekki einstaklingana,“ sagði Benedikt en er hann bjartsýnn á það að Ísland komist á HM í fyrsta sinn? „Það eru bara nokkrir leikir búnir og það er erfitt að spá fyrir um það núna. Það voru samt ekki margir sem bjuggust við því að Ísland kæmist til Frakklands. Þeir eru í erfiðum riðli með Króatíu, Tyrklandi og Úkraínu en af hverju ekki?,“ sagði Benedikt. Það má finna viðtalið við hann og umfjöllunina hér. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tyrkir fengu „mikilvæga kennslustund í fótbolta“ frá Íslandi Tyrkneskir fjölmiðlar heillast af íslenska landsliðinu sem er búið að pakka Tyrkjum saman tvisvar sinnum á tveimur árum. 10. október 2016 09:00 „Hefðum ekki unnið Ísland þó við hefðum spilað til morguns“ Fyrrverandi landsliðsmaður Tyrklands var hrifinn af spilamennsku Íslands en langt frá því að vera sáttur með sína menn. 10. október 2016 08:00 Strákarnir okkar aldrei verið ofar á heimslistanum Íslenska fótboltalandsliðið bætir eigið met frá því eftir EM og er áfram langbesta liðið á Norðurlöndum. 12. október 2016 08:00 Eiður ánægður með strákana en skýtur létt á Alfreð fyrir brasilíska hornfánadansinn "Ég lærði af þeim besta,“ svaraði Alfreð markahæsta leikmanni íslenska landsliðsins frá upphafi. 10. október 2016 09:45 Drillo vill fá Lars til bjargar: „Hann er þjálfarinn sem Noregur þarf á að halda“ Norska landsliðið hefur sjaldan verið verið slakara og er þjálfarinn valtur í sessi. 13. október 2016 09:00 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Íslenska fótboltalandsliðið hefur aldrei verið ofar á FIFA-listanum en þessi misserin og Danir horfa nú öfundaraugum á velgengi íslenska liðsins á meðan danska liðið hrynur niður styrkleikalistann. Ísland var í 27. sæti á síðasta lista, 19 sætum ofar en Danir, en fer væntanlega upp í 21. sæti á næsta lista. Danir detta aftur á móti niður um fjögur sæti eða alla leið í 50. sætið. Danir verða því væntanlega 29 sætum á eftir Íslandi á nýjum FIFA-lista. Politiken fjallar um íslenska landsliðið og ber saman ferðalag Íslands og Danmerkur á FIFA-listanum þar sem Danir hafa farið úr 11. sæti niður í það 50. en Íslendingar úr 112. sæti upp í það 21. Íslenska landsliðið er taplaust á toppi síns riðils í undankeppninni en Danir eru í 4. sæti í sínum riðli og hafa tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum. Benedikt Jónsson, Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn, mætti á leik Dana og Svartfellinga í undankeppni þar sem Danir töpuðu 1-0. Politiken nýtti tækifærið og fékk hans mat á gengi landsliðanna tveggja. „Ég varð fyrir vonbrigðum með leikinn í gær. Kannski er vandamálið að þið einblínið of mikið á of fáa leikmenn. Lýsendurnir tala nánast bara um Christian Eriksen,“ sagði Benedikt Jónsson en hann viðurkenndi um leið að hafa ekki meira vit á fótboltanum en að hafa leikið sér með boltann þegar hann var strákur. Blaðamaður Politiken spurði Benedikt um hvaða ráð hann gæti gefið danska landsliðinu í fótbolta? „Það eru ellefu leikmenn í liði. Íslenska leiðin er að einblína á allt liðið en ekki einstaklingana,“ sagði Benedikt en er hann bjartsýnn á það að Ísland komist á HM í fyrsta sinn? „Það eru bara nokkrir leikir búnir og það er erfitt að spá fyrir um það núna. Það voru samt ekki margir sem bjuggust við því að Ísland kæmist til Frakklands. Þeir eru í erfiðum riðli með Króatíu, Tyrklandi og Úkraínu en af hverju ekki?,“ sagði Benedikt. Það má finna viðtalið við hann og umfjöllunina hér.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tyrkir fengu „mikilvæga kennslustund í fótbolta“ frá Íslandi Tyrkneskir fjölmiðlar heillast af íslenska landsliðinu sem er búið að pakka Tyrkjum saman tvisvar sinnum á tveimur árum. 10. október 2016 09:00 „Hefðum ekki unnið Ísland þó við hefðum spilað til morguns“ Fyrrverandi landsliðsmaður Tyrklands var hrifinn af spilamennsku Íslands en langt frá því að vera sáttur með sína menn. 10. október 2016 08:00 Strákarnir okkar aldrei verið ofar á heimslistanum Íslenska fótboltalandsliðið bætir eigið met frá því eftir EM og er áfram langbesta liðið á Norðurlöndum. 12. október 2016 08:00 Eiður ánægður með strákana en skýtur létt á Alfreð fyrir brasilíska hornfánadansinn "Ég lærði af þeim besta,“ svaraði Alfreð markahæsta leikmanni íslenska landsliðsins frá upphafi. 10. október 2016 09:45 Drillo vill fá Lars til bjargar: „Hann er þjálfarinn sem Noregur þarf á að halda“ Norska landsliðið hefur sjaldan verið verið slakara og er þjálfarinn valtur í sessi. 13. október 2016 09:00 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Tyrkir fengu „mikilvæga kennslustund í fótbolta“ frá Íslandi Tyrkneskir fjölmiðlar heillast af íslenska landsliðinu sem er búið að pakka Tyrkjum saman tvisvar sinnum á tveimur árum. 10. október 2016 09:00
„Hefðum ekki unnið Ísland þó við hefðum spilað til morguns“ Fyrrverandi landsliðsmaður Tyrklands var hrifinn af spilamennsku Íslands en langt frá því að vera sáttur með sína menn. 10. október 2016 08:00
Strákarnir okkar aldrei verið ofar á heimslistanum Íslenska fótboltalandsliðið bætir eigið met frá því eftir EM og er áfram langbesta liðið á Norðurlöndum. 12. október 2016 08:00
Eiður ánægður með strákana en skýtur létt á Alfreð fyrir brasilíska hornfánadansinn "Ég lærði af þeim besta,“ svaraði Alfreð markahæsta leikmanni íslenska landsliðsins frá upphafi. 10. október 2016 09:45
Drillo vill fá Lars til bjargar: „Hann er þjálfarinn sem Noregur þarf á að halda“ Norska landsliðið hefur sjaldan verið verið slakara og er þjálfarinn valtur í sessi. 13. október 2016 09:00