Sigurganga Fram í Olís-deild kvenna heldur áfram, en í dag unnu þær þriggja marka sigur, 20-17, á ÍBV í Safamýrinni.
Fram leiddi með fmim mörkum í hálfleik 11-6, en að lokum varð munurinn þrjú mörk, 20-17 og sjötti sigur Fram í sjö leikjum staðreynd.
Safamýraliðið er á toppi deildarinnar með 13 stig, en Fram er með tveggja stiga forskot á Stjörnuna. ÍBV er í fimmta sætinu með 6 stig.
Ragnheiður Júlíusdóttir var markahæst hjá Fram með sjö mörk, en Ester Óskarsdóttir var langmarkahæst hjá ÍBV með áta mörk.
Sigurganga Fram heldur áfram
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

„Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“
Körfubolti





„Ég hef hluti að gera hér“
Körfubolti


Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum
Handbolti


Fleiri fréttir
