Victoria's Secret tískusýning verður haldin í París þetta árið Ritstjórn skrifar 24. október 2016 16:30 Victoria's Secret englarnir ganga tískupallinn í París þetta árið. Myndir/Getty Hin árlega Victoria's Secret tískusýning hefur ávallt haldið vel í hefðirnar. Þar má sjá frægustu fyrirsætur heimsins ganga tískupallinn í skrautlegum nærfötum og þá oft með englavængi á bakinu. Sýningarnar hafa einnig alltaf verið í Bandaríkjunum fyrir utan eitt skiptið, árið 2014, þegar hún var haldin í London. Nú hefur undirfatarisinn ákveðið að breyta aftur til með því að halda sýninguna í París. Sýningin fer iðulega fram í nóvember á hverju ári og er svo sýnd í sjónvarpinu í byrjun desember. Þetta árið verður aðal engillinn, Candice Swanepoel, ekki á svæðinu en hún eignaðist nýlega sitt fyrsta barn. Ekki er staðfest hvort að þær Gigi Hadid og Kendall Jenner muni ganga pallinn aftur, en þær tóku þátt í fyrsta sinn í fyrra. Mest lesið Misbrigði: Erindi II Glamour Yfirhafnir mikilvægastar í París Glamour Laverne Cox fékk óvænta gjöf frá Beyoncé Glamour Breyttir tímar framundan hjá JÖR Glamour Emma Watson í hinum fullkomna Dior kjól Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Flottustu búningar íslenska landsliðsins frá upphafi Glamour Fegurð Kardashian systranna náttúruleg eða hvað? Glamour Anna Wintour og Gwyneth Paltrow búa til tímarit saman Glamour Fyrsti karlkyns talsmaður Maybelline kynntur Glamour
Hin árlega Victoria's Secret tískusýning hefur ávallt haldið vel í hefðirnar. Þar má sjá frægustu fyrirsætur heimsins ganga tískupallinn í skrautlegum nærfötum og þá oft með englavængi á bakinu. Sýningarnar hafa einnig alltaf verið í Bandaríkjunum fyrir utan eitt skiptið, árið 2014, þegar hún var haldin í London. Nú hefur undirfatarisinn ákveðið að breyta aftur til með því að halda sýninguna í París. Sýningin fer iðulega fram í nóvember á hverju ári og er svo sýnd í sjónvarpinu í byrjun desember. Þetta árið verður aðal engillinn, Candice Swanepoel, ekki á svæðinu en hún eignaðist nýlega sitt fyrsta barn. Ekki er staðfest hvort að þær Gigi Hadid og Kendall Jenner muni ganga pallinn aftur, en þær tóku þátt í fyrsta sinn í fyrra.
Mest lesið Misbrigði: Erindi II Glamour Yfirhafnir mikilvægastar í París Glamour Laverne Cox fékk óvænta gjöf frá Beyoncé Glamour Breyttir tímar framundan hjá JÖR Glamour Emma Watson í hinum fullkomna Dior kjól Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Flottustu búningar íslenska landsliðsins frá upphafi Glamour Fegurð Kardashian systranna náttúruleg eða hvað? Glamour Anna Wintour og Gwyneth Paltrow búa til tímarit saman Glamour Fyrsti karlkyns talsmaður Maybelline kynntur Glamour