Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Úkraína 2-4 | EM-draumurinn úti | Sjáðu mörkin og myndirnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2016 19:45 Ísland fer ekki á EM U-21 liða á næsta ári en það varð ljóst eftir ótrúlegt 4-2 tap fyrir Úkraínu í lokaleik sínum í undankeppninni í dag.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Laugardalnum í dag og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Sigur í dag hefði fært íslenska liðinu farseðil á lokamótið í Póllandi og Ísland komst yfir með marki Daníels Leó Grétarssonar í fyrri hálfleik. Úkraína jafnaði metin snemma í síðari hálfleik og komst svo yfir þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Elías Már Ómarsson jafnaði metin á 88. mínútu en okkar menn þurftu annað mark til að tryggja sér sigur á farseðil á EM. Jafntefli hefði ekki dugað. Sókndjörfu íslensku liði var refsað með tveimur mörkum Úkraínu á lokamínútunum, þrátt fyrir að einn gestanna hafi verið rekinn af velli með rautt spjald.Frábær fyrri hálfleikur í erfiðum aðstæðum Íslenska liðið kom inn í leikinn af miklum krafti og ljóst að liðið ætlaði sér að feta í fótspor A-landsliðsins og næla í tvo heimasigra í röð. Liðið tók fljótlega öll völd á vellinum og þar fór framlína liðsins með þá félaga Kristján Flóka Finnbogason, Aron Elís Þrándarson og Elías Már Ómarsson fremst í flokki. Þeir voru síógnandi og á þriggja mínútna kafla um miðbik hálfleiksins fékk liðið þrjú ágæt færi til að skora, það besta Aron Elís þegar hann var einn og óvaldaður á fjærstöng eftir fyrirgjöf Adams Arnar Arnarsonar. Ísinn var brotinn á 21. mínútu þegar bakvörðurinn Daníel Leó Grétarsson skallaði boltann í markið eftir hornspyrnu frá Böðvari Böðvarssyni. Markið var reyndar afar keimlíkt umdeildu marki Ragnars Sigurðssonar gegn Finnum í síðustu viku þar sem Úkraínumenn hreinsuðu boltann frá marki áður en hann snerti netið. Dómarar leiksins voru þó vissir í sinni sök og dæmdu mark Daníels gott og gilt en sjónvarpsmyndavélar sýndu að boltinn var kominn vel yfir línuna. Strákarnir héldu uppteknum hætti eftir markið og voru klaufar að skora ekki fleiri í mörk í fyrri hálfleik. Miðað við spilamennsku liðanna í fyrri hálfleik er óhætt að segja að íslenska liðið hefði gert út um leikinn með öðru marki fyrir hálfleik. Úkraínumönnum óx þó ásmegin undur lok fyrri hálfleiksins og skoruðu mark sem ranglega var dæmt af vegna rangstöðu. Viðvörunarbjöllurnar voru því rétt byrjaðar að hringja áður en flautað var til hálfleiks.Elías Már Ómarsson var mjög sprækur í leiknum.Vísir/ErnirÚkraínumenn gengu á lagið í upphafi seinni hálfleiks Það virðist þó ekki hafa dugað til að halda mönnum á tánum. Úkraínumenn komu afar vel stemmdir inn í fyrri hálfleik en það íslenska virtist vera sátt með 1-0 forystu. Það er þó ávallt hættulegur leikur enda fengu Íslendingar jöfnunarmarkið í andlitið á 55. mínútu. Íslenska haustið minnti rækilega á sig en það bæði rigndi og blés hressilega á Laugardalsvelli í kvöld. Það hafði sín áhrif á jöfnunarmarkið en fyrirgjöf Andriy Borachuck fauk hreinlega í markið af hægri vængnum. Við þetta þurftu Íslendingar að sækja sigurinn enda voru Makedónía og Frakkar að vinna sína leiki. Íslendingar fengu sín færi og með smá heppni hefði jöfnunarmarkið komið fyrr. Besta færið fékk Elías Már Ómarsson á 59. mínútu en Roman Pidkivka í marki gestanna varði fast skot hans í teignum af stuttu færi. Íslendingar reyndu að sækja en uppskáru ekki jöfnunarmarkið fyrr en á 88. mínútu þegar Elías Már skoraði eftir góðan undirbúning íslenska liðsins. Við það setti íslenska liðið allan sinn slagkraft í að sækja sigurinn. Vörnin mætti afgangs og Úkraínumenn skoruðu tvö mörk í restina. 2-4 tap staðreynd. Tapið var óneitanlega svekkjandi enda þurfti Ísland aðeins að vinna sigur til þess að feta í fótspor íslensku A-landsliðanna og ná í sæti á lokakeppni Evrópukeppninnar. Afar svekkjandi eftir að liðið hafði staðið sig svo vel hingað til í keppninni.Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U-21.mynd/ksí/hilmar þórEyjólfur: Stákarnir stóðust ekki prófið Þetta er gríðarlega svekkjandi,“ sagði Eyjólfur Sverrisson, þjálfari íslenska U-21 landsliðsins, eftir tap fyrir Úkraínu á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland skoraði aðeins eitt mark í fyrri hálfleik þrátt fyrir að skapa sér fjölda færa. Úkraína jafnaði svo metin snemma í síðari hálfleik og hleypti leiknum í uppnám. „Við fengum klaufalegt mark á okkur og það breytti leiknum. Við þurftum að leysa upp leikinn og spila bara sóknarbolta. Við erum ekki góðir í því,“ sagði Eyjólfur eftir leikinn. „Við þurftum að opna okkur og því fór sem fór. Við áttum að klára þetta í fyrri hálfleik enda voru þeir ekki að skapa sér færi. Mörkin sem við fengum á okkur voru bara klaufaleg.“ Hann segir að slæmt veður sé engin afsökun. „Við áttum bara að nýta færin í fyrri hálfleik. Þá hefði þetta verið búið.“ „Mér líður illa. Sérstaklega fyrir hönd strákanna. Þeir komu sér í þessa stöðu og því miður náðu þeir ekki að nýta sér þetta tækifæri. Því miður stóðust þeir ekki prófið. Seinni hálfleikur var ekki nógu öflugur hjá okkur.“Hjörtur í leiknum í kvöld.Vísir/ErnirHjörtur: Framtíðin er björt Hjörtur Hermannsson var fyrirliði íslenska landsliðsins í kvöld. Hann var að vonum svekktur í leikslok. „Þetta er gífurlega súrt eftir alla þessa vegferð. Við gefum allt í okkar leik í dag og spilum líklega besta fyrri hálfleik sem við höfum spilað í keppninni. Við erum yfir á öllum vígsstöðum,“ segir Hjörtur. Liðið spilaði einmitt fantavel í fyrri hálfleik en kom ekki nógu ákveðið til leiks í seinni hálfleik. Úkraínumenn gengu á lagið og uppskáru mark snemma leiks í hálfleiknum. Hjörtur segir að þó hafi verið rætt um í hálfleik að koma sterkir til leiks eftir hálfleik. „Þeir koma vel stemmdir á meðan við virðumst ætla að sitja á markinu í fyrri hálfleik þó að við höfum rætt það í fyrri hálfleik að koma inn í seinni hálfleikinn eins og staðan væri bara 0-0. Við vissum að 1-0 væri ekki nóg,“ segir Hjörtur og bætir við að jöfnunarmarkinu hafi verið erfitt að kyngja. „Þeir lágu á okkur og markið dettur á ótrúlegan hátt. Þetta hefði kannski fallið með okkur hefði það ekki dottið inn. Það var mikið högg á fá það á sig en eftir það þurftum við að sækja þessi þrjú stig,“ Íslendingar blésu til sóknar til að sækja sigurinn sem þurfti til að tryggja farseðilinn til Póllands og við það opnaðist vörn Íslands og Úkraínumenn gengu á lagið og skoruðu tvívegis í lokin til að tryggja sér 2-4 sigur. Hirti fannst þó íslenska liðið alltaf líklegt til að ná sigrinum. „Við vorum samt líklegir og mér fannst við alveg geta klárað þetta alveg þangað til á 88. mínútu þegar þeir klára leikinn með þriðja markinu.“ Hann segir að það sé afar súrt að detta út á þennan hátt enda hafi sæti í lokamótinu verið markmið síðustu tveggja ára. Ljóst sé þó að framtíðin sé björt fyrir íslenska knattspyrnu. „Þetta er súrt en eins og við sáum í þessum leik þá er helling af flottum fótboltamönnum á leiðinni og það boðar bara gott fyrir íslenska knattspyrnu.“Aron Elís var sprækur í kvöld.Vísir/ErnirAron Elís: „Við klúðruðum þessu sjálfir“Aron Elís Þrándarsson var súr á svipinn eftir að Ísland tapaði gegn Úkraínu í lokaleik undankeppninnar fyrir Evrópukeppni u-21 í fótbolta í kvöld. Lokatölur 2-4 og Aron Elís segir að íslensku leikmennirnir geti sjálfum sér um kennt. „Við klúðruðum þessu sjálfir. Í stöðunni 1-0 leið mér ágætlega en í seinni hálfleik leysist leikurinn upp þegar þeir jafna og það er nákvæmlega það sem við vildum ekki,“ segir Aron Elís. Íslenska liðið spilaði frábærlega í fyrri hálfleik og hefði léttilega getað gengið frá leiknum með smá heppni. Það gekk þó ekki eftir og Úkraínumenn komu vel stemmdir inn í seinni hálfleik. „Við vissum að þeir myndu keyra á okkur. Kannski var hugsunin hjá okkur að við værum komnir með markið og að þá þyrftum við að halda. Eftir á að hyggja er það kannski of varnarsinnuð hugsun en svo fór sem fór,“ segir Aron Elís. Íslenska liðið þurfti aðeins á sigri að halda óháð öðrum úrslitum en tapið gerði það að verkum að bæði Makedónía og Frakkland skutust upp fyrir Ísland sem situr eftir með sárt ennið. Aron Elís var eðlilega vonsvikinn í leikslok. „Þú getur rétt ímyndað þér hvernig tilfinningin er. Þetta er tveggja ára vinna og við klúðrum þessu í síðasta leik á heimavelli.“1-0 fyrir Ísland Úkraínumenn jafna Úkraínumenn komast í 2-1 Elías Már jafnar í 2-2 Elías Már Ómarsson í leiknum í kvöld.Vísir/Ernir Íslenski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Ísland fer ekki á EM U-21 liða á næsta ári en það varð ljóst eftir ótrúlegt 4-2 tap fyrir Úkraínu í lokaleik sínum í undankeppninni í dag.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Laugardalnum í dag og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Sigur í dag hefði fært íslenska liðinu farseðil á lokamótið í Póllandi og Ísland komst yfir með marki Daníels Leó Grétarssonar í fyrri hálfleik. Úkraína jafnaði metin snemma í síðari hálfleik og komst svo yfir þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Elías Már Ómarsson jafnaði metin á 88. mínútu en okkar menn þurftu annað mark til að tryggja sér sigur á farseðil á EM. Jafntefli hefði ekki dugað. Sókndjörfu íslensku liði var refsað með tveimur mörkum Úkraínu á lokamínútunum, þrátt fyrir að einn gestanna hafi verið rekinn af velli með rautt spjald.Frábær fyrri hálfleikur í erfiðum aðstæðum Íslenska liðið kom inn í leikinn af miklum krafti og ljóst að liðið ætlaði sér að feta í fótspor A-landsliðsins og næla í tvo heimasigra í röð. Liðið tók fljótlega öll völd á vellinum og þar fór framlína liðsins með þá félaga Kristján Flóka Finnbogason, Aron Elís Þrándarson og Elías Már Ómarsson fremst í flokki. Þeir voru síógnandi og á þriggja mínútna kafla um miðbik hálfleiksins fékk liðið þrjú ágæt færi til að skora, það besta Aron Elís þegar hann var einn og óvaldaður á fjærstöng eftir fyrirgjöf Adams Arnar Arnarsonar. Ísinn var brotinn á 21. mínútu þegar bakvörðurinn Daníel Leó Grétarsson skallaði boltann í markið eftir hornspyrnu frá Böðvari Böðvarssyni. Markið var reyndar afar keimlíkt umdeildu marki Ragnars Sigurðssonar gegn Finnum í síðustu viku þar sem Úkraínumenn hreinsuðu boltann frá marki áður en hann snerti netið. Dómarar leiksins voru þó vissir í sinni sök og dæmdu mark Daníels gott og gilt en sjónvarpsmyndavélar sýndu að boltinn var kominn vel yfir línuna. Strákarnir héldu uppteknum hætti eftir markið og voru klaufar að skora ekki fleiri í mörk í fyrri hálfleik. Miðað við spilamennsku liðanna í fyrri hálfleik er óhætt að segja að íslenska liðið hefði gert út um leikinn með öðru marki fyrir hálfleik. Úkraínumönnum óx þó ásmegin undur lok fyrri hálfleiksins og skoruðu mark sem ranglega var dæmt af vegna rangstöðu. Viðvörunarbjöllurnar voru því rétt byrjaðar að hringja áður en flautað var til hálfleiks.Elías Már Ómarsson var mjög sprækur í leiknum.Vísir/ErnirÚkraínumenn gengu á lagið í upphafi seinni hálfleiks Það virðist þó ekki hafa dugað til að halda mönnum á tánum. Úkraínumenn komu afar vel stemmdir inn í fyrri hálfleik en það íslenska virtist vera sátt með 1-0 forystu. Það er þó ávallt hættulegur leikur enda fengu Íslendingar jöfnunarmarkið í andlitið á 55. mínútu. Íslenska haustið minnti rækilega á sig en það bæði rigndi og blés hressilega á Laugardalsvelli í kvöld. Það hafði sín áhrif á jöfnunarmarkið en fyrirgjöf Andriy Borachuck fauk hreinlega í markið af hægri vængnum. Við þetta þurftu Íslendingar að sækja sigurinn enda voru Makedónía og Frakkar að vinna sína leiki. Íslendingar fengu sín færi og með smá heppni hefði jöfnunarmarkið komið fyrr. Besta færið fékk Elías Már Ómarsson á 59. mínútu en Roman Pidkivka í marki gestanna varði fast skot hans í teignum af stuttu færi. Íslendingar reyndu að sækja en uppskáru ekki jöfnunarmarkið fyrr en á 88. mínútu þegar Elías Már skoraði eftir góðan undirbúning íslenska liðsins. Við það setti íslenska liðið allan sinn slagkraft í að sækja sigurinn. Vörnin mætti afgangs og Úkraínumenn skoruðu tvö mörk í restina. 2-4 tap staðreynd. Tapið var óneitanlega svekkjandi enda þurfti Ísland aðeins að vinna sigur til þess að feta í fótspor íslensku A-landsliðanna og ná í sæti á lokakeppni Evrópukeppninnar. Afar svekkjandi eftir að liðið hafði staðið sig svo vel hingað til í keppninni.Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U-21.mynd/ksí/hilmar þórEyjólfur: Stákarnir stóðust ekki prófið Þetta er gríðarlega svekkjandi,“ sagði Eyjólfur Sverrisson, þjálfari íslenska U-21 landsliðsins, eftir tap fyrir Úkraínu á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland skoraði aðeins eitt mark í fyrri hálfleik þrátt fyrir að skapa sér fjölda færa. Úkraína jafnaði svo metin snemma í síðari hálfleik og hleypti leiknum í uppnám. „Við fengum klaufalegt mark á okkur og það breytti leiknum. Við þurftum að leysa upp leikinn og spila bara sóknarbolta. Við erum ekki góðir í því,“ sagði Eyjólfur eftir leikinn. „Við þurftum að opna okkur og því fór sem fór. Við áttum að klára þetta í fyrri hálfleik enda voru þeir ekki að skapa sér færi. Mörkin sem við fengum á okkur voru bara klaufaleg.“ Hann segir að slæmt veður sé engin afsökun. „Við áttum bara að nýta færin í fyrri hálfleik. Þá hefði þetta verið búið.“ „Mér líður illa. Sérstaklega fyrir hönd strákanna. Þeir komu sér í þessa stöðu og því miður náðu þeir ekki að nýta sér þetta tækifæri. Því miður stóðust þeir ekki prófið. Seinni hálfleikur var ekki nógu öflugur hjá okkur.“Hjörtur í leiknum í kvöld.Vísir/ErnirHjörtur: Framtíðin er björt Hjörtur Hermannsson var fyrirliði íslenska landsliðsins í kvöld. Hann var að vonum svekktur í leikslok. „Þetta er gífurlega súrt eftir alla þessa vegferð. Við gefum allt í okkar leik í dag og spilum líklega besta fyrri hálfleik sem við höfum spilað í keppninni. Við erum yfir á öllum vígsstöðum,“ segir Hjörtur. Liðið spilaði einmitt fantavel í fyrri hálfleik en kom ekki nógu ákveðið til leiks í seinni hálfleik. Úkraínumenn gengu á lagið og uppskáru mark snemma leiks í hálfleiknum. Hjörtur segir að þó hafi verið rætt um í hálfleik að koma sterkir til leiks eftir hálfleik. „Þeir koma vel stemmdir á meðan við virðumst ætla að sitja á markinu í fyrri hálfleik þó að við höfum rætt það í fyrri hálfleik að koma inn í seinni hálfleikinn eins og staðan væri bara 0-0. Við vissum að 1-0 væri ekki nóg,“ segir Hjörtur og bætir við að jöfnunarmarkinu hafi verið erfitt að kyngja. „Þeir lágu á okkur og markið dettur á ótrúlegan hátt. Þetta hefði kannski fallið með okkur hefði það ekki dottið inn. Það var mikið högg á fá það á sig en eftir það þurftum við að sækja þessi þrjú stig,“ Íslendingar blésu til sóknar til að sækja sigurinn sem þurfti til að tryggja farseðilinn til Póllands og við það opnaðist vörn Íslands og Úkraínumenn gengu á lagið og skoruðu tvívegis í lokin til að tryggja sér 2-4 sigur. Hirti fannst þó íslenska liðið alltaf líklegt til að ná sigrinum. „Við vorum samt líklegir og mér fannst við alveg geta klárað þetta alveg þangað til á 88. mínútu þegar þeir klára leikinn með þriðja markinu.“ Hann segir að það sé afar súrt að detta út á þennan hátt enda hafi sæti í lokamótinu verið markmið síðustu tveggja ára. Ljóst sé þó að framtíðin sé björt fyrir íslenska knattspyrnu. „Þetta er súrt en eins og við sáum í þessum leik þá er helling af flottum fótboltamönnum á leiðinni og það boðar bara gott fyrir íslenska knattspyrnu.“Aron Elís var sprækur í kvöld.Vísir/ErnirAron Elís: „Við klúðruðum þessu sjálfir“Aron Elís Þrándarsson var súr á svipinn eftir að Ísland tapaði gegn Úkraínu í lokaleik undankeppninnar fyrir Evrópukeppni u-21 í fótbolta í kvöld. Lokatölur 2-4 og Aron Elís segir að íslensku leikmennirnir geti sjálfum sér um kennt. „Við klúðruðum þessu sjálfir. Í stöðunni 1-0 leið mér ágætlega en í seinni hálfleik leysist leikurinn upp þegar þeir jafna og það er nákvæmlega það sem við vildum ekki,“ segir Aron Elís. Íslenska liðið spilaði frábærlega í fyrri hálfleik og hefði léttilega getað gengið frá leiknum með smá heppni. Það gekk þó ekki eftir og Úkraínumenn komu vel stemmdir inn í seinni hálfleik. „Við vissum að þeir myndu keyra á okkur. Kannski var hugsunin hjá okkur að við værum komnir með markið og að þá þyrftum við að halda. Eftir á að hyggja er það kannski of varnarsinnuð hugsun en svo fór sem fór,“ segir Aron Elís. Íslenska liðið þurfti aðeins á sigri að halda óháð öðrum úrslitum en tapið gerði það að verkum að bæði Makedónía og Frakkland skutust upp fyrir Ísland sem situr eftir með sárt ennið. Aron Elís var eðlilega vonsvikinn í leikslok. „Þú getur rétt ímyndað þér hvernig tilfinningin er. Þetta er tveggja ára vinna og við klúðrum þessu í síðasta leik á heimavelli.“1-0 fyrir Ísland Úkraínumenn jafna Úkraínumenn komast í 2-1 Elías Már jafnar í 2-2 Elías Már Ómarsson í leiknum í kvöld.Vísir/Ernir
Íslenski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti