Í október kostaði að meðaltali ein nótt á reykvísku hótelherbergi tæpar 25 þúsund krónur og hefur hækkað um fjórðung frá sama tíma í fyrra. Verðskrár hótela í Stokkhólmi, Kaupmannahöfn, Osló og Helsinki, hafa hins vegar lækkað. Reykvísk hótel voru því þau dýrustu á Norðurlöndum í október. Túristi greinir frá þessu.
Meðalverð í október í fyrra í Reykjavík var 19.968 krónur og var það næst lægsta verðið á Norðurlöndum. Í ár er meðalverðið þó hæst hér á landi og munar allt að 8 þúsund krónum á því hæsta og lægsta.
Verðhækkunin í Reykavík nemur 45 prósentum milli ára í sænskum krónum, veiking sænsku krónunnar og styrking þeirra íslensku skýrir það. Túristi greinir fá því að þó virðist þetta ekki draga úr áhuga Svía á að heimsækja Ísland, því fyrstu níu mánuði ársins komu hingað 25,2 prósent fleiri ferðamenn en á sama tíma í fyrra.
Hótel dýrust í Reykjavík
Sæunn Gísladóttir skrifar

Mest lesið

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife
Viðskipti innlent

Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum
Viðskipti innlent


Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta
Viðskipti innlent

Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout
Viðskipti innlent

Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins
Viðskipti innlent


Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili
Viðskipti innlent
