Ólafía Þórunn komin inn á lokaúrtökumótið fyrir LPGA í Bandaríkjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2016 09:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Vilhelm Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR skrifar íslensku golfsöguna þessa dagana en hún tryggði sér í gær sæti á lokaúrtökumótinu fyrir LPGA atvinnumótaröðina í Bandaríkjunum. Ólafía Þórunn lék fjórða og síðasta hringinn á annars stigs úrtökumótinu á pari og náði þar með tólfta sætinu. Efstu 80 kylfingarnir komust áfram og Ólafía Þórunn komst því örugglega áfram. Ólafía Þórunn lék samtals hringina fjóra á 288 höggum eða 72-73-71-72 en par vallarins er 72 högg. Á þessum tölum má sjá hversu jöfn hún var á þessu móti. Ólafía á einungis að komast í gegnum þriðja og síðasta stigið til að komast inn á LPGA mótaröðina en lokaúrtökumótið fer fram á LPGA International vellinum í Flórída í lok nóvember. Ólafía er fyrsta íslenska konan sem nær inn á annað stig úrtökumótsins fyrir LPGA mótaröðina. Hún hefur dvalið að undanförnu í Bandaríkjunum við æfingar en hún mun keppa á tveimur mótum á LET Evrópumótaröðinni í framhaldinu. Alfreð Brynjar Kristinsson, afrekskylfingur úr GKG, var systur sinni til aðstoðar á öðru stigi úrtökumótsins en spilað var á Plantation golfsvæðinu í Flórída í Bandaríkjunum. Ólafía Þórunn vann sér inn keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni í lok síðasta árs. Hún er aðeins önnur íslenska konan sem nær inn á mótaröð þeirra bestu í Evrópu. Ólöf María Jónsdóttir úr GK var sú fyrsta sem braut ísinn árið 2004, fyrst allra íslenskra kylfinga. Næst á dagskrá hjá Ólafíu er að fara til Kína þar sem hún fékk boð um taka þátt á sterku LET móti. Hún fær ekki mikinn tíma til að aðlagast nýjum aðstæðum og venjast tímamismuninum því hún mættir til Kína aðeins degi fyrir mótið. Ólafía Þórunn keppir síðan í framhaldinu móti í Abu Dhabi en það er einnig á LET Evrópumótaröðinni. Golf Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR skrifar íslensku golfsöguna þessa dagana en hún tryggði sér í gær sæti á lokaúrtökumótinu fyrir LPGA atvinnumótaröðina í Bandaríkjunum. Ólafía Þórunn lék fjórða og síðasta hringinn á annars stigs úrtökumótinu á pari og náði þar með tólfta sætinu. Efstu 80 kylfingarnir komust áfram og Ólafía Þórunn komst því örugglega áfram. Ólafía Þórunn lék samtals hringina fjóra á 288 höggum eða 72-73-71-72 en par vallarins er 72 högg. Á þessum tölum má sjá hversu jöfn hún var á þessu móti. Ólafía á einungis að komast í gegnum þriðja og síðasta stigið til að komast inn á LPGA mótaröðina en lokaúrtökumótið fer fram á LPGA International vellinum í Flórída í lok nóvember. Ólafía er fyrsta íslenska konan sem nær inn á annað stig úrtökumótsins fyrir LPGA mótaröðina. Hún hefur dvalið að undanförnu í Bandaríkjunum við æfingar en hún mun keppa á tveimur mótum á LET Evrópumótaröðinni í framhaldinu. Alfreð Brynjar Kristinsson, afrekskylfingur úr GKG, var systur sinni til aðstoðar á öðru stigi úrtökumótsins en spilað var á Plantation golfsvæðinu í Flórída í Bandaríkjunum. Ólafía Þórunn vann sér inn keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni í lok síðasta árs. Hún er aðeins önnur íslenska konan sem nær inn á mótaröð þeirra bestu í Evrópu. Ólöf María Jónsdóttir úr GK var sú fyrsta sem braut ísinn árið 2004, fyrst allra íslenskra kylfinga. Næst á dagskrá hjá Ólafíu er að fara til Kína þar sem hún fékk boð um taka þátt á sterku LET móti. Hún fær ekki mikinn tíma til að aðlagast nýjum aðstæðum og venjast tímamismuninum því hún mættir til Kína aðeins degi fyrir mótið. Ólafía Þórunn keppir síðan í framhaldinu móti í Abu Dhabi en það er einnig á LET Evrópumótaröðinni.
Golf Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira