Toyota og Suzuki tilkynna samstarf Finnur Thorlacius skrifar 12. október 2016 15:39 Tveir japanskir bílaframleiðendur bindast böndum. Forstjórar Toyota og Suzuki tilkynntu í dag um samstarf við þróun nýrra bíla sinna. Með því spara bæði fyrirtækin þróunarkostnað og verða samkeppnishæfari við aðra bílaframleiðendur. Þróunarsamstarf meðal bílaframleiðenda hefur aukist mjög á síðustu árum til að ná samkeppnisforskoti. Toyota er ekki þekkt fyrir að eiga í miklu samstarfi við aðra bílaframleiðendur, en er þó að þróa sportbíl með BMW og á auk þess í miklu samstarfi við Daihatsu gegnum eignarhald á fyrirtækinu. Toyota hefur reyndar viðurkennt að á mörgum sviðum sé fyrirtækið á eftir í þróun tæknibúnaðar og nefnir þar öryggismál, sparneytni og mengunarmál, afþreyingarkerfi, sjálfakandi bíla og vetnisvæðingu. Toyota ætlar að vinna að bótum á þessum sviðum með Suzuki og dreifa kostnaðinum við það með því samstarfi. Það var að frumkvæði Suzuki sem af þessu samstarfi fyrirtækjanna tveggja varð. Toyota hefur einnig hug á að þeirri tækni sem Suzuki býr að við smíð mjög smárra bíla fyrir Indlands- og Japansmarkað. Suzuki dró sig af bílamarkaði í Bandaríkjunum árið 2013 og einbeitti sér í meira mæli að smíði minni bíla og hefur lagt mesta áherslu á að hafa þá ódýra og því ekki lagt mikla áherslu á nýjustu tækni í bílum sínum. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent
Forstjórar Toyota og Suzuki tilkynntu í dag um samstarf við þróun nýrra bíla sinna. Með því spara bæði fyrirtækin þróunarkostnað og verða samkeppnishæfari við aðra bílaframleiðendur. Þróunarsamstarf meðal bílaframleiðenda hefur aukist mjög á síðustu árum til að ná samkeppnisforskoti. Toyota er ekki þekkt fyrir að eiga í miklu samstarfi við aðra bílaframleiðendur, en er þó að þróa sportbíl með BMW og á auk þess í miklu samstarfi við Daihatsu gegnum eignarhald á fyrirtækinu. Toyota hefur reyndar viðurkennt að á mörgum sviðum sé fyrirtækið á eftir í þróun tæknibúnaðar og nefnir þar öryggismál, sparneytni og mengunarmál, afþreyingarkerfi, sjálfakandi bíla og vetnisvæðingu. Toyota ætlar að vinna að bótum á þessum sviðum með Suzuki og dreifa kostnaðinum við það með því samstarfi. Það var að frumkvæði Suzuki sem af þessu samstarfi fyrirtækjanna tveggja varð. Toyota hefur einnig hug á að þeirri tækni sem Suzuki býr að við smíð mjög smárra bíla fyrir Indlands- og Japansmarkað. Suzuki dró sig af bílamarkaði í Bandaríkjunum árið 2013 og einbeitti sér í meira mæli að smíði minni bíla og hefur lagt mesta áherslu á að hafa þá ódýra og því ekki lagt mikla áherslu á nýjustu tækni í bílum sínum.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent