Dag skal að kveldi lofa Óttar Guðmundsson skrifar 29. október 2016 07:00 Fyrir mörgum árum réð ég mér einkaþjálfara á Gym 80 til að komast í form, megrast og yngjast. Jón „bóndi“ Gunnarsson varð fyrir valinu, margfaldur meistari í kraftlyftingum. Bóndi var ekki mikið fyrir að spjalla um hlutina heldur trúði á kraft og athafnir. Uppáhaldsfrasi bónda var: „Þetta er ekki búið fyrr en það er búið.“ Hann kunni margar sögur um íþróttamenn sem fögnuðu sigri of snemma. Yfirstandandi kosningabarátta hefur eiginlega týnst í endurteknum skoðanakönnunum. Frambjóðendur hafa fallið í skuggann af dularfullum spákörlum sem kallast stjórnmálafræðingar. Þeir stara í blindni á torræðar síma- eða netkannanir og deila út þingsætum, ráðherrabílum og ríkisstjórnum. Pólitísk umræða hefur drukknað í spekingslegum vangaveltum um hugsanleg úrslit í kosningunum. Brandari vikunnar var þó, þegar svonefnd stjórnarandstaða kom saman til að ræða væntanlega stjórnarmyndun. Foringjar flokkanna virtust gengnir í þessi björg óskhyggjunnar þar sem þeir mátuðu ráðherrastóla og völdu sér myndir á ráðherraskrifstofurnar. Menn voru kallaðir væntanleg forsætisráðherraefni eins og kosningum og stjórnarmyndun væri lokið. Dramb er falli næst, sagði amma á Holtinu en mér fannst þessi hlutverkaleikur grátbroslegur. Ég vona að úrslit kosninganna komi á óvart svo að nýtt fólk komist upp á leiksviðið. Vonandi skipta sem flestir um skoðun í kjörklefanum svo að það verði líf og fjör í kosningapartíunum í kvöld. Þetta er nefnilega ekki búið fyrr en það er búið, svo ég vitni aftur í bóndann.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun
Fyrir mörgum árum réð ég mér einkaþjálfara á Gym 80 til að komast í form, megrast og yngjast. Jón „bóndi“ Gunnarsson varð fyrir valinu, margfaldur meistari í kraftlyftingum. Bóndi var ekki mikið fyrir að spjalla um hlutina heldur trúði á kraft og athafnir. Uppáhaldsfrasi bónda var: „Þetta er ekki búið fyrr en það er búið.“ Hann kunni margar sögur um íþróttamenn sem fögnuðu sigri of snemma. Yfirstandandi kosningabarátta hefur eiginlega týnst í endurteknum skoðanakönnunum. Frambjóðendur hafa fallið í skuggann af dularfullum spákörlum sem kallast stjórnmálafræðingar. Þeir stara í blindni á torræðar síma- eða netkannanir og deila út þingsætum, ráðherrabílum og ríkisstjórnum. Pólitísk umræða hefur drukknað í spekingslegum vangaveltum um hugsanleg úrslit í kosningunum. Brandari vikunnar var þó, þegar svonefnd stjórnarandstaða kom saman til að ræða væntanlega stjórnarmyndun. Foringjar flokkanna virtust gengnir í þessi björg óskhyggjunnar þar sem þeir mátuðu ráðherrastóla og völdu sér myndir á ráðherraskrifstofurnar. Menn voru kallaðir væntanleg forsætisráðherraefni eins og kosningum og stjórnarmyndun væri lokið. Dramb er falli næst, sagði amma á Holtinu en mér fannst þessi hlutverkaleikur grátbroslegur. Ég vona að úrslit kosninganna komi á óvart svo að nýtt fólk komist upp á leiksviðið. Vonandi skipta sem flestir um skoðun í kjörklefanum svo að það verði líf og fjör í kosningapartíunum í kvöld. Þetta er nefnilega ekki búið fyrr en það er búið, svo ég vitni aftur í bóndann.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun