Sigurganga Fram í Olís-deild kvenna heldur áfram, en í dag unnu þær þriggja marka sigur, 20-17, á ÍBV í Safamýrinni.
Fram leiddi með fmim mörkum í hálfleik 11-6, en að lokum varð munurinn þrjú mörk, 20-17 og sjötti sigur Fram í sjö leikjum staðreynd.
Safamýraliðið er á toppi deildarinnar með 13 stig, en Fram er með tveggja stiga forskot á Stjörnuna. ÍBV er í fimmta sætinu með 6 stig.
Ragnheiður Júlíusdóttir var markahæst hjá Fram með sjö mörk, en Ester Óskarsdóttir var langmarkahæst hjá ÍBV með áta mörk.
Sigurganga Fram heldur áfram
Anton Ingi Leifsson skrifar
