Tyrkir fengu „mikilvæga kennslustund í fótbolta“ frá Íslandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. október 2016 09:00 Birkir Bjarnason var með framhaldsnámskeið í miðjuspilsfræðum í gærkvöldi. vísir/ernir Tyrkneska landsliðið í fótbolta var tætt í sundur í Laugardalnum í gær þegar það tapaði, 2-0, fyrir strákunum okkar í þriðju umferð undankeppni HM 2018 í fótbolta. Þetta er í annað sinn á tveimur árum sem Tyrkir steinliggja í Laugardalnum en liðin mættust í fyrsta leik undankeppni EM 2016 og þá vann Ísland, 3-0.Sjá einnig:Einkunnir Íslands gegn Tyrklandi: Kári bestur Tyrkir unnu seinni leikinn ytra fyrir ári síðan en þá þurfti Tyrkland að vinna til að komast á EM en Ísland var löngu búið að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í Frakklandi. Þar komst Ísland í átta liða úrslit en Tyrkir fór heim eftir riðlakeppnina. Tyrkneskir fjölmiðlar og sérfræðingar heillast af spilamennsku okkar manna. Eins og Vísir sagði frá í morgun var Ridvan Dilmen, fyrrverandi landsliðsmaður Tyrklands, á því að sínir menn hefðu ekki getað landað sigri í Laugardalnum þó spilað hefði verið til morgun. Fyrirsögn umfjöllunar BirGün eftir leikinn er: „Fótboltakennsla frá Íslandi.“ Þar er farið fögrum orðum um strákana okkar og spilamennsku liðsins bæði í gær og fyrir tveimur árum.Sjá einnig:Heimir við Tólfuna: „Fokking var þetta ekki bæting?“ Skrifað er um að kerfið einfaldlega virki hjá íslenska liðinu á meðan það sem Fatih Terim, landsliðsþjálfari Tyrklands, setti upp var langt frá því að virka. Tyrkland er nú búið að koma tvisvar hingað til lands á tveimur árum og tapa í bæði skiptin gegn íslensku liði sem spilaði alveg eins í bæði skiptin og vann sannfærandi sigra. Íslenska uppleggið er sagt einfaldlega virka og að því leyti fékk Tyrkland mikilvæga kennslustund í fótbolta í Laugardalnum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Hefðum ekki unnið Ísland þó við hefðum spilað til morguns“ Fyrrverandi landsliðsmaður Tyrklands var hrifinn af spilamennsku Íslands en langt frá því að vera sáttur með sína menn. 10. október 2016 08:00 Jón Daði: Liðsheildin er svakaleg Jón Daði Böðvarsson kom aftur inn í byrjunarlið Íslands eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í leiknum gegn Finnlandi. 9. október 2016 22:02 Hannes Þór: Ekki algengt að muna ekki eftir færi Hannes Þór Halldórsson átti fremur náðugan dag í íslenska markinu gegn Tyrkjum í kvöld. 9. október 2016 22:15 Birkir: Tyrkir sköpuðu sér varla færi í kvöld Birkir Bjarnason var gríðarlega sáttur eftir 2-0 sigur Íslands gegn Tyrklandi í kvöld en hann sagði spilamennsku kvöldsins mun heildsteyptari en gegn Finnum og að Ísland hefði engin færi gefið á sér. 9. október 2016 21:56 Mikið líf á Twitter yfir landsleiknum Það er alltaf líf og fjör á samfélagsmiðlum þegar íslenska landsliðið í fótbolta leikur og sjaldan er meira fjör en þegar liðið leikur vel. 9. október 2016 22:15 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Sjá meira
Tyrkneska landsliðið í fótbolta var tætt í sundur í Laugardalnum í gær þegar það tapaði, 2-0, fyrir strákunum okkar í þriðju umferð undankeppni HM 2018 í fótbolta. Þetta er í annað sinn á tveimur árum sem Tyrkir steinliggja í Laugardalnum en liðin mættust í fyrsta leik undankeppni EM 2016 og þá vann Ísland, 3-0.Sjá einnig:Einkunnir Íslands gegn Tyrklandi: Kári bestur Tyrkir unnu seinni leikinn ytra fyrir ári síðan en þá þurfti Tyrkland að vinna til að komast á EM en Ísland var löngu búið að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í Frakklandi. Þar komst Ísland í átta liða úrslit en Tyrkir fór heim eftir riðlakeppnina. Tyrkneskir fjölmiðlar og sérfræðingar heillast af spilamennsku okkar manna. Eins og Vísir sagði frá í morgun var Ridvan Dilmen, fyrrverandi landsliðsmaður Tyrklands, á því að sínir menn hefðu ekki getað landað sigri í Laugardalnum þó spilað hefði verið til morgun. Fyrirsögn umfjöllunar BirGün eftir leikinn er: „Fótboltakennsla frá Íslandi.“ Þar er farið fögrum orðum um strákana okkar og spilamennsku liðsins bæði í gær og fyrir tveimur árum.Sjá einnig:Heimir við Tólfuna: „Fokking var þetta ekki bæting?“ Skrifað er um að kerfið einfaldlega virki hjá íslenska liðinu á meðan það sem Fatih Terim, landsliðsþjálfari Tyrklands, setti upp var langt frá því að virka. Tyrkland er nú búið að koma tvisvar hingað til lands á tveimur árum og tapa í bæði skiptin gegn íslensku liði sem spilaði alveg eins í bæði skiptin og vann sannfærandi sigra. Íslenska uppleggið er sagt einfaldlega virka og að því leyti fékk Tyrkland mikilvæga kennslustund í fótbolta í Laugardalnum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Hefðum ekki unnið Ísland þó við hefðum spilað til morguns“ Fyrrverandi landsliðsmaður Tyrklands var hrifinn af spilamennsku Íslands en langt frá því að vera sáttur með sína menn. 10. október 2016 08:00 Jón Daði: Liðsheildin er svakaleg Jón Daði Böðvarsson kom aftur inn í byrjunarlið Íslands eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í leiknum gegn Finnlandi. 9. október 2016 22:02 Hannes Þór: Ekki algengt að muna ekki eftir færi Hannes Þór Halldórsson átti fremur náðugan dag í íslenska markinu gegn Tyrkjum í kvöld. 9. október 2016 22:15 Birkir: Tyrkir sköpuðu sér varla færi í kvöld Birkir Bjarnason var gríðarlega sáttur eftir 2-0 sigur Íslands gegn Tyrklandi í kvöld en hann sagði spilamennsku kvöldsins mun heildsteyptari en gegn Finnum og að Ísland hefði engin færi gefið á sér. 9. október 2016 21:56 Mikið líf á Twitter yfir landsleiknum Það er alltaf líf og fjör á samfélagsmiðlum þegar íslenska landsliðið í fótbolta leikur og sjaldan er meira fjör en þegar liðið leikur vel. 9. október 2016 22:15 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Sjá meira
„Hefðum ekki unnið Ísland þó við hefðum spilað til morguns“ Fyrrverandi landsliðsmaður Tyrklands var hrifinn af spilamennsku Íslands en langt frá því að vera sáttur með sína menn. 10. október 2016 08:00
Jón Daði: Liðsheildin er svakaleg Jón Daði Böðvarsson kom aftur inn í byrjunarlið Íslands eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í leiknum gegn Finnlandi. 9. október 2016 22:02
Hannes Þór: Ekki algengt að muna ekki eftir færi Hannes Þór Halldórsson átti fremur náðugan dag í íslenska markinu gegn Tyrkjum í kvöld. 9. október 2016 22:15
Birkir: Tyrkir sköpuðu sér varla færi í kvöld Birkir Bjarnason var gríðarlega sáttur eftir 2-0 sigur Íslands gegn Tyrklandi í kvöld en hann sagði spilamennsku kvöldsins mun heildsteyptari en gegn Finnum og að Ísland hefði engin færi gefið á sér. 9. október 2016 21:56
Mikið líf á Twitter yfir landsleiknum Það er alltaf líf og fjör á samfélagsmiðlum þegar íslenska landsliðið í fótbolta leikur og sjaldan er meira fjör en þegar liðið leikur vel. 9. október 2016 22:15