Scion merki Toyota endanlega aflagt Finnur Thorlacius skrifar 25. október 2016 14:33 Nú hefur þessu merki verið lagt af hendi Toyota. Dagurinn í dag markar þau tímamót hjá Toyota að vera síðasti dagur Scion merkisins sem Toyota stofnaði árið 2003. Merki Scion var stofnað til að höfða til yngri kynslóðarinnar í Bandaríkjunum en líklega er hægt að segja að það hafi aldrei tekist. Alls seldust bílar Scion í 1,2 milljónum eintaka í Bandaríkjunum, en Scion bílar voru einungis markaðssettir þarlendis. Mest seldist af Scion bílum árið 2006, eða 173.000 bílar. Salan var komin niður í ríflega 45.000 bíla árið 2010, en var 56.000 bílar í fyrra. Toyota reyndi að blása í glæðurnar með nýjum Scion tC bíl árið 2011, en salan tók engan veginn við sér og því var ákvörðun Toyota auðveld. Alls hafa 5 bílgerðir Scion bíla verið framleiddir en þeir sem enn eru í framleiðslu munu nú fá Toyota merkið. Það eru bílarnir FR-S, iA og iM og munu þeir héðan á frá bera nöfnin Toyota 86, Yaris iA og Corolla iM. Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent
Dagurinn í dag markar þau tímamót hjá Toyota að vera síðasti dagur Scion merkisins sem Toyota stofnaði árið 2003. Merki Scion var stofnað til að höfða til yngri kynslóðarinnar í Bandaríkjunum en líklega er hægt að segja að það hafi aldrei tekist. Alls seldust bílar Scion í 1,2 milljónum eintaka í Bandaríkjunum, en Scion bílar voru einungis markaðssettir þarlendis. Mest seldist af Scion bílum árið 2006, eða 173.000 bílar. Salan var komin niður í ríflega 45.000 bíla árið 2010, en var 56.000 bílar í fyrra. Toyota reyndi að blása í glæðurnar með nýjum Scion tC bíl árið 2011, en salan tók engan veginn við sér og því var ákvörðun Toyota auðveld. Alls hafa 5 bílgerðir Scion bíla verið framleiddir en þeir sem enn eru í framleiðslu munu nú fá Toyota merkið. Það eru bílarnir FR-S, iA og iM og munu þeir héðan á frá bera nöfnin Toyota 86, Yaris iA og Corolla iM.
Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent