Óttarr um græna jakkann: „Guli rekkinn inni í skáp orðinn þreyttur og skítugur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 31. október 2016 16:36 Óttarr Proppé er hvergi nærri hættur að koma á óvart um fatavalið sitt. „Ég gerði mér bara ekki grein fyrir því að ég væri kominn með sálarheill landans svona mikið í fangið,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, í samtali við Vísi. Fötin sem Óttarr klæddist í umræðuþætti RÚV með formönnum þeirra flokka sem náðu mönnum inn á þing í gærkvöldi vöktu mikla athygli á samfélagsmiðlinum Twitter, og virtist fólk jafnvel vera í uppnámi. „Þetta kemur eiginlega bara til útaf því að guli rekkinn inni í fataskápnum mínum var orðinn nokkuð þreyttur og skítugur eftir langa kosningabaráttu og maður þurfti að teygja sig djúpt inn í skápinn.“ Klæðaburður Óttars hefur lengi vakið athygli og voru karrígul jakkaföt hans og rauður rúllukragabolur sem hann klæddist mikið í kosningabaráttunni mikið til umræðu á kaffistofum landsmanna og mannamótum. Í dag mætti Óttarr á fund til Guðna Th. forseta Íslands til að ræða mögulega stjórnarmyndun. Þá mætti Óttarr í græna jakkanum sem hann var í á RÚV í gærkvöldi en var í gömlu góðu karrígulu buxunum og karrígulu vesti. Hann var einnig í vínrauðri rúllukragapeysu. „Maður er kannski farinn að horfa á fjölbreyttari klæðnað í dag. Ég hef svosem látið sjá mig í öðru, þó svo að ég forðist grá jakkaföt og bindi. Fólk má alveg reikna með því að ég láti sjá mig í einhverju öðru í framtíðinni. Þessi græni jakki er einn af mínum uppáhalds og ég hafði ekki farið í hann í mörg ár.“ Sumir hafa velt því fyrir sér hvort græni jakkinn hafi verið einhver skilaboð til VG eða jafnvel Framsóknarflokksins, en þar er græni liturinn áberandi. „Mér finnst allavega mjög viðeigandi að vera í þessum jakka, þar sem Björt Framtíð er mjög grænn flokkur og við leggjum mikla áherslu á umhverfismálin.“ Tíska og hönnun Tengdar fréttir Ný jakkaföt Óttars vekja athygli á Twitter: „Ég skil ekkert í íslenskri pólitík lengur“ Klæðaburður Óttars Proppé hefur lengi vakið athygli og voru karrígul jakkaföt hans og rauður rúllukragabolur sem hann klæddist mikið í kosningabaráttunni mikið til umræðu á kaffistofum landsmanna og mannamótum. 30. október 2016 20:14 Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Ég gerði mér bara ekki grein fyrir því að ég væri kominn með sálarheill landans svona mikið í fangið,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, í samtali við Vísi. Fötin sem Óttarr klæddist í umræðuþætti RÚV með formönnum þeirra flokka sem náðu mönnum inn á þing í gærkvöldi vöktu mikla athygli á samfélagsmiðlinum Twitter, og virtist fólk jafnvel vera í uppnámi. „Þetta kemur eiginlega bara til útaf því að guli rekkinn inni í fataskápnum mínum var orðinn nokkuð þreyttur og skítugur eftir langa kosningabaráttu og maður þurfti að teygja sig djúpt inn í skápinn.“ Klæðaburður Óttars hefur lengi vakið athygli og voru karrígul jakkaföt hans og rauður rúllukragabolur sem hann klæddist mikið í kosningabaráttunni mikið til umræðu á kaffistofum landsmanna og mannamótum. Í dag mætti Óttarr á fund til Guðna Th. forseta Íslands til að ræða mögulega stjórnarmyndun. Þá mætti Óttarr í græna jakkanum sem hann var í á RÚV í gærkvöldi en var í gömlu góðu karrígulu buxunum og karrígulu vesti. Hann var einnig í vínrauðri rúllukragapeysu. „Maður er kannski farinn að horfa á fjölbreyttari klæðnað í dag. Ég hef svosem látið sjá mig í öðru, þó svo að ég forðist grá jakkaföt og bindi. Fólk má alveg reikna með því að ég láti sjá mig í einhverju öðru í framtíðinni. Þessi græni jakki er einn af mínum uppáhalds og ég hafði ekki farið í hann í mörg ár.“ Sumir hafa velt því fyrir sér hvort græni jakkinn hafi verið einhver skilaboð til VG eða jafnvel Framsóknarflokksins, en þar er græni liturinn áberandi. „Mér finnst allavega mjög viðeigandi að vera í þessum jakka, þar sem Björt Framtíð er mjög grænn flokkur og við leggjum mikla áherslu á umhverfismálin.“
Tíska og hönnun Tengdar fréttir Ný jakkaföt Óttars vekja athygli á Twitter: „Ég skil ekkert í íslenskri pólitík lengur“ Klæðaburður Óttars Proppé hefur lengi vakið athygli og voru karrígul jakkaföt hans og rauður rúllukragabolur sem hann klæddist mikið í kosningabaráttunni mikið til umræðu á kaffistofum landsmanna og mannamótum. 30. október 2016 20:14 Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Ný jakkaföt Óttars vekja athygli á Twitter: „Ég skil ekkert í íslenskri pólitík lengur“ Klæðaburður Óttars Proppé hefur lengi vakið athygli og voru karrígul jakkaföt hans og rauður rúllukragabolur sem hann klæddist mikið í kosningabaráttunni mikið til umræðu á kaffistofum landsmanna og mannamótum. 30. október 2016 20:14